Iðnaðarmál - 01.03.1962, Síða 5

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Síða 5
/—------------------N 'Gftii Tæknileg atriði kaupgjaldsmála 30 Pappírsstöðlun................. 30 Gagnkvæmt traust -— heilsteypt samvinna (forustugr.).........31 Frá Norræna byggingardeginum 1961: Byggingaiðnvæðingin .. 32 Framfarir og fórnardýr þeirra .. 35 Ný löggjöf um iðnaðarráðunauta í Danmörku................... 35 Stjórnunarfélag Islands lýkur fyrsta starfsári ............ 36 Nýtt þjónustufyrirtæki fyrir iðn- aðinn ....................... 37 Hvernig sigla skal fundi í strand! ................... 38 Fræðsla og þjálfun iðnverkafólks 40 Leiðbeiningar um yfirborðsmeð- ferð á alúmíni............. 42 Nytsamar nýjungar............ 45 Forsíða: Iðnaðarbankahúsið í Reykjavík. Ljósm.: Andrés Kolbeinsson. Endurprentun háð ieyfi útgefanda. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sveinn Björnsson. Utgefandi: Iðnaðarmálastofnun íslands, Iðnskólahúsinu, Skóiavörðutorgi, Reykjavík. Pósthólf 160. Sími 19833—4. Áskriftarverð kr. 150,00 árg. PRENTSMIÐJAN HOLAR H F Iðnaðarmal 9. ÁRG. 1962 • 3. HEFTI CjcHjtilzúœwit haust ■ Heilsteijbt samúitma Fyrri hluta júnímánaðar voru níu íslendingar á ferð í Hollandi og Noregi á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Var hér um að ræða fulltrúa samtaka launþega og vinnuveitenda, sem höfðu tekizt ferð á hendur til þess að kynnast hinni tæknilegu hlið kaupgjaldsmála, launakerfum, ákvæðisvinnu, hagnýtingu vinnurannsókna og starfsmats og einnig fræðslustarfsemi og samstarfi heild- arsamtaka launþega og vinnuveitenda á þessum sviðum. För þessi var farin með stuðningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), sem greiddi fargjöld þátttakenda og skipulagði dvöl hópsins í samvinnu við IMSI og framleiðnistofnanirnar í Hollandi og Noregi, Contact- groep Opvoering Productiviteit og Norsk Produktivitetsinstitutt. Það, sem, ef til vill, vakti mesta athygli þátttakenda í förinni var annars vegar það, hversu föstum tökum hinar tæknilegu hliðar kaupgjaldsmálanna hafa verið teknar í þessum löndum og hversu víðtækur skilningur virtist ríkj- andi á nauðsyn þess að hagnýta vinnuhagræðingartækni til hins ýtrasta til þess að auka framleiöni atvinnuveganna og þar með að skapa varanlegan grundvöll fyrir batnandi lífskjörum og aukinni velmegun. I annan stað kom það mjög greinilega í ljós, að sjálf heildarsamtök laun- þega og vinnuveitenda hafa sitt í hvoru lagi og sameiginlega staðiö að því að marka þá stefnu, sem hér um ræðir. Virðist með árunum hafa skapazt gagnkvæmt traust og heilsteypt samvinna milli heildarsamtakanna í hvoru landi í öllu því, er snertir tæknileg atriði kaupgjaldsmála. í Noregi hefur þetta samstarf, sem byggt er á fræði- og tæknilegum grundvelli, mótazt af frj álsum samningum (retningslinjer, rammeavtaler) milli heildarsamtakanna. Þannig hafa t. d. Norska vinnuveitendasambandið og Alþýðusambandið gert með sér sameiginlegar stefnuskrár um framkvæmd vinnurannsókna, um kerfisbundið starfsmat, um samstarfsnefndir og um framkvæmd launajafnréttis. Á vegum beggja sambandanna eru starfandi vinnuhagræðingardeildir skip- aðar sérfræðingum, er starfa sem hlutlausir ráðunautar á hinu tæknilega sviði kaupgjaldsmálanna. Þau verkefni, sem þessir sérfræðingar hafa með höndum, standa yfirleitt utan hinnar raunverulegu hagsmunabaráttu. Auk þess, sem þessar deildir standa fyrir ýmiss konar fræðslustarfsemi á sviði vinnuhagræð- ingar fyrir meÖlimi sambandanna eru þeir oft kallaöir til, þegar vandamál ber að höndum í einstökum fyrirtækjum og ber þá oft við, að sérfræðingar sam- bandanna vinni sameiginlega að lausn vandamálanna. Við þetta tækifæri er ekki ætlunin að segja nánar frá því, sem á góma bar. Á því er enginn vafi, að hið gagnkvæma traust, sem skapazt hefur milli heild- arsamtaka launþega og vinnuveitenda í Noregi, hefur átt sinn þátt í að skapa jarðveg fyrir öflugar efnahagsframfarir þar í landi á síðari árum, enda er aukning framleiðni sameiginlegt áhugamál þessum aðilum og ber sívaxandi velmegun og góður vinnufriður þess rækastan vott, að vel hefur tekizt. Þótt þátttakendur væru fulltrúar ólíkra félagslegra hagsmuna og stjórn- málaskoðana, voru allir á einu máli um, að íslendingar gætu mikið lært af fyrirkomulagi og reynslu þeirra þjóða, sem heimsóttar voru, á sviði kaup- gjaldsmála. 5. B. IÐNAÐARM AL 31

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.