Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 11
hefur veriö að því, að geta gert flest- ar staðlaðar prófanir á sementi. Einnig hefur stofnunin unnið að eftirliti á íslenzka sementinu fyrir steypuframleiðendur í Reykjavík. Þá hefur stofnunin unnið að gerð ís- lenzks staðals um sement. í samráði við Sementsverksmiðju ríkisins hef- ur verið unnið að því að finna leiðir til þess að bæta þá eiginleika íslenzka sementsins, sem ábótavant er. Er nokkuð fleira í sambandi við prófanir á sementi, sem þú vildir minnast á? Ef til vill mætti þá helzt nefna, að athugaðar hafa verið aðferðir til hraðprófana á sementi, þannig að fá megi hugmynd um 28 daga styrk- leika, t. d. á 2 dögum, en niðurstöð- ur liggja enn ekki fyrir. Getur þú frœtt okkur nokkuð um prójanir á jylliefnum í steypu? Gerðar hafa verið við stofnunina umfangsmiklar rannsóknir á steypu- efnum í sambandi við stærri fram- kvæmdir hérlendis á síðustu árum, aðallega vega-, virkjana- og hafna- framkvæmdir. í ársbyrjun 1967 skipaði iðnaðar- ráðherra nefnd, er hlaut heitið Stein- steypunefnd. Fékk ég það starf að skipuleggja rannsóknir fyrir nefnd- ina. Fyrstu verkefnin fyrir Stein- steypunefnd voru rannsóknir á svo- nefndri alkalivirkni íslenzkra berg- tegunda, en í allmörgu íslenzku steypuefni hefur fundizt slík virkni, sérstaklega þegar notað hefur verið hið alkaliháa íslenzka sement. í sum- um tilfellum hefur þessi alkalivirkni reynzt það mikil, að erlendis myndi hún teljast skaðleg. En þar sem veðr- áttan hér er kaldari en í flestum þeim löndum, þar sem alkalivirknin hefur komið fram, gefur það ákveðna von um, að þessar efnaverkanir taki lengri tíma hér. Þessum athugunum er ekki lokið. Hefur verið birt skýrsla um þessar rannsóknir? Nei, en 1969 var Steinsteypu- nefnd skilað skýrslu um þær rann- sóknir, er þá var lokið. Hvert verður framliald alkali- virknirannsóknanna? Hafnar eru athuganir á því, á hvern hátt koma megi í veg fyrir skemmdir af völdum alkalivirkni, og hefur áhugi okkar einkum beinzt að fínmöluðum, kísilauðugum steinefn- um, t. d. Hekluvikri, kísilgúr og líp- aríttegundum, svonefndum pozzolan- efnum, en þau eru þekkt varnarefni gegn þessum efnabreytingum. Þessi efni geta einnig haft áhrif í þá átt að auka styrkleika og spara sement. Þess má geta, að pozzolan-rann- sóknir hófust á vegum stofnunarinnar 1957, en lágu síðan niðri þar til á þessu ári. Rannsóknir þessar beinast nú einkum að hinum miklu virkjunar- framkvæmdum, sem nú eru á döf- inni og krefjast sívaxandi hluta starfstíma okkar. Hvað getur þú sagt okkur um at- huganir á byggingarskemmdum? Þessi þáttur starfs okkar er hvim- leiður, því að oft er mjög erfitt að finna ástæðurnar fyrir skemmdunum með þeim tækjakosti, sem við höfum yfir að ráða. En þessi þáttur starfs- ins er nauðsynlegur, og við reynum að sinna honum eins og aðstæður leyfa. Hvað getur þú sagt um ný rann- sóknarverke fni? Það væri helzt að minnast á, að undanfarið hef ég kannað nokkuð áhrif íslenzks veðurfars á byggingar- efni almennt og tel æskilegt að vinna skipulega að athugun á því, hvernig íslenzk veðrátta er frábrugðin veðr- áttu annarra landa. Ymsar staðhæf- ingar hafa verið settar fram, svo sein um vind, regn og frost/þíðu, en eng- in skipuleg athugun hefur verið gerð. Slík athugun hlýtur að vera nauðsyn- leg, svo að unnt sé að aðlaga erlend og innlend byggingarefni að þekkt- um aðstæðum. Vildir þú segja eitthvað að lokum, Guðmundur? Það væri þá helzt, að of mikið er hér ógert, og lítill tími er til að sinna skipulegum rannsóknum. En hafa verður í huga, að stofnunin er aðeins 5 ára, og mikið hefur áunnizt á þeim stutta tíma. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum gera sér sífellt betur grein fyrir þörfinni á rann- sóknum, og þeir hafa gert okkur kleift á þessum tíma að taka fyrir nauðsynleg og aðkallandi verkefni, sem annars hefðu orðið útundan, þar sem stofnunin býr fjárhagslega við mjög þröngan kost, miðað við þau mörgu og fjölþættu verkefni, sem hún á að leysa. IÐNAÐARMÁL 73

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.