Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 7
ing, svo að slit og viðhald verður í
lágmarki og alvarleg bilun næstum
útilokuð.
Snúningur mótanna um öxlana
tvo er tiltölulega hægur — oft í 'hlut-
fallinu 4:1 milli litla og stóra öxuls-
ins innbyrðis, en í mörgum tilfeMum
er hægt að stilla þetta hlutfall eftir
vild.
Síðustu árin hefur hverfisteypa
termoplasts aukizt um 300% árlega
í Bandaríkjunum, og jafnvel þótt
ekki sé hægt að búast við, að slíkur
vöxtur haldi lengi áfram, verður
samt að gera ráð fyrir, að hverfi-
steypan — auk eigin markaðs —
muni leggja undir sig nokkurn hluta
af markaði sprautusteypu og móta-
blásturs. Síðustu árin hafa menn
einnig náð í Bandaríkjunum mjög
merkilegum árangri með hverfi-
steypu úr höggþéttu polystyren af
nýrri gerð, og er þess að vænta, að
þetta geti skapað nýja möguleika
fyrir plast, einkum í húsgagnaiðnað-
inum. Efni þetta er framleitt með
sérstakri fjölbindiaðferð (polymer-
isasjon), þar sem fullgert hráefnið
myndar smáperlur, sérlega hentugar
til þessarar notkunar, þar sem þörf
er fyr.’r efni af 35—50 möskva fín-
leika. Til margvíslegra þarfa hefur
höggþétt polystyren ýmsa kosti um-
fram annað plast, þar sem hægt er
að rnála, líma og framkvæma ýmiss
konar yfirborðsmeðhöndlun á hlut-
unum án nokkurs sérstaks undirbún-
ings.
En val hráefnisins er ekki lengur
bundið við þessar gerðir, því að
hægt er að nota bókstaflega allt
termoplast við hverfisteypu. í reynd
er þó úrvalið takmarkað við þær
gerðir, sem til hafa verið á markaðn-
'um, í dufti og af þeim gæðaflokki,
sem ætlaður er til þessara nota, en
stöðug þróun á sér nú stað á þessu
sviði.
Það hefur verið útbreidd skoðun,
að kostnaðarlega séð geti hverfi-
steypan aðeins keppt við aðrar að-
ferðir í smáum framleiðsluröðum,
en ágætir erlendir fagmenn halda
því fram, að kostnaðarverðið geti
verið hið sama og við aðrar aðferð-
ir, einkum að því er varðar stærri
hluti. Og hverfisteypan hefur þann
mikla kost, að unnt er að halda fjár-
festingunni í viðráðanlegu horfi.
Tímaritið Modern Plastics hefur gert
samanburð milli fjárfestingar og
kostnaðarverðs á 75 lítra brúsa og
Iítur hann þannig út:
Ilverf. Spraut. Blástur
Vélaútvegun.......................
Mótakostnaður ...................
Afköst/tími ......................
Koslnaðarverð ......... 10.000 stk.
100.000 —
1.000.000 —
$ 28.800 75.000 230.000
10.500 30.000 5.600
60 60 80
2.20 3.95 1.63
1.25 1.25 1.07
1.16 0.98
Till vinslri mót fyrir benzíngeymi, tilbúið að fara inn í oín'nn. Fyrir miðju er sama mót að koma úr kæliklefa.
Til hægri er benzíngeymirinn fullsteyptur.
IÐNAÐARMÁL
69