Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 5

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 5
/ *\ 'Gfpti Mat á iðnaðarvörum ........... 66 Notfærum okkur fordæmið .... 67 Hverfissteypa termóplasts..... 68 Frá Rannsóknastofnun bygg- ingaiiðnaðarir.s ............ 72 Tæknibókasafn IMSI — Nýjar bækur ....................... 74 Viðarhúsgögn á undanbaldi? .. 75 Fróðleikskorn ................ 76 Fatakaupstefna Fél. ísl. iðnrek- er.da haustið 1970 .......... 77 Hvernig gera má verkfræðir.g að stjórnanda .................. 81 Nytsamar nýjungar............. 88 Ný staðlafrumvörp............. 91 Forsíða: Tækr.ibókasafn IMSÍ. Ljósm.: Myr.diðn. Baksíða: Rb/SfB-flokkunarkerfið. Endurprer.tun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Þórir Einarsson, Stefán Bjarnason, Hörður Jónsson, Jón Bjarklind, Stefán Snæbjömsson. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Utgefandi: Iðnaðarmálastofnun Islands, Skipbolti 37, Reykjavík, Sími 81533 (3 línur). Áskriftarverð kr. 300.00 árg. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. V______________________________________/ Iðnaðarmal 17. ÁRG. 1970 . 4. HEFTI Notfærum okkur fordæmiö Dagana 2.—4. nóv. í ár var haldin ráðstefna í Osló, sem tók til meðferðar samstarf vinnuveitenda og launþega í fyrirtækjum og framtíðarhrofur í því sambandi. Að ráðstefnunni stóðu skandinav- isku löndin þrjú, en norska framleiðnistofnunin sá um framkvæmd hennar. Til ráðstefnunnar var boðað vegna beiðni ýmissa Evrópuþjóða, en það mun almennt viðurkennt, að hvergi hefur tekizt betur um sam- starf vinnuveitenda og launþega en í Skandinavíu. Síðasta aldarfjórðunginn hefur þetta samstarf aðallega byggzt á málefnasamningum milli heildarsamtaka vinnumarkaðarins um svo kallaðar samstarfsnefndir, sem Iðnaðarmál hafa skýrt ýtarlega frá áður. Má segja, að íslendingar hafi reynzt seinheppnir að taka sér ekki frændþjóðirnar til fyrirmyndar að þessu leyti. Þess má þó geta, að á þessu ári hefur slíkt samkomulag komizt á hér, sem nær þó aðeins til kaupskipaflotans að takmörkuðu leyti. Fyrir atbeina IMSÍ og með fjárhagslegum stuðningi ríkisstjórn- arinnar tóku nokkrir fulltrúar íslenzks vinnumarkaðar þátt í ofan- greindri ráðstefnu og verður nú athugað, hvort samstaða sé um að koma á samstarfsnefndafyrirkomulagi hérlendis að skandinavískri fyrirmynd. Óljóst er, hver framtíðarþróunin verður hjá frændþjóðunum í þessum efnum. Hjá þeim er nú mikið rætt um „industrielt demo- krati“, sem stefnir að eins konar meðákvörðunarrétti launþega um rekstur fyrirtækja. Virðist markmið slíkrar stefnu óljóst og um- deilt. Hvað sem því líður, virðist einsætt, að eftir engu sé að bíða, að íslendingar tileinki sér þá reynslu, sem fengizt hefur af samstarfs- nefndum hjá frændþjóðunum síðasta aldarfjórðunginn. S. B. IÐNAÐARMÁL 67

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.