Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 23
hafa mikið tjón í för með sér, ef þær reynast rangar. Fyrir mann, sem er gætinn að eðlisfari og tekur nærri sér hvers konar mistök, er það slít- andi reynsla að taka þessar ákvarð- anir og læra að sætta sig við afleið- ingar þeirra. Sjötta íhugunarefnið er meðvit- und þess, að maður muni aldrei koma í verk öllu því, sem gera þarf. Sérhver vel gefinn maður getur skap- að viðfangsefni og hafið starfsemi, sem er ómaksins verð og vex yfir höfuð þess fólks, sem við hana er bundið, og verður því ofviða. Með- vitundin um slíkan seinagang eða vanrækslu í starfseminni hrjáirmarg- an verkfræðing, sem ekki getur unn- ið að einu verkefni, ef hann veit, að önnur aðkallandi verkefni verða að bíða. Hið sjöunda er að Iæra að vera marksækinn. Flestir verkfræðingar læra að nota aðferðir og tækni, sem veitir þeim öryggi. Fyrir marga tæknilega hugsandi einstaklinga er það ný reynsla að læra að vinna að ákveðnum markmiðum með öllum hugsanlegum ráðum. Dæmi um þetta er gróðamarkmið eða dagsetning fyrir fullunnið verk. Einstaklingum, sem hættir til að sölckva sér niður í hin einstöku atriði, reynist erfitt að læra að beita sameinuðum tiltækum aðfeðrum til að ná sérstöku marki. Þeim einstaklingum, sem hafa víð- tækari hugsun og eru frjálsir að því að velja úr mörgum mögulegum að- ferðum, gengur betur að þróa með sér þessa marksækni í hugsun, sem er svo nauðsynleg fyrir stjórnendur. Hið áttunda er hæfileikinn til þess að taka ákveðna afstöðu gegn and- spyrnu frá mörgum aðilum. Fyrr eða síðar verður sérhver stjórnandi að taka afstöðu gegn hópnum. Það krefst mikillar háttvísi, trúnaðar og kunnáttu í samskiptum að gera slíkt á þann hátt, að vér fjarlægjumst ekki starfsbræður vora. Það er fráhær stjórnunarhæfni að geta tekið af- stöðu og viðhaldið starfstengslum við aðra. Einkennandi spurningar Hér er spurt nolckurra einkenn- andi spurninga: Spurning: Ég er verkfræðingur og hef á hendi stjórn fimm tæknimanna. Hvað get ég gert til að verða virkari yfirmaður og jafnvel aðalstjórn- andi? Svar: Fyrst af öllu, rannsakið yð- ar eiginn tilgang og spyrjið sjálfan yður, hvers vegna þér óskið að verða aðalstjómand'. Ef þér eruð heiðar- legur gagnvart sjálfum yður, munuð þér viðurkenna, að þér óskið að verða aðalstjórnandi vegna aukinna valda, peninga og aðstöðu, sem stöð- unni fylgja. Viðurkenning á þessum sannindum gagnvart sjálfum yður ætti að búa yður undir þann lærdóm, sem þér þarfnist. Ef þér getið verið heiðarlegur við sjálfan yður, þá tak- ið til við að afla yður þeirrar þekk- ingar og hæfni, sem nauðsynleg er til góðrar forystu. Þér getið gert margt í þessu skyni. Viðurkennið fyrst, að þér séuð skelfilega óhæfur á þeim sviðum, er liggja utan við hið tæknilega, og lesið yður til um fjármál, fram- kvæmdastj órn, sölu- og markaðsmál. Tileinkið yður dýpri skilning á starf- semi fyrirtækja. Lærið að hugsa eins og sölustjóri. Lærið að hugsa eins og fjárinálastjóri. Kynnið yður heiti og hugtök, sem notuð era á þessum sviðum. Eyðið drjúgum tíma með fólki, sem er frábrugðið yður sjálf- um, svo sem að borða með því há- degisverð og ræða við það. Lærið að hlusta og spyrja spurninga um þau efni, sem þér eruð tiltölulega fá- fróður um. Þessi viðtæka reynsla mun gefa yður innsýn inn í hinar ýmsu grein- ar stjórnunar, sem aðalstjórnandinn verður að hafa á valdi sínu. Lærið að spara tíma yðar með því að láta aðra um vanabundin störf. Hættið að undirrita vanabundin bréf og lát- ið ritara yðar um það. Hættið að leggja saman talnadálka eða gera einfalda útreikninga. Fáið þá, sem stjórna skrifstofustörfunum til að veita yður meiri tíma til að hugsa, skipuleggja og framkvæma málefni, sem eru fyrirtækinu dýrmætari en samlagning talnadálka. Annað, sem þér getið lært, er að berjast fyrir málefni. Reynið að hrinda í fram- kvæmd áætlun, sem þér finnið, að er fyrirtækinu mikils virði. Þroskið og æfið söluhæfileika yðar og leggið fyrir yfirmann yðar þrjár góðar og gildar röksemdir fyrír því, 'hvers vegna þér hafið mætur á stöðu yðar. En gerið þetta á þann hátt, að þér verðið ekki hvumleiður. Æfið yður í að vinna verkin sam- kvæmt áætlun. Lærið að fella yður vel við að gera sitt af hverju gegn vilja yðar. Lærið t. d. að njóta þess að fara með konunni yðar út í verzl- 85 IÐNABARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.