Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 24

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 24
anir, þegar þér vilduð' heldur leika golf. Lærið að hjálpa húsbónda yðar að berjast fyrir áætlun, sem hon-um finnst mikils virði. Með dýpri, sál- fræðilegri sýn: Hættið að reyna að vera það, sem þér eruð ekki. Lærið að láta yður líða vel í aðstöðu, þar sem þér eruð ekki sérfræðingur. Lærið við þessar aðstæður, að hafa samskipti og starfa sem virkur og jákvæður félagi í hópnum, jafnvel þótt þér séuð ekki forstöðumaður fundarins. Lærið að nota tímann vel með því að hafa meðferðis í skjala- töskunni yðar ýmislegt, sem yður gæti komið að gagni að lesa. Notið vel fimm minútna hléin, þegar þér bíðið eftir fólki eða á milli funda. Verið aldrei án fáaniegra gagna, sem þér gætuð hagnazt á að lesa. Takið faglega afstöðu gagnvart starfsemi yðar og lítið á samhengi skilmála í löngum fjárfestingum. Svertið aldrei nokkurn mann, aðeins til þess, að yður líði sjálfum betur. Svo gæti far- ið, að þolandinn yrði síðar húsbóndi yðar. Komið fram við aðra af virð- ingu og alúð. Síðar kynnuð þér að hafa þörf fyrir trúnað þeirra og lið- veizlu. Að koma til móts við þarfir annarra Lítið á sjálfan yður sem forustu- mann og lærið að koma til móts við þarfir annarra í því skyni að ná markmiðum yðar. Lærið að fóma yðar eigin vellíðan og líkamlegum þægindum til velfarnaðar einstakl- ingi, sem er undir yður gefinn. Dæmi um slíka fórn væri, ef þér legðuð lykkju á leið yðar til að heimsækja sjúkling á spítala, þegar yður langar meira til að leika kúlu- spil. Aukið mælskuhæifileika yðar með því að leggja oftar orð í belg og lærið að njóta þess að skiptast á skoðunum við aðra með samræðum. Lærið að sannfæra aðra með yðar eigin orðum með því að leggja fram röksemdir fyrir ákveðnum fram- kvæmdum, sem þér eruð meðmælt- ur. Spurning: Getur maður, sem ekki hefur tækniþekkingu, verið góður stjórnandi verkfræðinga og vísinda- manna? Svar: Það er vel mögulegt, að kandídat í málvísindum, rökfræði eða stærðfræði geti reynzt mjög hæf- ur stjórnandi verkfræðinga og vís- indamanna, að því tilskildu, að hann sé gáfaður og geti lært að nota þau hugtök, sem eru verkfæri í höndum vísindamanna og verkfræðinga. Ef hann hefur ekki staðfastan áliuga á tæknifræði, er ólíklegt, að hann geti munað tæknileg orð og málvenjur eða skilið samræður tæknimanna. En ég veit dæmi þess, að lögfræðing- ur hafi orðið vel að sér í tæknilegum málefnum og unnið gott starf sem stjórnandi tæknimanna. Spurning: Hvers vegna er nauð- synlegt að gera stjómanda úr verk- fræðingi? Mundi þessi verkfræðing- ur ekki verða fyrirtækinu meiravirði, ef hann héldi áfram að vera verk- fræðingur, fremur en reyna að verða stjórnandi? Svar: Oft mundi það reynast hyggilegra að láta verkfræðinginn í friði við störf sín og reyna ekki að gera úr honum stjórnanda. En samt er það nú svo, að verkfræðingar reyna gjaman að feta sig upp eftir stjórnunarstiganum, og það er ekki nema sanngjarnt, að þeim sé veitt tækifæri. Margir þeirra standast prófið og verða dugmiklir stjóm- endur, með nokkurri undirbúnings- aðstoð yfirmanna sinna. Satt er það, að til eru hlédrægir og friðsamir tæknimenn, sem eru frábærir sér- fræðingar og myndu ekki vilja þrauka í þeirri samkeppni eða til- einka sér þann nýja lærdóm, sem krafizt er af stj órnandanum. í þessu tilfelli væri viturlegt, að þeir héldu sér framvegis við sérgrein sína. Spurning: Er hægt að breyta góð- um verkfræðingi, sem ekki hefur á- huga á að gerast stjómandi, í þá átt? Svar: Yfirleitt ekki. Þróun stjóm- unarhæfni er í grundvallaratriðum Iirundið af stað af eigin hvötum. Maðurinn vex á þessum víðáttumeiri sviðum að því marki, sem hann rek- ur sjálfan sig áfram. Verkfræðingur gæti, við þrýsting ofan frá, leyst af höndum hlutverk stjórnandans, en ef hann velur ekki þann kost af eigin vitund eða vilja að breyta sjálfum sér og vaxa á þeim mörgu sviðum, sem stjórnunin nær til, þá er ólík- legt, að unnt sé að breyta honum í stjórnanda, sem nokkuð kveði að. Spurning: Hvernig getið þér skor- ið úr því, hvaða góðir verkfræðingar gætu orðið góðir stjómendur? Svar: Það er fjöldi einkenna eða vísbendinga um stjómunarhæfni hjá verkfræðingi. Slíkar vísbendingar eru ásókn í meiri ábyrgð, fróðleiks- fýsn í að læra um aðra hluti en hina tæknilegu, valdaþörf og ánægja yfir 86 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.