Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 26
Nytsamar nýfungar
Djúpsjávar rafmagnsvarpa
Samkvæmt upplýsingum frá Aust-
ur-Þýzkalandi hefur veiði togara
þeirra í Norður-Atlantshafinu aukizt
um 30% við notkun rafmagnsvörpu.
E'kki er vitað, hve margir togarar
hafa slíkan búnað, né heldur, hvort
veiðiaukningin er jöfn, hvar sem
varpan er í sjónum, eða hvort aukn-
ingin er eingöngu, þegar fiskarnir
synda hátt og sleppa því frekar yfir
höfuðlínuna. Engar tölur eru gefnar
um kostnaðinn við rafmagnsvörp-
una. Hugmyndin um rafmagnsfisk-
veiðar er alls ekki ný. Rafmagns-
fiskveiðar hafa verið stundaðar í
smáum stíl í fersku vatni. Áhrif raf-
magnsins eru þau, að fiskur í sterku
rafsviði snýr að rafskautunum og
sporðurinn fer að hreyfast ósj álfrátt.
Ef um sterkan rafstraum er að ræða,
fær fiskurinn lost og deyr. Einn
kostur rafmagnsveiða er að með að-
ferðinni má velja stóru fiskana frá
þeim smáu, því að rafmagnið verkar
þeim mun meira á fiskinn sem hann
er stærri. I fiskeldistöðvum er þessi
aðferð notuð til þess að ná stóru
fiskunum án þess að skaða ungviðið.
Leiðnin í fersku vatni er tiltölu-
lega lítil, þannig að rafsviðið verður
sterkt aðeins á milli skautanna, og
notast má við tiltölulega lítinn
straumgjafa. En þar sem leiðni sjáv-
ar er 70 sinnum meiri en fersks vatns,
þá er rafsviðið stærra og nær út fyrir
op vörpunnar, log orkuþörfin verður
meiri en hagkvæmt er að nota í skip-
um. Þýzkir verkfræðingar leystu
þennan vanda fyrir nokkrum árum
með því að nota straum aðeins stutt-
88
an tíma í einu. Amerískir humar-
bátar hafa notað aðferðina til þess
að ná humrinum upp úr sandhotni.
Institut fiir Schiffbautechnik, Wol-
gart E, Þýzkalandi, hafa fullkomnað
aðferðina og sýnt útbúnaðinn á
vörusýningunni í Leipzig og víðar.
Búnaðurinn er gerður úr 5 m2 málm-
neti. Skautið fær rafstraum frá tíma-
stillanlegum olíufylltum spenni, sem
tengdur er skipinu með raflínu.
Málmbobbingarnir mynda neikvæða
skautið. Samkvæmt upplýsingum
Þjóðverjanna verkar rafsviðið þann-
ig, að fiskarnir sleppa ekki frá opi
vörpunnar. Búnaðinn má nota í þeim
togurum, sem hafa 3ja fasa raf-
straum.
Meðfylgjandi mynd sýnir búnað-
inn.
Anode (metal grill) = jákvætt
skaut (málmgrind).
Cathode (bobbins) = neikvætt
skaut (bobbingar).
Transforms = spennir/tímastillir
(lína frá togaranum).
Úr „World Fishing", des. 1969.
P VC-rör vaf ningar
Meðfylgjandi mynd sýnir, hvern-
ig PVC-filmuband er notað til þess
að vefja stálrör, er leggja á í jörð til
varnar gegn ryði.
Aðferð þessi er mikið notuð er-
lendis til ryðvarnar á stálrörum.
Úr „Anti-Corrosion“, marz 1970.
IÐNAÐARMÁL