Iðnaðarmál - 01.03.1962, Page 8

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Page 8
metár: Þá komst íbúðafjöldinn með herkjum í næstum 30 þúsund. Arið 1960 er einnig metár á öðru sviði: Á engu öðru ári hafa launin á bygg- ingastöðvum vorum verið á jafn hraðri ferð. Með heildarsjónarmið fyrir augum verður það þá að teljast léleg lausn á hinu bágborna ástandi á bygginga- stöðum vorum að loka þeim. Það er neyðarúrræði, sem beita verður, þeg- ar hjól samfélagsins ná ekki að grípa saman, eins og þeim er ætlað. Eina aðgengilega lausnin á bygginga- ástandinu er fólgin í framleiðslu- aukningu. Og ekki verður stuðlað að framleiðsluaukningu með því að toga í taumana, heldur þvert á móti með því að gefa lausan taum á skeiðvelli, sem skipulagður hefur verið langt fram í tímann. Geta fleiri vélar á byggingastaðn- umhjálpað? spurði Ramböll prófess- or. Já auðvitað. Raunverulegar verk- smiðjuvélar á hverjum stað munu auka hraðann. Og það hefur komið í ljós á þessum árum, að með þeirri að- ferð hefur náðst svo góður árangur, að aðrar aðferðir hafa fjárhagslega oft lotið í lægra haldi í samkeppninni. Múrhúðun byggingahluta, stórar ein- ingar, fluttar til með krönum, sem beitt er með stöðugum endurtekning- um á byggingastaðnum, sparar flutn- inga og uppsetningu, sem myndi vega drjúgt á metunum, ef það ætti að falla inn í framleiðslukerfi fastrar verksmiðju. En starfsmennirnir verða að flytja sig af einum byggingastaðnum á ann- an. Þeir verða að samhæfast nýjum vinnufélögum og verða háðir vinnu- hraða þeirra. Og þeir verða að halda að sér höndum í kulda og snjó, jafn- vel í rigningu. Og — það sem mestu varðar: Það er erfitt að sjá, hvernig unnt sé að komast öllu lengra á þess- ari braut. Aftur á móti er langt frá því, að í byggingaeiningaverksmiðj- unum sé komið á leiðarenda að því er sjálfvirkni varðar. Hin fasta verk- smiðja hefur tímann með sér og mun efalaust sigra í kapphlaupinu. í vissum greinum byggingaiðnað- arins er ástandið nú ekki sem verst. Uppsetningarhlutir eins og vaskar, baker, kæliskápar, eldavélar og ann- að slíkt er verksmiðjuframleiðsla. Staðlaðar hurðir eru á markaðnum. Einnig má telja múrstein verksmiðju- framleiðslu. 011 þessi framleiðsla hefur einn samnefnara. Með einu einasta orði má einkenna sérhvern af þessurn hlut- um og jafnframt tengja hann við alla aðra iðnaðarframleiðslu: Þetta er verðlistavara. Það er innsti kjarni iðnaðarframleiðslunnar, sem vér hér drögum fram í dagsins ljós. Þar sem í handverkinu er unnið úr efninu eft- ir einstökum pöntunum, framleiðir hinn eiginlegi iðnaður ákveðnai gerðir, sem framleiðandinn ákveður sjálfur, með hliðsjón af markaðs- þörfunum — gerðir, sem hægt er að bjóða fram sem verðlistavöru. Það er augljóst, að byggingastarf- semin á langa leið fyrir höndum, áð- ur en hún verður iðnaðarframleiðsla á byggingum. Það má benda á pípu- lagningastarfið og líta á tilhögun við aðdrætti og uppsetningu. Þrátt fyrir það, að hluti af útbúnaðinum er iðn- væddur, er langt frá því, að fram- kvæmdaferillinn í heild geti talizt iðn- aðarframkvæmd. Ramböll prófessor minntist síðan á iðnvæðingu hins fokhelda húss. Þar sem hið verksmiðjuframleidda hús er samsett af einingum, sem eru einmitt framleiddar fyrir ákveðna gerð húsa, sem öll eru steypt í sama mót, þá er sögu þessara eininga lokið eftir stutt- an tíma, þegar ákveðinn fjöldi slíkra húsa hefur verið reistur, því að veru- legur fjöldi húsa, sem öll eru eins, er sjaldan æskilegur. En það er ástæðulaust, að landið þurfi að verða þakið hsúum, sem öll eru nákvæmlega eins. Mismunandi samstillingar á fáum gerðum bygg- ingaeininga geta gefið óteljandi tæki- færi til fjölbreytni. Ef hægt er að velja um fimm mismunandi stærðir af hæðarplötum, má nota þær í þús- undir húsa, án þess að óviðfelldin fá- breytni þurfi að koma fram. Glugga- verksmiðjur, sem framleiða sína gerðina hver, geta komið við hagræð- ingu á framleiðslu sinni, þegar fram- leiða skal aðeins fimm stærðir. Fram- leiðandinn getur fest verulegt fjár- magn í framleiðslustarfseminni, þeg- ar það er vitað, að þessar fimm stærð- ir eru hinar algengustu og munu halda áfram að vera það. Það er því augljóst, að iðnvæðing í framleiðslu byggingaeininga verð- ur að byggjast á stöðlun, ekki hinna einstöku eininga, heldur rúmmáls og annarra ákveðinna höfuðmála. Að því er byggingastarfsemi varðar, þýð- ir stöðlunin sama og mátkerfi (modu- lering). Með sameiginlegu mátkerfi t. d. Norðurlanda, opnast möguleikar á iðnaðarframleiðslu byggingaein- inga, einnig til útflutnings milli þess- ara landa. Flestir munu vita, að til er norræn nefnd, sem fjallar um bygginga- ákvarðanir og er skipuð fulltrúmn frá Norðurlöndunum fimm, sem eru þátttakendur í byggingadeginum. Að því er varðar iðnvæðingu bygginga- starfseminnar, hefur mátkerfisnefnd þessarar norrænu nefndar ágæta tafl- stöðu. Nefndin hefur í rauninni þann lykil, sem lokið getur upp fvrir raun- verulegum byggingaiðnaði. Setning ákveðinna láréttra og lóðréttra kjör- mála (præferencemál) mun verða grundvöllur iðnaðarframleiðslu á t. d. hæðarplötum, framhliðareining- um, sameinuðum vegg- og gluggaein- ingum, sem hægt verður að bjóða fram sem verðlistavöru. Gæði, verð, afgreiðsluskilmálar, efni, litir og mynztur geta verið breytileg hjá hin- um ýmsu framleiðendum og skapað samkeppni. En forsendurnar fyrir hagkvæmum rekstri og sjálfvirkni, sem sparar vinnuafl, eru stöðugt hin- ar sömu: Fullvissa framleiðandans um, að höfuðmálin séu algeng, og muni halda áfram að verða það. Sönn iðnvæðing á byggingasviðinu hefst því með setningu kjörmála. Þau verða sett inn á teiknibrettin, og útbreiðsla þeirra kemur fram í föstum verk- smiðjum. Úr „Byggeindustrien“, nr. 20, 1961. J. Bj. þýddi. 34 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.