Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 20
.1.3 Að hafa ekki á hlutnum ó- nauðsynlega flókið (óreglu- bundið) form, sem ekki hefur gildi vegna notkunar. .1.4 Að sleppa öllum þarflausum yfirborðsfínleika. Einnig getur verið mjög mikil- vægt, að framleiðandinn hugleiði eft- irfarandi spurningar, þegar um er að ræða að meta kostnað og gildi ein- stakra þátta framleiðslunnar eða ein- stakra hluta samsettra afurða: .2.1 Er um að ræða aukningu verðgildis hinnar fullunnu af- urðar? .2.2 Er kostnaðurinn í samræmi við notagildi? .2.3 Er núverandi útlit eða aðferð nauðsynleg? Getur eitthvað annað komið í staðinn? .2.4 Er nokkuð til, sem er betra? .2.5 Er hægt að notast við eitt- hvað annað, sem er ódýrara? .2.6 Er hægt að nota staðlaða ein- ingu eða einingar í stað ó- staðlaðra? .2.7 Er útbúnaður og verkfæri hin réttu, miðað við framleiðslu- magn? .2.8 Er summan af hráefnakostn- aði, hæfilegum vinnulaunum, föstum kostnaði og gróða í samræmi við það verð, sem er samkeppnisfært? .2.9 Er um að ræða annan fram- leiðanda, sem getur framleitt það sama fyrir lægra verð? .2.10 Er sams konar vara annars staðar boðin fyrir lægra verð? 3.3 Heppilegt er að athuga mjög vel möguleikann á að samræma þætti framleiðslunnar og færa hinar mis- munandi vinnslustöðvar eins nálægt hverri annarri og unnt er. Við það minnkar flutningskostnaður og gólf- rými sparast. Haja verður hugfast, að vœntan- legur viðskiptavinur hefur ekki í huga að greiða fyrir þann kostnað framleiðslunnar, sem ekki eykur verðgildi afurðanna. Hver flutningsmetri (jafnvel flutn- ingssentimetri) og hver fermetri hús- rýmis eykur verð vörunnar án þess að auka verðgildi hennar. Sama er að segja um hverja mínútu (jafnvel sekúndu), sem notuð er fyrir ónauð- synlegar handahreyfingar, fótahreyf- ingar og hugsunartíma hins mann- lega vinnuafls. Heppilegt er fyrir hin minni iðn- fyrirtæki að nota þrýstilofts-, þrýsti- vökva- og rafseguleiningar til hægð- arauka við flutning og hreyfingar, og minnka þannig beina handavinnu, en oft verður þá skrefið stutt og aug- ljóst til sjálfvirkninnar að meira eða minna leyti. Sj álfvirk mæli- og stj órn- tæki eru þó oft ein hagkvæmasta fjár- festing vélvæðingarinnar. Hinn stutti hálfsjálfvirki rennibekkur full- nægir meir en 75% af þörfum iðnaSarins og er oftast til muna arðbœrari fjárfesting í nútíma iðnaði, en liin venjutega alþekkta gerð. Notkun þrýstilofts í iðnaði miðar að mestu leyti að því að koma í stað mannlegs vinnuafls, sem kostar um 40 kr/kwh, en þrýstiloftið kostar aðeins 10 kr/kwh, og rafmagnsork- an minna en 1 kr/kwh, svo það borgar sig sannarlega að leggja nið- ur mikla vinnu við að fá fram not- hæfar og endingargóðar rafmagns- þrýstiloftseiningar, svo eitthvað sé nefnt, til hagræðingar í iðnaði okkar. 4. Þegar ljóst er orðið, að aukin vélvæðing verði að eiga sér stað til að auka samkeppnismátt afurðanna og standast álag ríkjandi efnahags- kerfis, er aðalvandinn fólginn í því að velja og hafna. Vélvæðikerfunum eða sjálfvirkni- kerfunum má skipta í fjóra aðal- flokka: 1. Vélrænt (mekaniskt) kerfi 2. Þrýstilofts (pneumatiskt) kerfi 3. Þrýstivökva (hydrauliskt) kerfi 4. Rafmagns (elektriskt) kerfi. I töflu I er kerfum þessum raðað niður eftir verksviði og eiginleikum, sem í blokkskema má sýna á eftir- farandi hátt: ♦ upplý singaberi "proqram" I " f uppl.meðhöndlun uppl.úrvinnsla H verkf ramkvæmd aflgjafi m * II III -EÐ~ i n in I fimmta dálki töflunnar er tekið til skilgreiningar það, sem nefnt hef- ur verið Númeriskt stjórnkerfi, sem er mjög fullkomið sjálfvirknikerfi, samsett á vissan hátt úr hinum fjór- um aðalflokkum. En það gefur oftast bezta raun (og er oft það eina fram- kvæmanlega) að velja blandað kerfi, tveggja eða fleiri aðalflokka, samsett eftir kröfum og aðstæðum hvers ein- staks tilfellis. Hér skal því reynt að gefa smá- vægilega myndlýsingu á grundvallar- atriðum hvers kerfis fyrir sig. 54 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.