Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 6

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 6
FRÁ NORRÆNA BYGGINGARDEGINUM 1961 Dr. B. J. R A M B Ö L L pró/essor: BYGGINGAIÐNVÆÐINGIN Þar sem byggingaiðnvæðingin er nú á vegi stödd, gefur staða hennar ekki til kynna möguleika iðnvæðingari nnar. Ramböll prófessor hóf fyrirlestur sinn með því að fullyrða, að iðnvæð- ingin á byggingasviðinu sé óhjá- kvæmileg nauðsyn. Hið nýja spil er komið af stað, sagði hann, og það skynsamlegasta, sem hægt er að gera, er að viðurkenna spilið og fá það til að heppnast eins vel og hæfileikar vorir leyfa. Því að hvers vegna skyldi byggingastarfsemin ekki renna sömu slóð og öll önnur framleiðsla? Iðn- væðing sparar vinnuafl og tíma. Það myndi vera einstakt fyrirbrigði í sögu iðnaðarins, ef sívaxandi sjálfvirkni á byggingasviðinu hefði ekki sama á- rangur í för með sér. Iðnvæðing lækkar verðlag. Einnig í því efni myndi byggingaiðnaðurinn skera sig úr sem hrein undantekning í sögu iðnaðarins, ef raunin yrði gagnstæð. Enn fremur benti hann á öflug áhrif byggingamálanna á þj óðarbúskap- inn. Byggingastarfsemin er í ósam- ræmi við þróunina. Launahækkanir þær, er átt hafa sér stað í Danmörku, hafa þegar snert samkeppnishæfni vora. Auðvitað geta menn alið þá von í brjósti, að samsvarandi launahækk- anir verði leyfðar í öðrum löndum. Margir hafa dáðst að því, hvernig vandamálin voru tekin föstum tökum í Hollandi. Áhrifamiklar ráðstafanir voru nauðsynlegar til viðreisnar í landinu eftir eyðileggingu stríðsins. Meðal annars var komið á kaupbind- ingu, sem þó var slakað örlítið á öðru hverju. En jafnvel þótt ástandið í Hollandi í dag sé gjörbreytt frá því, sem áður var, halda menn þar enn sömu stefnu. Launahækkun er leyfð, þegar hægt er að sýna fram á, að hún hafi ekki hækkað verðlag í för með sér, heldur meiri framleiðslu. Árang- urinn hefur orðið meiri framleiðslu- aukning en hægt er að finna í nokkru norrænu landi. Samkeppnishæfni vor gagnvart öðrum löndum er því mikil- væg röksemd. Leiðin til hærri launa hlýtur að grundvallast á aukinni framleiðni, fullyrti Ramböll prófessor, og sú framleiðsluaukning fæst með iðnvæð- ingu. Þegar framleiðsla á mann/klst. vex, hverfa hugtökin svarti markaður og launaskrið, en lögmæt réttlætanleg launahækkun leysir þau af hólmi. Ekki er þó unnt að afnema hand- verkið með öllu. Viðhald bygginga- fjöldans krefst allmikils vinnufram- lags. Á tímum sem þessum, þegar skortur er á vinnuafli, er nokkur til- hneiging til vanefnda, þar sem við- haldsstörfin eru í litlum metum. En nýbyggingar á handverkssviðinu munu þó stöðugt sjá dagsins ljós. Menn verða þá að greiða fyrir óskir sínar á sarna hátt og þegar menn láta reisa myndastyttu í garðinum sínum eða gera einhverja aðra listræna skreytingu, sem menn vissulega óska ekki eftir, að unnin sé á færibandi. Tígulefnið, sem er grundvöllur hand- verksins, mun vafalaust verða innlim- að í iðnvædda byggingastarfsemi. En múrsteinninn mun einnig um langa framtíð setja svip sinn á byggingar einstaklinga. Jafnvel hinn harðsvír- aðasti iðnvæðingarsinni getur ekki neitað því, að múrsteinsflötur getur verið mjög fallegur. En ekki er allt byggingarhandverk jafneftirsóknarvert, sagði Ramböll prófessor, og því verður varla á móti mælt, að gæði handverksins fara hnignandi. Hinar gömlu og góðu handverkserfðavenjur hafa beðið skipbrot, þegar á heildina er litið, og það svo rækilega, að óskin um kjör- smíði veitir einmitt verksmiðjufram- leiddum byggingaeiningum af gæða- flokki yfirburðastöðu. Auðvitað er hægt, í ákveðnum til- fellum, að benda á byggingar, sem hafa á sér iðnvæðingarsvip og eru bæði lélegar að gerð og beinlínis ljót- ar. En misheppnaðar byggingar má finna á öllum tímum. „Nýju byggingaaðferðirnar eru dýrar,“ hafa menn einnig sagt. Jú, vissulega er hægt að finna dæmi þess, að iðnvæðingaraðferðir hafi ekki getað borið sig. I Hollandi hafa menn sætt sig við það um nokkurt tímabil, að óhefðbundnar byggingaaðferðir væru 10% dýrari en hinar venjulegu, þar sem mönnum var fullljóst, að það kostar mikið fé að umbreyta gömlum vegi, svo að hann hæfi umferð nýja tímans. . Samt sem áður er verðlag þeirra iðnvæddu bygginga, er bezt hafa heppnazt, svipað og hinna hefð- bundnu bygginga. En hlutfallið mun raskast á næstu árum, næstum því eins og um náttúrulögmál væri að ræða. Línurit hækkandi vinnulauna er miklu brattstígara en línurit véla- verðs. Rvksuga eða jafneinfaldur smíðisgripur og reiðhjól kosta í dag raunverulega hið sama og fyrir hálfri öld. Vinnulaun hafa margfaldazt á þessu tímabili — þau hafa ekki aðeins haldið lilut sínum fyrir gengislækk- uninni, heldur hafa þau raunverulega breytzt til hins betra, eins og kunnugt er. Það er í dag, sem glíman stendur í byggingamálum vorum. Bygginga- 32 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.