Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 6
I D \ .4 Ð U R í KAUPSTÖÐUM OG KAUPTÚNUM
*
Gagnasöfnun: DANÍEL SIGMUNDSSON
Grein: ÞÓRIR EINARSSON
Þeim greinaflokki, sem hér hefst,
er œllað það hlulverk að draga upp
mynd af iðnaðarþróuninni í kauptún-
um og kaupslöðum utan Reykjavíkur,
sýna fram á við hvaða aðstœður hún
hafi orðið, hvernig búið sé að iðnaði
á hverjum stað og hvers sé að vænta
um þróun iðnaðar á þessum stöðum
í nœstu framtíð.
Þess er vænzt, að greinaflokkurinn
geti haft hagnýtt gildi, bœði jyrir at-
vinnurekendur, með því að gefa til
kynna hvar aðstaða sé bezt fyrir á-
kveðna iðnaðarslarfsemi og hins veg-
ar fyrir ríkisvald og sveitafélög, með
því að auðvelda þeim að móta mark-
vissa stefnu til eflingar iðnaði utan
Reykjavíkur, á grundvelli heildaryfir-
lits yfir þróunarlíkur iðnaðarins í
heild og einstaka greina hans.
Skilningur manna á liugtakinu iðn-
aður er talsvert á reiki og er rétt að
gera sér í upphafi skýra grein fyrir
því, við hvað verður átt með iðnaði
í þessurn greinaflokki. Hagskýrslur
skilgreina iðnað sem „mekaniska og
kemiska umbreytingu ólífrœnna eða
lífrænna gœða í nýjar afurðir, hvort
sem verkið er unnið í vélum, knúðum
orku, eða í höndunum, og hvort sem
það er unnið á vinnustöðum eða
heimilum“. í þessari skilgreiningu er
vikið að ólíkum aðstæðum við iðn-
aðarframleiðslu og er nauðsynlegt að
skýra þœr nánar. Átt er við skipting-
una í heimilisiðnað, handiðnað og
verksmiðjuiðnað, en hver þessara
tegunda iðnaðar gerir einkennandi
kröfur til framleiðsluskilyrða, þ. e.
þeirra framleiðsluþátta, sem nota
þarf, og til markaðsskilyrða.
Þannig grundvallast heimilisiðnað-
ur aðaUega á ófaglœrðu en œfðu
vinnuafli, en litlum eða engum véla-
kosli. Fyrr á öldum var á þennan hátt
fullnœgt þörfum heimilanna eða
bœndabýla fyrir fæðu, fatnað og tré-
og járnsmíðahluti. Heimilisiðnaður
þekkist við tvenns konar markaðs-
skilyrði. Sé markaðssvœðið næsta ná-
grenni eða byggðarlag, kemur dreif-
ingin yfirleitt í hlut heimilisins, en
dreifingu fyrir stœrra markaðssvæði
annast alla jafna sérstakur dreifing-
araðili, sem jafnframt leggur heima-
fólki til hráefni og nauðsynleg tæki,
ef þeirra er þörf. Heimilisiðnaður
hérlendis er nú svo að segja eingöngu
þekktur í vefnaði og fatnaðargerð.
Til handiðnaðar þarf sérhœfðara
vinnuajl — stétt iðnaðarmanna, sem
beitir verkfœrakosti og nú á tímum
nokkrum vélakosti í mörgum grein-
um. Greint er á milli framleiðslu-
handiðnaðar eins og nýsmíða í tré-
smíði og járnsmíði, viðgerðarhand-
iðnaðar eins og skósmíða, úrsmíða,
bílaviðgerða, og þjónustuhandiðnað-
ar eins og hárgreiðslu og hárskurðar.
(Stundum er talað um þjónustuiðnað
í víðari skilningi og er þá átt við
handiðnað yfirleitt. Þessi notkun hug-
taksins er nokkuð villandi. Hins veg-
ar mœtti greina á milli handiðnaðar
fyrir heimili og fyrirlœki). Oft kem-
ur fyrir, að innan eins handiðnaðar-
fyrirtœkis sé stundaður bœði fram-
leiðslu- og viðgerðarhandiðnaður (t.
d. nýsmíði og viðgerðir í trésmíði og
járnsmíði).
Verksmiðjuiðnaður, öðru nafni
iðja, er afsprengi iðnbyltingarinnar
og tœkniframfara. Aðaláherzlan er
lögð á vélanotkun, og framleiðslu-
fjármunir eru því aðaluppistaðan, en
vinnuafl að miklu leyti ófaglœrt.
Framleitt er mikið magn af sömu
vörunni og verður því markaðssvœði
Daniel Sigmundsson, formadur
Iðnaðarmannafélags Isfirðinga.
að vera stórl. Fyrir tilstilli tæknijram-
fara hafa margar greinar framleiðslu-
iðnaðar s. s. skósmíði tekið á sig
mynd verksmiðjuiðnaðar, en í stað-
inn hefur verksmiðjuiðnaðurinn líka
örvað til myndunar viðgerðarhand-
iðnaðar.
Aðalmunurinn á verksmiðjuiðnaði
annars vegar og heimilis- og hand-
iðnaði hins vegar liggur í álirifum
fjármunakostnaðarins, hárra afskrifta
og vaxta, sem til falla á hverju ári.
Ef verksmiðjuiðnaður á að bera sig,
má jramleiðslan ekki vera mjög
sveiflukennd (t. d. vegna liráefnis-
öflunar eða markaðsaðstœðna) held-
ur sem jöfnust og stöðugust og við
sem mesta nýtingu framleiðslufjár-
munanna. Heimilisiðnaður og liand-
iðnaður geta hins vegar verið arð-
hœrir, þótt verulegar sveiflur verði í
framleiðslu, ef ekki þarf að greiða
vinnulaun á meðan minna eða ekk-
ert er framleitt, en þau eru þar aðal-
kostnaðarliðurinn.
Verksmiðjuiðnaður á Islandi er
alla jafna vegna hins takmarkaða
innanlandsmarkaðar smár í sniðum.
Helztu undantekningar eru Sements-
verksmiðjan, Aburðarverksmiðjan og
fiskið naðarfyri rtœki.
40
IÐNAÐARMÁL