Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 6

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 6
Eftir Arne Kiilingstad ritstjóra Hverfisteypa er engin nýjung. Að- ferðin hefur verið í notkun árum saman en hefur ekki verið taiin sér- lega mikiilvæg frá viðskiptasjónar- miði, ef undanskilin eru nokkur sér- svið, einikum að því er varðar steypu á holum hlutum úr mjú'ku PVC, svo sem knöttum, netakúlum, duflum o. fl. í þessum tilfellum hefur notkun plastísóla verið allsráðandi, en það er PVC duft, blandað tiltölulega stórum skammti af mýkjandi efnum. í stað nokkurra mjúkefnanna má nota ákveðin þéttiefni, og verða þá hinir framleiddu hlutir talsvert stíf- ari, þótt plastísólin ha'ldi niokkum veginn sömu seigju og áður og hafi enn nægilega stóran skammt af mjúk- efni til að hluturinn haldi ákveðinni mýkt. í meginatriðum er aðferðin í því fólgin, að lokað mót er fyllt af mæld- um skammti hráefnis, geyminum er komið fyrir í tæki, sem veldur snún- ingi hans um tvo öxla, jafnframt því sem mótið er hitað upp í tiltölulega hátt hitastig með dýfingu í fljótandi hitaflutningsefni, með hjálp heita- loftsofna eða með hringrás heits vökva í kápu, sem umlykur mótið. Vegna snúningsins munu allir innri hilutar mótsins hvað eftir annað og með reglubundnum hætti komast i snertingu við hráefnið, sem vegna hitans, er að utan berst, myndar jafnþykkt lag á veggina, unz öllu hráefninu er skipt upp. Því næst er mótið kælt með ýmsum hætti og síð- an er hægt að opna það og tæma. Aðferðin bafði ýmsa kosti að bjóða frarn yfir sprautusteypu og mótablástur, einkum vegna þess, að hægt var að framleiða algjörlega lokaða, hola hluti eins og knetti og flotkúlur, einnig lágan mótakostnað, þar sem mótveggirnir verða ekki fyr- ir miklum þrýstingi, og tiltölulega lága fjárfestingu í vélbúnaði. í sam- anburði við mótablástur mátti einnig telja þann kost, að þykktin varð ör- ugglega jöfn. í Noregi eru mörg fyrirtæki, sem tekið hafa upp þessa aðferð. En þar er einnig eitt fyrirtæki, sem í mörg ár hefur farið sínar eigin leiðir á þessu sviði, þ. e. Bakelittfabrikken A/S, sem allt frá árinu 1958 hefur unnið eftir sinni eigin aðferð, Cipax- aðferðinni, við hverfisteypu úr polye- tylen-dufti. Fyrir nokkrum árum sendi banda- ríska fyrirtækið U. S. Industrial Chemicals Co. nokkrar gerðir af polyetylen-dufti á markaðinn, og það kom í ljós, að þessar gerðir reyndust sérstaklega gott hráefni til hverf'steypu. í samibandi við hina alþjóðlegu plastsýningu í Diisseldorf sýndi fyrirtækið ýmsa fullgerða muni, hverfisteypta úr polyetylen, á sérsýningu um borð í eigin sýningar- skipi á Rinarfljóti. Þetta var hin á- gætasta auglýsing, enda fóru nú sér- fræðingar úr öllum heimshornum að gefa aðferðinni gaum. Vélaframleiðendur sýndu númiklu meiri áhuga á aðferðinni, og á nokkrum árum komu fram margar gerðir véla fyrir hverfisteypu, en þó má búast við enn meiri þróun í gerð vélanna. Þær eru nú orðnar stærri, og nú eru til á markaðnum vélar, sem geta framleitt hluti rúmlega 100 kg á þyngd, t. d. geyma, sem rúma allt að 20.000 lítra. Vélar þessar vinna t. d. með þrenns konar hverfibúnaði á lóðréttum öxli og er 120° fjarlægð á milli þeirra innbyrðis. Einn hverfi- búnaðurinn er í ofninum, annar í kælirúminu og báðir snúast þeir stöðugt. Þriðji armurinn stendur kyrr til að taka út steypta hluti og fylla mótið af nýju hráefni. Fram- leiðsluhringurinn getur verið breyti- legur, frá 2 mín. -upp í 15—20 mín., allt eftir stærð og veggþykkt hlutar- ins, er framleiða skal. Með fyrir- fram stiMtu millibili færast armarnir þrír áfram um 120° að næstu stöðu. Vinnslan er því tiltölulega einföld, tækjabúnaðurinn sjálfur þarf ekki að þola mikinn hraða eða háan þrýst- Hverfimótaður benzíngeymir til vinstri. Til hægri er mótið, sem hann er mótaður í. €8 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.