Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 19
NYTSAMAR NYIUNGAR Mótagerð fyrir plast Ný efnasamsetning, sem notuð er í Kanada, er sögð mjög hentug í ódýr og fljótgerð mót fyrir hluti úr gúmi, nælon, polyethylene, polystyrene o. fl. Módelið (úr viði, gipsi eða öðru viðeigandi efni) er nuddað með leys- andi efni til að koma í veg fyrir við- loðun og er sett í kassa, en í hann er efnasamsetningunni síðan hellt, ásamt herðandi efni. Ef snögg hitun eða kæling er talin mikilvæg, er lítill vind- ingur fyrir gufu eða kalt vatn falinn í samsetningunni, áður en hún harðn- ar. Samanlagður tími fyrir hvert mót er breytilegur, frá 2—6 klst., eftir lög- un mótanna. Hin nýja efnasamsetning inniheld- ur um 80% alúmín og stál og um 20% af plastefni. Hún er mjög þétt, hefur gott hitaþol og þrýstiþol yfir 30.000 lbs á ferþuml. (13.600 kg). Hún skreppur hvorki né aflagast hið minnsta, meðan á hörðnun stendur, og eftir að hún hefur harðnað, breyt- ist hún ekki eða spillist. Venjulega er lítil sem engin þörf fyrir vélameðferð á eftir eða nokkurs konar lokayfir- ferð mótanna. Ur „Canadian Plastics", apríl 1959. — E.T.D. no. 4569. Merking pakka gerð auSveldari Stenslar, vélritaðir sem kalkipapp- írsafrit afgreiðsluskjala, eru losaðir greiðlega frá og notaðir til að þrýsta nafni og heimilisfangi á pakkana, sem verið er að senda út. Ný aðferð við merkingu pappa- kassa, böggla eða annarra sendinga, sem búnar eru til útskipunar, hefur mikinn sparnað í för með sér. Viðeigandi viðskiptaskjöl innifela stensil, sem nafn og heimilisfang er ritað á, og er það einn þáttur í frá- gangi venjulegra flutningapappíra vörunnar. Þegar skjölin eru aðskilin og kalkipappírsafritin greind frá, er stensillinn tekinn og látinn inn í ein- faldan haldara, sem síðan er notaður eins og gúmstimpill til að setja eins mörg merki og óskað er á pakkana. Sérhver stensill getur gefið nokkur þúsund merki, ef þörf krefur, og blek- fyllingin í haldaranum gefur allt að 5000 áprentanir, áður en fylla þarf á ný. Útbúnaðurinn er fundinn upp hjá Fan- fold Ltd., Bridport Road, London, N 18. — Úr „Packaging" (Englandi) júní 19bi. — E.T.D. no. 4751. Lofttæmilyftir fyrir gaffalvagna Sogtæki til lyftingar á hleðslu hef- ur nú verið komið fyrir á gaffalvögn- um og hreyfanlegum krönum. Útbún- aður þessi er samsettur af lofttæmi, sogurum og grind eða grindum, sem sogararnir hanga í. Þessi lyftiaðferð hefur allmikla kosti. Ekki er þörf fyrir kaðla eða keðjur, og hægt er að lyfta stykkjum beint upp úr umbúðum sínum. Brún- ir eða viðkvæmir fletir hleðsluvarn- ings eru ekki í neinni hættu fyrir skemmdum. Fyrirferðarmiklar og ill- meðfærilegar plötur — jafnvel úr viðkvæmu efni eins og gleri — eru ekki aðeins auðveldar í lyftingu og flutningi, heldur er hægt að hagræða þeim að vild og setja þær í hvaða stöðu eða stillingu sem óskað er, á þeim stað, þar sem á að setja þær upp. Hægt er að lyfta greiðlega og ör- ugglega sérhverju stykki varnings, ef það hefur aðeins sléttan. Ioftþéttan flöt, sem hægt er að koma sogtækjun- um að. IÐNAÐARMAL 45

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.