Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 18

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 18
Vantrú mannsins d breytingum hefur alltaf verið mikil. Sjálfsagður undanfari og samfari vélvæðingarinnar og sj álfvirkninnar er vinnuhagræðing og vinnurann- sóknir, sem nú, eftir meir en tuttugu ára almenna hagnýta notkun, eru enn í fullu gildi og farið er lítillega að nota hér á landi. Enn er eitt ótalið, sem þó er einna mikilvægast í þessu sambandi, en það er hugsunarháttur stjórnenda og launþega. Mest er undir því komið, að ekki skapist vantrú á því, sem koma skal, og án rétts skilnings áður- nefndra aðila nær vélvæðingin ekki takmarki sínu. Sjálfvirknin, sem í raun og veru er sterkasta vopn launþegans í barátt- unni til velmegunar, hefur því oft orðið í hans augum tákn keppinaut- arins og óvinarins, sem hann í vantrú sinni berst gegn. Maðurinn er reynd- ar þannig gerður, að hann á erfitt með að breyta út af fyrri hugmynd- um, en nú er svo komið, að breyting- ar í einu og öðru eru orðnar eðlilegt fyrirbrigði og er hverjum og einum skylt að viðurkenna það fyrir sjálf- um sér. 3. Hvernig á að vélvæða? Aður en framleiðandi byrjar að hugsa um aukna vélvæðingu eða sjálfvirkni ákveðinnar framleiðslu, er nauðsynlegt að staðla og einfalda af- urðirnar, eins og kostur er á, og gera sér lj ósa grein fyrir heppilegustu nið- urröðun hinna mismunandi fram- leiðsluþátta, sem til greina koma. Þegar um háþróaða sjálfvirkni er að ræða, verður afurðin að mestu eða öllu leyti að aðlagast framleiðslunni. Vélvæðing og hagræðing fram- leiðslunnar er framkvæmd að mestu leyti eftir skynsemi og hugviti hvers og eins, eftir að nægileg þekking hef- ur fengizt um fáanleg og nýtanleg hjálpargögn (tæki, útbúnað). 3.1 Hér á eftir skal sýna nokkur dæmi um raunhæfa vélvæðingu smá- raðframleiðanda járnvinnsluiðnaðar- ins: Gengjuvél með gengiuhaus og hring- matarborði1 Gengjun tveggja gata í loki. Gengjuvél með gengjuhaus fyrir tvo tappa og loftknúið hringmatar- borð. Niðurmötun gengjuvélarinnar er loftknúin, þar til gengj utappinn hefur „gripið“. Við tilætlaða gengju- dýpt breytist snúningsátt mótorsins, og tappinn gengjast upp, en mótvægi dregur síðan vélina upp frá borðinu. 1 Nafnorðið gengja merkir hér skrúfu- gangur, og sögnin að gengja að gera skrúfugang. Einn mann þarf til að raða verk- efnunum á hringborðið, en auðveit er að koma við algjörri sjálfvirkni með litlum aukatilkostnaði. Vélvæði- fjárfesting í þessu tilviki er um 25 þús. krónur. Rennibekkur með Ioftvökvamötun Ydding öxuls. Rennibekkur (revolver) með ásett- um loftvökvastrokk fyrir þvermötun rennistálsins. Oxlinum er stungið inn í kjafann (chuck) aftan frá og hann hraðspenntur fastur. Armurinn, sem stjórnar festingunni, ræsir mötun rennistálsins, sem að afloknu verki snýr til baka í byrjunarstöðu. Vél- væðifjárfesting um 4 þús. kr. we.rkc.fr) / J 52 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.