Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 28
einhverjar yrðu, átti að verja til auk-
innar fræðslu- og kynningarstarf-
semi. Strax í byrjun varð 100%
nýtni á sýningarsvæðinu og hefur
verið síðan. A þessum fimm árum
hefur verðlag hækkað mikið, en tekj-
ur Byggingaþjónustunnar hafa verið
þær sömu. Stjórn Byggingaþjónust-
unnar reiknar með að verða að hækka
básaleiguna á þessu ári til þess að
geta rnætt þessum verðhækkunum.
Árið 1962 voru í fyrsta skipti lögð
opinber gjöld á Byggingaþjónustuna,
og hefur það valdið töluverðum fj ár-
hagserfiðleikum hjá félaginu. Arki-
tektafélagið hefur sótt um niðurfell-
ingu á þeim til borgarráðs Reykja-
víkur og fjármálaráðuneytisins.
Borgarráð Reykjavíkur sýndi starf-
semi Byggingaþjónustunnar þann vel-
vilja og stuðning að fella niður álög-
ur fyrir sitt leyti, og er þess vænzt,
að fjármálaráðuneytið sjái sér fært
að gera slíkt hið sama.
Aðsókn að stofnuninni hefur alla
tíð verið mjög góð. Meirihluti þeirra,
sem heimsækja Byggingaþjónustuna,
standa í byggingaframkvæmdum,
Úr sýningarsal Byggingaþjónustunnar.
dþjujuvmn
S SmcB
mssm jgg i
IIRIIIRIR I ||
il
aðrir eru að leita eftir upplýsingum
um byggingarefni eða ráðleggingum
í sambandi við viðhald eða breyting-
ar á eldri húsakynnum. Það er sér-
staklega áberandi, hve fólk utan af
landi notfærir sér vel þessa þjónustu.
Sýningardeildir eru 60 að tölu, og
eru um 64 fyrirtæki, sem standa að
þeim. Mjög fjölbreytilegt sýnishorna-
Umsögn Arnar Valdimarssonar
iramkvæmdastjóra
Frá sjónarmiði seljanda er hag-
kvœmnin a) Byggingaþjónustu A 1
jólgin í því, að fá tœkijœri til að sýna
jleiri húsbyggjendum vöru sína held-
ur en verða mundi, ef þeir þyrftu að
jara til hvers seljanda til samanburð-
ar. Mœtti þá búast við, að margir
mundu heltast úr lestinni og fengju
ekki tœkifœri til þess að bera saman
allar þœr vörutegundir, sem á boð-
stólum eru, verð þeirra og gœði. Eg
lief leigt hjá Byggingaþjónustunni frá
áramótum, og ég tel það frekar kost,
að flestir aðrir seljendur á sömu
vörutegundum og ég hef á boðstólum,
sýna einnig hjá Byggingaþjónustunni,
svo að samanburðurinn fyrir hús-
byggjendur œtti að vera auðveldari.
Þar að auki gefst ágœtt tœkifœri til
þess að kynna nýjungar í byggingar-
ejnum jljótt og vel með því að stilla
þeim til sýnis á þessum stað.
safn byggingarefna er í deildunum.
Er þar meðal annars sýnd stein-
steypa, timbur, raflagnaefni, einangr-
unarefni, gler, málning, hurðir, þak-
efni, járnvörur, hreinlætistæki og
heimilistæki, svo að eitthvað sé nefnt.
Stofnunin er áskrifandi að nokkr-
um erlendum og innlendum tímarit-
um, og hefur hún aflað sér bóka og
sérprentana um ýmis tæknileg mál,
er varða byggingariðnað. Þessi rit
hafa legið frammi almenningi til af-
lestrar, en auglýsingabæklingar frá
fyrirtækjunum eru afhentir ókeypis.
Skortur á rannsóknum hér á landi
á sviði byggingariðnaðarins er til-
finnanlegur og veldur miklum erfið-
leikum við upplýsingastarfsemi Bygg-
ingaþjónustunnar. Margar fyrir-
spurnir berast til stofnunarinnar um
ýmis tæknileg vandamál, sem auðvelt
væri að leysa úr, ef niðurstöður rann-
sókna lægju fyrir.
Byggingaþjónustan hefur haft milli-
göngu um tilboð, þegar þess hefur
verið óskað, og hefur hún þá snúið
sér til þeirra aðila, sem hafa viðkom-
andi vörutegund á boðstólum.
Stofnuð hafa verið alþjóðasamtök
byggingaþjónusta, U. I.C.B., skamm-
stafað úr Union Internationale des
Centres du Batiment, en á ensku heita
þau Interriational Union of Building
Centres. Samtök þessi voru stofnuð í
þeim tilgangi að samræma starfsað-
ferðir og vinna að sameiginlegum
62
IÐNAÐARMAL