Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 38
NYTSAMAR
Alþjóðleg matvælaskrá
Codex Alímentarius
Allar menningarþjóðir setja hjá
sér reglur um framieiðslu og með-
ferð matvæla, sem borin eru fram til
neyzlu, höfð til sölu í verzlunum eða
flutt út til annarra landa. Þessar regl-
ur eru oft talsvert ólíkar í hinum
ýmsu löndum og sumstaðar svo ófull-
komnar, að heilbrigðislegt öryggi er
ekki talið nægilega tryggt. Af þessu
leiðir oft erfiðleika í milliríkjavið-
skiptum, þannig að markaðir verða
ekki nýttir, vegna ósamræmis í mat-
vælareglugerðum viðkomandi landa.
Þegar þannig er ástatt, reyna þjóðir,
sem mikil viðskipti hafa hver við
aðra, að samræma matvælareglu-
gerðir sínar. Setja þær þá gjarnan
hjá sér sams konar reglur um fram-
leiðsluhætti og koma sér jafnvel sam-
an um vörustaðla. Með vaxandi við-
skiptum þjóða á milli verður þörfin
fyrir þannig lagaða samræmingu
stöðugt meiri, svo að viðfangsefni
þetta hefur verið tekið upp á alþjóða-
vettvangi.
Þegar árið 1955 hófu FAO og
WHO að vinna að samræmingu á-
kvæða meðlimalandanna um rotvarn-
arefni og litarefni, sem sett eru í
matvæli, og hafa verið haldnir marg-
ir fundir um það mál. Árið 1958
setti FAO upp nefnd til að semja
reglur um framleiðsluhætti á mjólk
og mjólkurafurðum. Enn fremurbyrj-
aði OECD árið 1961 að vinna að
samræmingu á heilbrigðisreglum
varðandi fisk og fiskafurðir. Árið
1961 tók FAO þá ákvörðun að vinna
að því ásamt WHO að koma á al-
þjóðlegum stöðlum á matvælum.
Hófst þessi starfsemi síðan með sam-
eiginlegum fundi FAO og WHO í
Genf 1.—5. október 1962. Var þar
skipuð sérstök matvælaskrárnefnd
(Codex Alimentarius Kommission),
sem hélt sinn fyrsta fund í Róm 25.
júní til 3. júlí 1963. Voru þar settar
upp margar sérfræðinganefndir, sem
eiga að gera tillögur um alþjóðlega
staðla, hver á sínu sviði. Á þessum
fundi var einnig lagt til, að FAO og
WHO skyldu kalla saman fund sér-
fræðinga til þess að ræða um alþjóð-
lega staðla fyrir fisk og fiskafurðir.
Þessi fundur var haldinn í Róm 18.
—20. febrúar 1964.
Á fundinum í Róm í febrúar s.l.
mættu sérfræðingar frá Bandarikjun-
um, Bretlandi, Danmörku, Hollandi,
íslandi, Ítalíu, Japan, Kanada, Nor-
egi, Póllandi, Portúgal og Vestur-
Þýzkalandi, einn frá hverju landi, og
auk þess áheyrnarfulltrúar frá Frakk-
landi, Póllandi, OECD og EEC. Und-
irbúningur fundarins, umsjón með
honum og öll skýrslugerð varðandi
störf fundarins var í höndum Dr. R.
Kreuzer og starfsliðs hans í fiskiðn-
aðardeild FAO.
Fundarmönnum var það ljóst, að
stöðlun á öllum fiski og fiskafurðum
á mjög langt í land, og því aðeins
unnt að byrja á nokkrum völdum
vörutegundum. Við val á þeim bæri
að líta á eftirfarandi atriði sem skil-
yrði þess, að varan sé látin ganga
fyrir til stöðlunar:
a) að varan sé veigamikil í milli-
ríkjaviðskiptum.
b) að varan skipti máli fyrir mörg
lönd.
c) að vöntun á stöðlun vörunnar
hafi valdið erfiðleikum.
d) að hráefnin til framleiðslu vör-
unnar séu ekki mjög ólík.
e) að stöðlun vörunnar sé ekki
Framh. ai 71. bls.
greind) eru undir 0.1 g á 24 klst. á
hverjum hinna ofangreindu málma.
Vökva þennan má nota á venjuleg
kælitæki, án þess að nokkurra breyt-
inga sé þörf, og er hann nú kominn á
markaðinn.
Vökvinn var fundinn af Miklós
Szegö, Milk Industries Central La-
boratory, Ungverjalandi.
Ur „Hungarian Exporter" nr. 5, 1963. —
I.T.D. nr. 1189.
Mælir fyrir magnrennsli
í pípuleiöslum
Þetta mælitæki, sem hefur ná-
kvæmni innan við 0,5%, er ætlað til
mælinga á vökvamagni, er streymir
um pípur. Það getur mælt allar teg-
undir af efnafræðilega tregum olíum,
sem notaðar eru í efna-iðnaði og
vinnslu úr hráolíuefnum. Það getur
mælt fljótandi efni með all-háu hita-
stigi.
Meginatriði tækisins (sem nefnist
Momoval) eru sýnd á mynd 1. Það
er samsett af tveimur „hj ólum“ í egg-
laga þverstykki. Streymandi vökvinn
setur hjólin á hreyfingu, þegar hann
leggur leið sína á milli þeirra og
strokkmyndaðra veggjanna í hólfinu,
þar sem hjólin eru við útstreymis-
opið. Snúningshraði hjólanna er í
beinu hlutfalli við afgreiðsluhraða
vökvans.
Tækið er í járnhylki (mynd 2),
sem er boltað við pípuna gegnum
staðlaðan kraga. Mælihólfið (2) er
gert úr kopar, og hreyfing egglaga
hjólanna (3) er send áfram gegnum
segultengingu (4,5) til hraðaminnk-
andi gangskiptibúnaðar, er síðan
verkar á fimm-tölustafa hjólteljara
(9). Til að gera talninguna sem ná-
kvæmasta eru aðeins fyrstu fimm
tölustafirnir yfir hið afgreidda magn
Mynd 1
72
IÐNAÐARMÁL