Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 18
kaupverðs þeirra. Er þetta þá fyrsta
verkþjálfun, sem hafin er fyrir starfs-
fólk í verksmiðjum, og vonum við
vissulega, að vel takist og hér sé að-
eins um upphaf að víðtækri verk-
þjálfun að ræða. Þessa kaupstefnu
sækir nú í fyrsta skipti hópur er-
lendra manna, er hér eru mættir
fyrir forgöngu Utflutningsskrifstofu
iðnrekenda, 24 Færeyingar og meðal
þeirra ýmsir innkaupamenn fyrir
verzlanir þar í landi. Býð ég þá al-
veg sérstaklega velkomna og læt jafn-
framt í ljósi þá von, að þetta sé upp-
haf þess, að liingað komi innkaupa-
stjórar frá erlendum fyrirtækjum og
geri þessa kaupstefnu fataframleið-
enda þar með að alþjóðlegri kaup-
stefnu. Yrði hún þannig mun þýð-
ingarmeiri og ákjósanlegur vettvang-
ur til að vinna að útflutningi á fram-
leiðslu fataiðnaðarins. Ég veit, að
haki þessarar kaupstefnu liggur mik-
ið starf frá framleiðendum við aj
hanna þær flíkur, sem hér eru sýnd-
ar og einnig þeirra, sem undirbúið
hafa þessa kaupstefnu. Eg vil færa
þeim þakkir fyrir framlag þeirra og
vona, að þessi kaupstefna verði ár-
angursrík. Kaupstefnan Islenzkur
fatnaður er hér með opnuð.
Jakki: „Slimma". Framleiðandi: Verksmiðjan
Dúkur hf.
Prjónaður klæðnaður: Framleiðandi: Prjóna-
stofan Snældan. Hönnun: Fanney Jónmunds-
dóttir.
80
IÐNAÐARMÁL