Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 39

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 39
NÝJUNGAR lesnir á teljaranum, en síðasta talan er lesin eftir stöðu vísisins (8) á skífunni (7). Notkun segultengingarinnar milli hjólanna og mælibúnaðarins gerir unnt að hafa koparmælihólfið algj ör- lega lokað og útilokar þannig algjör- lega alla snertingu milli vökva og teljarabúnaðar. Nánari upplýsingar veitir: Hung- arian Chamber of Commerce, P. 0. Box 106, Budapest 62, Ungverjalandi. Ur „Hungarian Exporter“, nr. 3, nóv. 1963. — I. T. D. nr. 1455. Lóðrétt færiband lyftir alls- konar pökkum Þetta lóðrétta færiband Iyftir upp pökkum, kössum og pokum af ýmsum mismunandi stærðum og gerðum. Höfuðeinkenni þess er í því fólgið, að tvö samfelld belti hreyfast í sömu átt og er pökkunum „stungið í vas- ann“ á milli beltanna. U-löguð veltikefli beltanna eru ekki í beinni línu, heldur sitt á hvað, og móta grunnar dældir í hvort belti, þegar þau fara yfir keflin. Brúnum beltanna á uppleið er stöðugt þrýst saman, og vegna teygjanleika belt- anna myndast þjálir vasar, þar sem nægum þrýstingi er beitt á pakkann til að flytja hann viðstöðulaust alla leið upp. Myndast þannig krákustígs- flutningalína (zig-zag). Framh. á 74. bls. tæknilega vandkvæðum bundin í framkvæmd. Með tilliti til þessara atriða var samin eftirfarandi skrá yfir fiskaf- urðir, sem komið gætu til greina til alþjóðlegrar stöðlunar í náinni fram- tíð. a) Niðursuðuvörur. Síld og sardína í tómatsósu. Síld og sardína í olíu. Túnfiskur og makríll í eigin soði eða olíu. Kyrrahafslax. Krabbadýr. b) Frystar vörur. Túnfiskur og síld sem hráefni til frekari vinnslu. Flök af þorski, ýsu og karfa. Kyrrahafslax. Krabbadýr. c) Saltaðar vörur. Síld. Þorskur. Ekki er með þessu átt við, að sk.il- yrðislaust skuli stefnt að því að sam- þykkja vörustaðla, heldur má í mörg- um tilfellum láta sér nægja að setja reglur um framleiðsluhætti (code of practice), eins og gert var um mjólk og mjólkurvörur. A fundinum var því gengið frá formi að reglugerð um framleiðsluhætti á fiski og fiskafurð- um. Meginþættirnir í reglugerðinni eru þessir: I. Meðferð hráefnis. 1. Kröfur varðandi ferskan fisk og fiskafurðir. a) Meðferð um borð. b) Meðferð í landi. 2. Kröfur varðandi vinnslustöðv- ar og tæki. II. Framleiðsluaðferðir. 1. Frysting. 2. Niðursuða. 3. Söltun. III. Gœðaeftirlit. IV. Vörustaðlar. 1. Samsetning og merking. 2. Framkvæmd eftirlits. Litið var svo á, að Fiskiðnaðardeild FAO beri að hafa með höndum fram- kvæmdir við nánari samningu vænt- anlegra reglugerða um framleiðslu- hætti, auk þess sem leita ætti til ein- stakra landa og alþj óðastofnana um aðstoð í vissum greinum. Af slíkum greinum voru tilnefndar: a) Fúkalyf og önnur rotvarnarefni til notkunar í ís. Til aðstoðar: Cod. Al. sérfræðinganefnd varð- andi viðbótarefni í matvæli (food additives) undir forsæti Hollands. b) Kröfur varðandi vinnslustöðvar og tæki. Til aðstoðar: Cod. Al. sérfræðinganefnd varðandi mat- vælaheilsufræði (food hygiene) undir forsæti Bandarikjanna. c) Frysting og geymsla á frystum vörum. Til aðstoðar: I I R og OECD. d) Niðursuða. Til aðstoðar: OE C D. e) Önnur fiskverkun. Söltun. Til aðstoðar: Island. Reyking. Til aðstoðar: Holland. Marínerun. Til aðstoðar: Vestur- Þýzkaland. Á fundinum var einnig gengið frá formi að staðli fyrir fiskafurðir, en einstökum Iöndum og stofnunum síð- an falið að gera frumdrög að ákveðn- um stöðlum. Tilnefndir staðlar voru þessir (í svigum „höfundar“ að frutn- drögum): Niðursoðin síld og sardína (0 E C D). Niðursoðinn túnfiskur (Japan og Perú). Niðursoðinn makríll (Portúgal). Niðursoðinn Kyrrahafslax íKan- ada). Niðursoðin krabbadýr (Japan, Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland). Frystur túnfiskur (Japan). Fryst síld (Noregur). Fryst flök af þorski, ýsu og karfa (Bretland). Frystur Kyrrahafslax (Kanada). Fryst krabbadýr (Frakkland). IÐNAÐARMÁL 73

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.