Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 31

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 31
Mesti vinnsluhraði er breytilegur frá vél til vélar, en sem hámarki má reikna með að við vinnslu í harð- málm séu afköstin 1 sm3/mín.Neista- gapið verður þá 0,2 mm og yfirborðs- fínleiki hins unna flatar 10 /im (mík- rometri). Stilli maður á fínvinnslu, breytast ofangreind tölugildi í 0,75 mm3/mín. 0,01 mm og 1 /j.m. Afköst- in á wolframkarbít eru ca 30% minni. Eir er aðallega notaður í skautið (verkfærið), nema ef gera þarf smá- göt, þá er notaður wolfram- eða irid- iumþráður. Minnsta gat, sem með góðu móti er hægt að gera þannig í harðmálm, hefur þvermálið 0,12 mm, og er þá notaður þráður (í skautið) með þvermálið 0,1 mm. Sem torleiðivökva er notazt við parafínolíu, steinolíu eða aðra álíka „míneraI“-olíu. Vélar Mynd 5. Ensk vél (sparcatron). Mynd 6. Tæki sett á gamlan rennibekk til vinnslu á öxlum. Mynd 7. Stansdýna úr hertu stáli ásamt tilheyrandi skauti (sjá má slitið á endum skautsins). Vinnslutím- inn var hér 10 klst. Mynd 8. Pressumót fyrir súrgas-ventil (annar helmingurinn) úr hertu stáli ásamt skauti. Vinnslutfmi 12,1 klst. með 80% sjálfvirkni, en 2,2 klst. fóru í að gera skautið. Samsvarandi tími fyrir áðumot- aða aðferð er 17 klst. án sjálf- virkni. Mynd 9. Pressumót í hertu stáli til fram- leiðslu á kaffiskeiðum með til- heyrandi skafti úr eir. (Götin 4, sem sjást á skautinu, eru fyrir torleiðivökvann að komast á milli skauts og smfðaefnis). Stjórnunarfélag íslands ... Framh. af 38. bls. skipulegra horf en verið hefur. Hitt var sýningin „Skrifstofutækni“. Bæði stöðlunin og sú vélvæðing og sjálf- virkni, sem fram kom á sýningunni, hafa þann tilgang að verða til aukins hagræðis og sparnaðar í hinum um- fangsmiklu og ört vaxandi skrifstofu- störfum í nútíma þjóðfélagi. Af efni því, sem tekið var fyrir á námskeiðinu, mætti m. a. nefna: Þró- un eyðublaða, útgjöld og kostnaður vegna þeirra. Gerð var grein fyrir mælikerfum, efni, letri, setningu og tækjum við prentverk. Þá var skýrð þróun og gildi pappírsstaðla. Tekin voru til meðferðar kerfi og stöðlun í nútíma eyðublaðatækni og þátttak- endum falið að leysa verkefni, t. d. að teikna eyðublöð og ganga frá hand- riti og próförk. Rædd var skipulagn- ing eyðublaðaþjónustu sem sérhæft starfssvið og kröfur, sem til þess eru gerðar. Einnig var tekin fyrir skrán- ing eyðublaða og varzla, kerfisbund- in (stöðluð) uppsetning á vélrituðu efni o. fl. Ymis gögn til leiðbeiningar og hjálpar við gerð eyðublaða voru af- hent þátttakendum. Leiðbeinendur og kennarar voru Sverrir Júlíusson rekstrarhagfræðing- ur, er skipulagði námskeiðið, og Haf- steinn Guðmundsson prentsmiðju- stjóri. Námskeiðið var til húsa í Iðnaðar- málastofnun íslands. Þátttaka var takmörkuð við 28, og komust færri að en vildu. Almennir félagsfundir Á starfsárinu voru haldnir fjórir almennir félagsfundir, sem til var boðað með fundarboði. Umbœtur í opinberum rekstri Laugardaginn 23. nóvember s.l. var haldinn almennur félagsfundur að Hótel Sögu, þar sem Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, flutti er- indi, er nefndist: Umbætur í opinber- um rekstri. Á fundinum komu fram óskir til IÐNAÐARMÁL 65

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.