Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 23

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 23
Þrýstiloftið knýr hér kólfinn í báð- ar áttir allt eftir stöðu ventilsins. Hraðastilling er gerð með skrúfun- um við 3 og 5. Eftirfarandi dæmi sýnir einfalt raðstýrt hreyfimynstur: ci l_l Hleðslueiningu skal flytja frá stað I til staðar III. Tengimyndin getur þá litið út sem sýnt er á mynd. Ventill V3 setur rásina af stað frá stöðu I, annaðhvort með handahreyf- ingu eða sjálfvirkt vegna þunga hleðslunnar. Kólfur C1 hreyfist þá upp á við og í endastöðu (II), þrýst- ir á ventil V6, sem ræsir C2. Kólfur C2 þrýstir í endastöðu (III) á ventil V4, sem breytir loftstreyminu til Cl, sem þá fer niður aftur í stöðu I, en í þeirri stöðu þrýstir á V5, sem flytur kólfinn C2 til baka. í stuttu máli má fullyrða,aðþrýsti- loftstækni þessi sé komin á það hátt stig, að sá vandi (viðvíkjandi hreyf- ingum og stjórn þeirra) sé torfund- inn, sem ekki er tæknilega hægt að leysa á þennan hátt, þó að í e. t. v. flestum tilfellum geti verið heppilegra að nota „blandað kerfi“: T. d. raf- magnsstýrt loftkerfi með þrýstivökva- hemlum. Lagnir milli ventla og strokka eru venjulega þunn eir- rör eða mjúkar plastslöngur. Táknmynd þessi sýnir tengingu, sem veldur stöðugri hreyfingu fram og til baka. Hér er notaður rafmagnsstýrður minnisventill, sem tekur ákveðna stöðu eftir rafhrifum og heldur þeirri stöðu, þar til gagnstæð rafhrif eiga sér stað. Loftknúin „skrúfustykki“ og þving- ur eru mjög fljótvirk og örugg tæki, sem gera má úr „gömlu“ tækjunum. Litla venjulega bekkjarpressu má gera þægilegri og fljótvirkari til muna með hinum snilldarlega út- færðu þrýstidósum. Á flestar bor- og gengjuvélar má setja þar til gerða þrýstiloftsstrokka (C) fyrir niðurmötunina til hagræð- is og flýtis. Rúllubrautir, sem færa sér í nyt þyngdarlögmálið, er ekki hægt að gera óendanlega langar vegna hæðar- mismunar, sem alltaf þarf að vera. En hægt er að skipta brautinni í hluta með þrepum á milli og sjálf- virkum þrýstiloftsútbúnaði, sem lyft- ir vörueiningunum upp á næsta þrep. Loftknúin tæki og verkfæri ryðja sér æ meira til rúms. Helztu kostir IÐNAÐARMÁL 57

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.