Iðnaðarmál - 01.03.1962, Page 11

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Page 11
og samkvæmt ákvörðun stjórnar Iðn- aðarmálastofnunarinnar, en með fjárhagslegri og skipulagslegri aðstoð frá OEDC var í júníbyrjun farin kynnisför til Hollands og Norður- landa, þar sem fulltrúar frá samtök- um launþega og vinnuveitenda hér á landi fá kost á því að kynna sér hvað gjört hefur verið í þessum efnum í þeim löndum. Stjórn SFÍ fagnar þessu frumkvæði Iðnaðarmálastofn- unarinnar og forstjóra hennar og vonast til að kynnisför þessi muni bera góðan árangur meðal annars í þá átt að stuðla að því, að það al- menna samkomulag verði um vinnu- rannsóknir hér á landi, sem Stjórn- unarfélagið fyrir sitt leyti mjög gjarnan vildi vinna að eftir mætti. Þegar hefur verið gjörður nokkur undirbúningur að stofnun vinnuhóps eða umræðuhóps um starfsmannamál almennt. SFÍ hefur haft samband við mið- stöð fyrir samanburð milli fyrir- tækja, Center for Interfirm Compari- sion, sem British Institute of Manage- ment hefur komið á fót í Bretlandi. Forstjóri miðstöðvarinnar, H. Ing- ham, hefur tilkynnt SFÍ, að íslenzk fyrirtæki, sem þess óska, geti orðið þáttakendur í starfsemi miðstöðvar- innar. Þetta tilkynnti stjórn SFÍ fé- lagsmönnum í félagsbréfi nr. 4. Væri mjög gagnlegt fyrir okkur að kynnast þeirri starfsemi nánar. Slíkur saman- burður milli fyrirtækja og verksvið nefndarinnar um reikningalykil eða standard kontoplan snerta mjög hvað annað. Stjórnunarfélag íslands tekur nokk- urn þátt í undirbúningi að ráðstefnu Evrópudeildar C.I.O.S., C.E.C.I.O.S., sem haldin verður í Róm í október þetta ár. A ráðstefnunni verða flutt erindi um 8 aðalviðfangsefni. Oskað var eftir því, að í hverju meðlima- landi CECIOS yrðu tilnefndir sér- fræðingar, er gefið gætu upplýsingar um þau atriði er fjallað yrði um. Að beiðni stjórnar SFI hafa þessir menn vinsamlegast tekið þetta að sér: Dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, Jónas Haralz ráðuneytisstjóri, Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi, Sveinn Björnsson, framkvstj. Iðnað- armálastofnunar íslands, Guðmundur Einarsson, forstjóri íslenzkra Aðal- verktaka, Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og Sveinn Valfells, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda. Þá er formaður SFÍ, Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri, skráður sem meðlim- ur í verndarráði ráðstefnunnar og gert ráð fyrir að fulltrúi frá SFÍ stjórni einum fundi hennar og annar fulltrúi frá SFÍ verði ritari annars fundar. Þegar er hafinn undirbúningur að 13. alþjóðaráðstefnu CIOS, sem halda á í New York 1963. í tilefni þeirrar ráðstefnu er efnt til alþjóð- legrar ritgerðarsamkeppni um kjör- orð ráðstefnunnar, sem er „Human Progress Through Better Manage- ment“. Verðlaun eru 4.000 svissnesk- ir frankar. Þátttaka í báðum þessum ráðstefnum er heimil öllum félögum SFÍ. Dagana 30. maí til 1. júní hélt Stjórnunarfélag íslands þriggja daga námsmót í Borgarnesi, er fjallaði um arðsemi og fjármunamyndunarmál og fleiri atriði varðandi fjármála- stjórn fyrirtækja. Aður hafði um- ræðuhópur þátttakenda rætt þessi mál á fundum sínum. Leiðbeinendur á námsmótinu voru dr. ing. K. H. Fraenkel og dr. Klaas ter Vehn. Dr. Fraenkel er for- stjóri hagræðingardeildar sænsku ríkisrafveitnanna og hefur auk þess starfað víða sem ráðunautur í stjórn- unarmálum og haldið námskeið á vegum Sameinuðu þjóðanna um stjórnunarmál fyrirtækja. Klaas ter Vehn er sérfræðingur í rekstrarhag- fræði. Þátttaka var bundin við 28, og voru flestir á vegum stórra fyrirtækja og opinberra stofnana og samtaka at- vinnurekenda. Auk erindaflutnings var á náms- mótinu unnið að lausn verkefna í fjórum hópum. A námsmótinu var fjallað um fjár- málastjórn fyrirtækja, fjárhags- og kostnaðaráætlanir, skýrslur til fram- kvæmdastjórnar og fjárhagseftirlit. Ennfremur um mat á fjárfestingu, vaxtamat og vaxtareikning, afskriftir, skattamál og áhrif verðbólgu. í því sambandi var gerð grein fyrir nýrri tækni við fjárfestingarmat, svonefnd- um MAPI reglum, sem kenndar eru við Machinery and Allied Products Institute í Bandaríkjunum og vakið hafa athygli víða um heim, en mega heita óþekktar hér á landi til þessa. Á. Þ. Á. Nýtt þ j ónustufyrirtæki fyrir iðnaðinn Nýlega hefur nýtt fyrirtæki, FJÖL- VER, tekið til starfa. Fyrirtæki þetta hefur að markmiði að veita þjónustu fyrir iðnað og verzlun á kemisk-tekn- isku sviði með öflun upplýsinga og með því að framkvæma prófanir og rannsóknir. FJÖL-VER hefur efnarannsóknar- stofu og skrifstofu að Garðastræti 45 í Reykjavík. Forsvarsmaður þessarar starfsemi, Jóhann Jakobsson efnaverkfræðing- ur, fyrrverandi deildarstjóri Iðnaðar- deildar Atvinnudeildar Háskólans, greindi svo frá, að fyrirtækið hefði hug á að ná samböndum við fram- leiðendur iðnaðarvarnings og þá sér- staklega þá, sem hafa þörf fvrir kem- iskar prófanir og framleiðslueftirlit á kemisku sviði. Jóhann hyggur, að ýmis smærri fyrirtæki muni telja það hagræði að geta leitað til þjónustufyrirtækis sem þessa. Hann hvað það ætlun sína að starfa bæði við úrlausn einstakra verkefna og sem ráðgefandi við fram- leiðslu og framleiðslueftirlit á föstum samningum. Iðnaðarmálastofnun íslands telur, að hér sé um athyglisverða starfsemi að ræða. Mörg fyrirtæki eiga við vandamál að etja á því sviði, sem hér um ræðir, en aðeins hin stærri geta haft sérfróða menn og vinnuaðstöðu til ýmis konar prófana, sem oft er mikilvægt að geta framkvæmt. IÐNAÐARMÁL 37

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.