Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 10
Stjórríunariélag Jslauds lýkur fyrsta starfsári Mánudaginn 28. maí síðastliðinn hélt SFÍ að loknu, fyrsta starfsári aðalfund. Þar flutti formaður, Jakob Gíslason, skýrslu um liðið starfsár. Gjaldkeri, Gísli V. Einarsson, las upp og skýrði endurskoðaða ársreikninga. Einnig var lögð fyrir og samþykkt fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Þeir stjórnarmanna er ganga áttu úr stjórn og aðrir framkvæmdaráðsmenn — voru einróma endurkosnir auk endur- skoðenda. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fluttu erindi um stjórnunarmál tveir sænskir sérfræðingar, er dvöldu hér á vegum félagsins sem fyrirlesarar og leiðbeinendur á námsmóti Stjórnun- arfélagsins, er í hönd fór næstu daga. Af því helzta, er Stjórnunarfélagið hefur gert eða gengizt fyrir á fyrsta starfsári, má nefna: í desember 1960 meðan stofnun fé- lagsins var í undirbúningi kom forseti C.I.O.S., Albrecht M. Lederer, hing- að til landsins og dvaldi hér í tvo daga til skrafs og ráðagerða um fé- lagsstofnunina. í maí-mánuði 1961 fékk félagið fyrir milligöngu Guðmundar Einars- sonar forstjóra hjá íslenzkum aðal- verktökum, hingað til landsins Banda- ríkjamanninn Donald F. Lane, for- stjóra hjá International Management Company, og hélt hann vikunámskeið um kostnaðareftirlit og skipulagningu vinnuaðferða. Þátttakendur nám- skeiðsins mynduðu með sér umræðu- hóp á vegum félagsins, sem hélt áfram störfum og tók fyrir á fundum sínum, hvert af öðru eftirtalinna verk- efna: Skipulagsmál fyrirtækja, sparn- að við breytingu vinnutilhögunar við ákveðin verk, vörumóttöku og fyrir- komulag birgðabókhalds, reikninga- afgreiðslu og notkun beiðna, rann- sókn á rekstrarkostnaði þungavinnu- véla, notkun gatspjaldavéla í bók- ingaframkvæmdir o. fl. í júní 1961 mætti formaður Stjórn- haldi, kostnaðarbókhald við bygg- unarfélagsins á framkvæmdaráðs- fundi Alþjóðanefndar vísindalegra stjórnunarmála, Commité Inter- national de l’Organisation Scienti- fique, CIOS, í París og var þá Stjórn- unarfélag Islands formlega samþykkt sem meðlimur í þeim alþjóðasamtök- um. Lokið er nú tveimur af þeim þrem- ur þriggja vikna námskeiðum í vinnurannsóknum, sem Iðnaðarmála- stofnun íslands heldur í samráði við Stjórnunarfélag íslands. Lokanám- skeiðið verður haldið á hausti kom- anda. Stjórnunarfélagið efndi til ráð- stefnu um mánaðamótin ágúst-sept- ember að Bifröst í Borgarfirði. Ráð- stefnuna sóttu um sjötíu manns, for- stjórar og fulltrúar frá mörgum stærstu fyrirtækjum, atvinnusamtök- um og stofnunum landsins. Gestur fé- lagsins á ráðstefnu þessari var dr. Harold Whitehead frá British Insti- tute of Management og flutti hann er- indi um stjórnunarmál. Menntamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason flutti og erindi um menntun í stjórnunar- málum. Auk erindaflutnings störfuðu á ráð- stefnunni umræðuhópar, er hver tók fyrir sérstök verkefni til umræðu. Á lokafundi sínum samþykkti ráðstefn- an allumfangsmiklar ályktanir um gagnlegar og nauðsynlegar ráðstafan- ir, er koma þyrfti í framkvæmd. Að lokinni ráðstefnunni gaf félag- ið út þingtíðindi ráðstefnunnar í bók- arformi undir nafninu „Stjórnun fyrirtækja“. Bók þessi hefur verið send öllum félögum SFÍ ókeypis. í júlí síðastliðnum hóf SFÍ útgáfu fjöl- ritaðs félagsbréfs. Þrjár fastanefndir eða vinnuhópar eru nú starfandi á vegum félagsins. Er þar fyrst að nefna orðanefnd, en hana skipa Björn Sveinbjörnsson verkfræðingur, formaður, Steingrím- ur Jónsson fyrrv. rafmagnsstjóri, Sverrir Júlíusson hagfræðingur og Þorvarður J. Júlíusson hagfræðing- ur. Orðanefndin hefur haldið all- marga fundi og gert uppkast að orða- lista, sem fjölritaður hefur verið og sendur ýmsum til athugunar, en auk þess verður hann lagður sérstaklega fyrir málfræðinga til athugunar. List- inn er saminn eftir dönskum staðli, nr. 981 Terminologi vedrörende arbejdsstudier. Þá er að nefna vinnuhóp er fjallar um reikningalykil eða standard kontoplan. Þennan hóp skipa prófess- or Árni Vilhjálmsson, sem er formað- ur hans, Þórir Einarsson viðskipta- fræðingur, ritari nefndarinnar, Glúrn- ur Björnsson hagfræðingur, skrif- stofustjóri, Sigurgeir Jónsson við- skiptafræðingur, Gunnlaugur Björns- son bankafulltrúi og Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. Hópurinn hef- ur starfað frá síðustu áramótum. Mál- in hafa verið rædd almennt, en jafn- framt sérstaklega athugað um reikn- ingalykil fyrir sjávarútveg og fisk- iðnað, m. a. með tilliti til óska láns- stofnana unr uppstillingu efnahags- og rekstrarreikninga. Hinn þriðji er svo vinnuhópur um sjálfvirkni eða „automation“. Formaður hans er Magnús Reynir Jónsson verkfræðing- ur. Þessi vinnuhópur hefur ekki hald- ið marga fundi, en á hans vegum var haldinn almennur félagsfundur í Klúbbnum 8. marz s.l. þar sem Sveinn Guðmundsson verkfræðingur flutti mjög fróðlegt og ýtarlegt erindi um sjálfvirkni almennt og sýndi tvær kvikmyndir um það efni. Fljótlega eftir stofnun SFÍ var kos- in nefnd til þess að vinna að almennu samkomulagi um vinnurannsóknir. Það hefur þó atvikast svo, að nefnd þessi hefur enn ekki tekið til starfa, en verkefni hennar hefur nokkrum sinn- um verið tekið til umræðu á stjórnar- og framkvæmdaráðsfundum. Síðan hefur Iðnaðarmálastofnun Islands tekið þetta mál til meðferðar. Að frumkvæði framkvstj. Iðnaðarmála- stofnunarinnar, Sveins Björnssonar, 36 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.