Iðnaðarmál - 01.03.1962, Side 24

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Side 24
I verksmiðjum og vörugeymslum, sem búnar eru hleðslusvæði, má auð- veldlega flytja vöruneiningarnar af svæðinu upp á vagnana með því að nota veltibrú (roller bridge ramp), er borið getur allt að 1360 kg. Hin pallaða vörueining er flutt, án þess að hróflað sé við innihaldi hennar, frá sendanda til viðtakanda. Framleiðandi er Sir W. G. Arm- strong Whitworth Aircraft Ltd., Huc- clecote, Gloucester, Bretlandi. Ur „Reed’s Marine Equipment News“, okt. 1960. — E.T.D. nr. 4218. Lyítitæki íyrir smábíla Nýtt lyftitæki, samþjappað og vel meðfærilegt, auðveldar mjög viðhald lítilla bifreiða. Þegar tækið er ekki í notkun, er það fellt saman, svo að hæð þess nemur aðeins fimm þuml- ungum. Því er stjórnað með vökva- þjöppu, sem komið er fyrir nálægt miðju og framkvæmir lóðrétta lyft- ingu með láréttri krafttengingu. Há- markslyfting er þrjú fet (91 J/j cm), en hægt er að tryggja örugga vinnu í hvaða hæð sem er, á þessu bili. Orkan er fengin frá rafmagns- hreyfli og kraftdælum, innbyggðum í málmkassa við annan enda tækisins, og það tekur aðeins 20 sek. að lyfta vagninum í hámarkshæð. i Nánari upplýsingar veitir: Mann Egerton & Co. Ltd., 5, Prince of Wales Road, Norwich, Bretlandi. Úr „Garage and Transport Equip- ment“, ágúst 1961. E.T.D. nr. 4750. RySvörn IMSÍ hafa borizt upplýsingar um nýja ryðvarnarmálningu, sem er sögð taka fram flestum öðrum ryðvarnar- efnum að styrkleika, bindingu. hita- þoli, efnaþoli (sýrur, salt o. s. frv.), vatnsþoli, veðrun, endingu o. s. frv. Þessi málmmálning er gerð úr tveimur efnablöndum, sem þarf að blanda saman fyrir notkun (burstun eða sprautun). Önnur blandan er kvoða, sem er samsett af málmdufti og herzluplasti (epoxy o. fl.), en hin er blanda af herzluefnum og upplausn- arvökva. Að sjálfsögðu þarf að hreinsa vel málmhlutina, áður en þessi málning er borin á, en gagnstætt því sem ger- ist um aðra málningu, má bera hana á vota málmhluti, jafnvel undir vatni. Þessi málning, sem nefnist „Metalife T.X.“, er dýr, kostar um kr. 100/kg fob. England. Tvær yfirferðir eru fullnægjandi, og þarf 1 kg á lþo nl2 yfirborð (2 yfirferðir). Vegna kostn- aðar yrði slík málning aðeins notuð, þar sem tæringar- eða ryðáhrif eru mjög mikil og vanalegar ryðvarnar- málningar duga ekki. Framleiðandinn er: Metalife Liquid Metals Ltd„ Harrogate, Yorkshire, Eng- landi. „Katodisk" vörn á skipsskrokkum Velheppnaðar tilraunir á katóðskri vörn (cathodic protection) á skips- skrokk hafa verið framkvæmdar á eins árs fresti síðan 1955 á litlu haf- skipi í eigu Mitsui Mining skipafé- lagsins í Japan. I hvert skipti var breytt um tegund og magn á zinki eða zinkblöndu-an- óðu til að finna mælikvarða við notk- unina. Reglubundnar mælingar voru framkvæmdar á spennunni í skips- skrokknum og anóðu-straumi zinks- ins. Arangurinn varð sem hér segir: 1. Zink-alúm-málmblendi-anóða, er innihélt 0,2—0,5 hundraðshluta af al- úmi sýndi mjög góðan árangur í sam- anburði við hreint zink, að því er varðar vörn skipsskrokksins. 2. Skipsskrokkurinn var traustlega varinn gegn tæringu, þegar spennu hans í kyrrstæðum sjó var haldið neðan við hina svonefndu varnar- spennu, -— 770 m V. miðað við gegn- vætta kvikasilfurs-elektróðu. 3. Magn zinkblöndu-anóðunnar, sem notað var (efnishlutfall zink-al- úmanóðu og skipsskrokks undir vatnsborði yfir 1/200), reyndist hæfilegt og fullnægjandi til að hindra tæringu í skipsskrokknum. Nánari upplýsingar eru fáanlegar frá Mitsui Mining skipafélaginu, Omuta, Japan. Ur „Corrosion Engineering" (Japan) no. 1, 1960. — E.T.D. no. 4033. Þessi snerill gegnir engu sérstöku hlutverki — við létum lxann bara þarna til þess að jikta við, þegar sjefjinn er á nœstu grösum.

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.