Iðnaðarmál - 01.03.1962, Síða 7

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Síða 7
starfsemin er auðsjáanlega svo marg- slungin og fjölþætt starfsemi, að hún verður að haltra á eftir öðrum fram- leiðslugreinum. Og í slíkri aðstöðu kemur hún ekki alltaf þannig fyrir sjónir, að lífskraftur hennar sé sann- færandi. En á þessu breytinga- og þróunarskeiði er ekki sanngjarnt að líta svo á, að hin tilviljunarkennda og frumstæða staða byggingaiðnvæð- ingarinnar i dag gefi til kynna þá möguleika er iðnvæðingin býr yfir., Orsök þess, að iðnvæðing á bygg- ingasviðinu gengur svo hægt, í sam- anburði við iðnvæðingu á öðrum sviðum, er ekki eingöngu fólginn í því, hve viðfangsefnið er fjölþætt. Drjúgur hluti af sökinni hvílir á vinnumarkaðsháttunum, sem eru ríg- skorðaðir af byggingaerfðavenjum gamla tímans. Fjárfestingar í starf- seminni skulu jafnast upp —- og helzt öllu betur — með lækkandi útgjöld- um til vinnuafls. En það heppast ekki ávallt að hagnast á aðferðum, sem spara vinnuafl. Það er einkum tvennt, sem á sökina: Verðskrár og iðntak- markanir. Verðskrárnar eiga rætur sínar að rekja til þess tíma, er næstum hver einasta vinnuframkvæmd var ákveðin einhliða. Menn vissu, hve langan tírna verkið tók, og á grundvelli meðal- tímakaups, er í gildi var, ákváðu menn hæfilegt gjald fyrir að leysa það af hendi. f dag, þegar vélahjálp og vinnusparnaðaraðferðir ryðja sér til rúms, er e. t. v. hægt að fram- kvæma ákveðið verk á helmingi skemmri tíma. Ef einblínt er á verð- skrána, verður útkoman tvöföld laun. Ef hlutfallið er allt of áberandi, er komið á einhvers konar samkomu- lagi, þar sem byggt er á verðskránum, eða — eins og oft er raunin á bygg- ingastöðum í dag — málamiðlun milli skilnings verktakans og vinnu- veitandans. í öllum tilfellum einkenn- ist árangurinn mjög af vinnuafls- ástandinu. Þar með glata vinnusparn- aðaraðferðirnar áhrifamætti sínum, a. m. k. á tímum, þegar skortur er á vinnuafli. Ramböll prófessor vakti því næst athygli á notkun vinnu- og tímarann- sókna til verðákvörðunar við margs konar vinnuframkvæmdir. Ekki í því skyni að lækka tímakaupið, lagði hann áherzlu á. Við útbreiðslu nýrra aðferða, byggðum á sjálfvirkni, munu vinnulaun á hverja framleiðslu- einingu skipta minna máli; afleiðing- ar launahækkunar hjaðna. Þá beindi hann gagnrýni að iðn- takmörkunum. Þær eru verndarráð- stöfun fyrir hina iðnlærðu. Leitazt er við að taka ákveðin verksvið frá fyr- ir takmarkaðan hóp manna, sem hef- ur vel skilgreinda kunnáttu. Því fá- mennari sem hópurinn er, þeim mun meiri verða möguleikarnir til tekju- öflunar. Óttinn við atvinnuleysi hef- ur orðið til að styrkja mjög iðntak- mörkunarregluna. En í dag, þegar byggingamálin þróast eftir öðrum leiðum en þeim, sem gert er ráð fyrir í iðngreinaskipingunni, verður þetta kerfi allt of stirt. Með vaxandi sam- skiptum við önnur lönd, með myndun sameiginlegra markaðssvæða, verður bezt unnið gegn atvinnuleysi með því að styrkja samkeppnishæfnina. Ef menn stunda þröngsýna heimapólitík og fylgjast ekki með þeirri þróun, sem iðnvæðingin felur í sér, veikist samkeppnishæfnin, og ef bylgja at- vinnuleysis skyldi flæða yfir löndin, myndi hún fyrst rífa burt með sér þá, sem standa höllum fæti. Nýbyggingar eru þeir vinnustaðir, þar sem hópar mismunandi hand- verksmanna í nýjum og nýjum sam- stillingum verða að hefja fyrirvara- laust samstarf, þar sem hver einasti meistari er háður dyggilegum efndum annarra meistara á tímaákvörðunum. Ef aðeins einn meistara vantar menn, truflar það alla starfsáætlunina. Vandann á byggingastaðnum væri hægt að leysa, ef allt væri ein heild: flokkur samsetningarmanna, sem setti alla bygginguna saman. Ég er sannfærður um, sagði Ramböll pró- fessor, að þróunin mun stefna í þá átt, að fjöldi þeirra iðnnema, sem í dag læra múrun eða trésmíði, muni enda sem samsetningarmenn. Það hlýtur að sjálfsögðu að vera skilyrði, að unnt sé að setja húsið saman á einfaldan hátt. Samsetning- armennirnir eiga ekki að vera fjöl- hæfir sérfræðingar, sem geta smíðað, múrað, timbrað og snikkað. Eining- arnar í húsið eiga að koma þannig gerðar úr verksmiðju, að þær séu til- búnar til einfaldrar samsetningar — samskrúfunar, ef menn vilja hafa það svo. En nauðsynlegt er að taka núver- andi afstöðu vora til rækilegrar end- urskoðunar. Menn verða að hafa miklu gleggra auga fyrir því en nú, að bygging er eining. Hillur fyrir miðstöðvarofna á ekki að höggva í vegginn eftir á, heldur eiga þær blátt áfram að vera hluti af veggnum frá upphafi. Pípulagnir er ekki ill nauð- syn, sem skemmir hið fallega hús. Leiðslur eru veigamikill þáttur í byggingunni, og arðir hlutar hússins verða að vera þannig gerðir, að þeir geti falið þær í sér. Eldhúseininguna á að vera unnt að setja á sinn stað, rétt eins og skrifborð og bókahillur, og með örfáum handtökum samsetn- ingarmannanna á að vera hægt að tengja vatnsleiðslu og frárennsli. Eftir að Ramböll prófessor hafði fjallað nokkuð um vélvæðingu flutn- ingastarfsins á byggingastaðnum, vék hann að aukningu byggingatímans, og lauk þessum þætti fyrirlestrarins með þeirri staðhæfingu, að öllum væri ljóst, að eitthvað væri að, og þannig gæti það ekki haldið áfram. En hvernig eigum vér þá að rétta við stöðuna? spurði hann. Það væri léleg lausn að draga úr byggingastarf- seminni. Þvert á móti verður að auka afkastamátt byggingaiðnaðarins. Það vantar skóla og aðrar menntastofnan- ir, og íbúðabyggingar eru heldur ekki fullnægjandi. Að því er Danmörku varðar, horfa málin þannig: Fyrir stríðið komst fjöldi íbúðabygginga á góðum árum eins og 1934 og 1935 í 23 þúsund íbúðir á ári. Á stríðsárun- um drógust íbúðabyggingar alhnikið aftur úr, og eftir stríðið jókst þörfin enn meir vegna flutninga úr sveitun- um, batnandi lifskjara, endurbygg- inga og fólksfjölgunar um 20%. Fjörutíu þúsund íbúðir á ári er alls ekki of mikið. Samt voru ekki byggð- ar meira en 22 þús. íbúðir á ári á tímabilinu 1950—1960. Árið 1960 er IÐNAÐARMÁL 33

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.