Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 15

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 15
Fatakaupstefna Fél. fsl. iðnrekenda haustið '70 Ræða Gunnars J. Friörikssonar, formanns Fél. íslenzkra Iðnrekenda, vlð opnun kaupstefnunnar fslenzkur fatnaður 3. sept. 1970 Síðan almennum höftum á inn- flutningi var aflétt fyrir einum ára- tug, hefur samkeppni á sviði verzlunar og iðnaðar farið síharðnandi. Þessi aukna samkeppni hefur snert mjög íslenzkan iðnað og þá ekki hvað sízt þá framleiðslu, sem boðin er fram á þessari kaupstefnu það er að segja íslenzka fataframleiðslu. Margir spáðu því, að þegar innflutningur á fatnaði yrði frjáls, mundi íslenzk fataframleiðsla leggjast í rúst. Vissu- lega hafa mörg fyrirtæki innan þess- arar greinar lent í erfiðleikum, en langsamlega flest hafa snúizt gegn þessum vanda með því að taka af fullri einurð upp samkeppni við hið innflutta. Jafnframt þessu hefur svo að sjálfsögðu mjög aukizt samkeppni innbyrðis meðal innlendra fyrirtækja en þessari auknu samkeppni hefur verið mætt með bættu skipulagi og mjög aukinni sölustarfsemi. Einn liður í þessari auknu sölustarfsemi er Herra og dömupeysur: Framleiðandi: Prjóna- stofa Önnu Þórðardóttur. IÐNAÐARMÁL 77

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.