Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 18
TAFLA III — ANÓÐUYFIRBORÐ, MÁLNING 0. FL. Y jirborð Anóðun Aðferð Brennisteinssýra með rafstraum. Bjart yfirborð. Málmblönduefni geta litað húðina: Kísill (silicon) gefur gráan lit. Húðina má einnig lita með öðrum hætti. Þykkt húðarinnar skal velja eftir þörfum, venjulega frá 0,0001—0.003 þuml. Notkun Til skreytingar og til varnar tæringu. Hægt er að halda við hinu upphaflega útliti, jafnvel utanhúss, en litar- val takmarkað. Einnig notað til rafmagnseinangrunar og sem slithúð gegn núningi. Krómsýra með rafstraum. Ógagnsæ húð, venjulega 0.0001— 0.0004 þuml. Hægt að lita. Til inniskreytingar og varnar gegn sprungum. Plett Þarfnast sérstakrar tækni við undirbúning, sem aðeins tiltölulega fáir rafplettarar hafa reynslu til að fást við. Flestar aðferðirnar fela í sér kemíska eða „elektrólítiska" meðferð með zínki, sem fylgt er eftir með koparplettun, áður en húðunin, sem óskað er eftir, fer fram. Kemísk plettun möguleg með sumum málmum eins og Kanigen-nikkel. Hörð króm- eða kemísk nikkelhúð notuð til varnar gegn núningi. Takmörkuð notkun til skreytingar, þar sem ryðvörn er ekki mikilvægasta atriðið, og til raf- tenginga. Ætti ekki að nota á hluti, sem að staðaldri eru í raka eða gufu, svo sem í eldhúsi og baði. Má'að eða lakkað Hægt er að mála, „baka“ eða lakka alúm til að ná hinum venju- legu blæbrigðum af gljáandi og möttu yfirborði. Áður en málað er, ætti annaðhvort að beita kemískri meðhöndlun (ætingu eða skiptihúðun) eða grunnun (pretreatment primer) til að tryggja örugga viðloðun. Grunnefnið ætti að innihalda krómat. Máln- ingu, sem inniheldur kvikasilfur, kopar eða graphide, ætti ekki að nota. Blýmálningu skyldi ekki nota í klóríd-umhverfi. Lökk til útinotkunar er heppilegra að nota á anóðað alúm. Til skreytingar og varnar á stórum flötum. Ryðvarnar- eiginleikar grundvallarefnisins tryggja það, að langur tími getur liðið, áður en mála þarf á ný. Vitreous- gljá- brennsla Vitreous-gljábrennsla, laus við blýefni, er notuð í Bretlandi, og blýmenguð gljábrennsla er einnig notuð. Aðferðin takmarkast við hreint alúm og fáar tegundir melmis, einkum NS 3. Notuð í varanlega litarfleti á mælaborð o. fl. Plasthúð P V C, nælon, P T F E, polythene og önnur plastefni viðfest með dýfingu eða sprautun í skömmtum eða stöðugri vinnslu gefa létt- ar endingargóðar þynnur, sem hægt er að móta. Notað til skreytingar í litum, rafeinangrunar og varn- ar tæringu. Hvernig sigla skal fundi í strand! Framh. af 39. bls. er á hverju einasta málefni, hvort sem þú hefur kynnt þér það eða ekki. Hin- ir græða e. t. v. ekki svo mikið á því, en ef þú talar nógu hátt, munu þeir læra að skilja, að þú ert náungi, sem taka verður tillit til. Þegar allar þessar aðferðir hafa verið notaðar til hins ýtrasta, skaltu reyna eftirfarandi: Komdu undirbúinn til fundarins með einu lausnina, sem hugsanleg er. Eftir fyrstu 15 mínúturnar geturðu byrjað á því að líta stöðugt á klukk- una. Ef enginn tekur eftir þessu, skaltu stappa fæti eða pjakka með fingri eða blýanti í borðið. Hafðu meðferðis fyrirferðarmikla skýrslu (því fleiri töflur, þeim mun betra), er fjallar um allt mögulegt á þínu eigin starfsviði og sé skipt niður í kafla eins og: Sölu, flutningskostn- að, töfræðileg hlutföll o. s. frv. í hvert skipti, sem eitthvert þessara atriða er tekið til umræðu, lestu þá upp at- hugsemdir þínar úr skýrslunni. Ur „The Management Review“ júlí 1956. (Teikningar eftir A1 Ilormel). Pappírsstöðlun Framh. af 30. bls. Samvinnunefnd banka og sparisjóða, Sig. Orn Einarsson, Stjórnunarfélag Islands, Sverrir Júl- íusson, Verzlunarráð íslands, Helgi K. Hjálmsson, Vinnuveitendasamband Islands, Viggó E. Maack, Starfsmaður og ritari nefndarinnar: Þorsteinn Magnússon, Iðnaðar- málastofnun íslands. Á fundinum kom fram mikill og greinilegur áhugi á stöðlun pappírs hér á landi. Virtust allir sammála um það, að nefndin tæki að sér að vinna að slikri stöðlun, þar sem mikil þörf væri á því fyrir atvinnulíf okkar til sparnaðar tíma, efnis og erfiðis. All- ir þeir, sem fundinn sátu, virtust vera fúsir til starfs fyrir það málefni. Eftir því sem nokkrir nefndarmenn upplýstu, hefur eitthvað verið unnið að stöðlun pappírs hér áður. Hefur það bersýnilega einungis náð til ein- stakra stofnana eða fyrirtækja, en ekki til allrar heildarinnar. Þó ætti þetta að sýna, að menn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir nauðsyn þessa máls. Eins kom fram, að þar, sem að þessari stöðlun hefur verið unnið, hefur oftast verið stuðzt við þann staðal, sem algengastur er í ná- grannalöndum okkar og byggist á metrakerfinu (DIN 476, DS 910, NS 20 og SIS 73—16). Má því telja nokkurn veginn víst, að sá grundvöll- ur verði einnig hafður fyrir pappírs- staðli þeim, sem nefndin ætlar sér að vinna að. Þ. M. 44 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.