Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 29
Armálsbrot um fslenzkan iðnaö
September - oktober 1970
(Dagsetningar vísa til blaðagreina um málin)
Á sýningunni „íslenzkur fatnaður" í
Laugardalshöllinni og tízkusýning-
unni í sambandi við hana kom í ljós,
að íslenzkir framleiðendur tízkufata
astla að „veðja" á miditízkvma. Oll
tízkudæmi voru sýnd, nema sú topp-
lausa. (6. sept. 1970)
íslenzkar vörur seljast vel á 10. fata-
sýningunni í Kaupmannahöfn (Scan-
dinavian Fashion Week). Fyrirtækin,
sem sýna þar, eru: Alafoss, Alis,
Dyngja, Modelmagasin, Sólidó, Dúk-
ur, Akraprjón, Skagaprjón og Mar-
grét Ámadóttir. (10. sept. 1970)
Fyrsta stækkunaráfanga ÍSAL um
þriðjung, úr 33 í 44 þús. tonn á ári,
er nýlokið. Stækkunarkostnaðurinn
varð 30 millj. króna undir áætlim.
Hafin er smíði á nýjum kerskála, sem
komast á í gagnið 1972, og verða þá
ársafköst 77 þús. tonn á ári. (11. sept.
1970)
Iðnaðarkönnunin fyrir 2. ársfjórðung
1970 gefur til kynna, að um 15—20%
aukningu sé að ræða, miðað við
sama ársfjórðung 1969, og er aukn-
ingin um 5% meiri en á 1. ársfjórð-
ungi, sbr. síðasta hefti Iðnaðarmála.
Búizt er við áframhaldandi aukningu
á 3. ársfjórðungi. (12. sept. 1970)
Rannsóknaráð ríkisins hefur gefið út
bækling á ensku um möguleika stór-
iðnaðar á íslandi, og er þá m. a. bent
á nýtanlega vatns- og jarðvarma-
orkuforðann og möguleika á efnaiðn-
aði. (17. sept. 1970)
I niðursuðuiðnaði er markaðsöflunin
stærsta vandamálið, segir í skýrslu
erlendra sérfræðinga, sem hönnuðu
þessi mál á vegum Iðnþróunarstofn-
unar S. þ. (27. sept. 1970)
Norðurstjarnan hf„ Hafnarfirði, er nú
að vinna vörur fyrir þrjá nýja mark-
aði, Kanada, Ástralíu og Suður-Af-
ríku. Þar vinna nú 50—60 manns.
(2. okt. 1970)
13 þúsund tunnur grásleppuhrogna
hafa verið seldar til fullvinnslu, aðal-
lega í Danmörku og Þýzkalandi. (2.
okt. 1970)
Dráttarbraut í Njarðvík fyrir 600 tonna
skip var tekin í notkun nýlega. Þetta
er 1. áfangi í smíði dráttarbrautar
fyrir Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
með 8 hliðarstæðum. í 2. áfanga er
reiknað með aðstöðu fyrir flokkunar-
viðgerðir stálskipa, en í 3. áfanga að-
stöðu fyrir stálskipasmíði. (3. okt.
1970)
Nýja strandferðaiskipinu Esju var
hleypt af stokkunum hjá Slippstöðinni
á Akureyri 3. október 1970. Kjölur
skipsins var lagður 24. júní 1969.
Stærð skipsins er 700 B. R. T. Áhöfn
verður 19 manns og farþegarými fyrir
12. (6. okt. 1970)
Olgerðin Egill Skallagríms'son er að
undirbúa útflutning á íslenzku drykkj-
arvatni til Bandaríkjanna. Umbúðir er
verið að hanna hjá Kassagerðinni hf.,
og selja á tárið undir nafninu „Pure
Icelandic Water". (8. okt. 1970)
Ný uppgötvun, þar sem freonvökvi er
notaður í hitatúrbínuvél, gæti gefið
íslenzkum jarðhitatúrbínum margföld-
uð afköst. Túrbínan er hönnuð af
Kinetics Inc. í Bandaríkjunum. (8. okt.
1970)
íslenzkir silfur'skartgripir að verðmæti
US $ 5000 hafa verið seldir til Banda-
ríkjanna nýlega í framhaldi af vöru-
kynningu, sem fyrirtækin Hilda hf. og
Icelandic Import hafa efnt til þar í
landi. (13. okt. 1970)
Ullarinnflutningur er hafinn frá Ástra-
líu og Nýja Sjálandi vegna skorts á
1. flokks íslenzkri ull til fatagerðar.
í 1. gæðaflokk fer aðeins lítið magn
íslenzkrar ullar, og verð hennar er
talið hærra en heimsmarkaðsverð.
(14. okt. 1970)
Smíðametin fjúka í Stálvík. Þar er
verið að ljúka smíði 4ra stálskipa,
rúmlega 100 tonna, smíði 400 tonna
skutskips fyrir Siglufjörð er að hefj-
ast, og unnið er að verðtilboði í 700
tonna skuttogara fyrir aflakóng Fær-
eyinga, Eiler Jacobsen. (15. okt. 1970)
Kornhlaða, 40 metra há, var reist á 18
dögum á hafnarbakkanum við Sunda-
höfn í Reykjavík. Eitt hundrað menn
gerðu þetta á tvískiptum vöktum, og
var steypuhraði 2.40 metrar á sólar-
hring. í hlöðunni eru 24 kornssílóar.
(15. okt. 1970)
Runtalofnar hf. í Reykjavík hafa sýnt
mestu framleiðsluaukningu af fyrir-
tækjum, sem framleiða þessa ofna-
tegund í Evrópu. (16. okt. 1970)
Sláturhúsið í Borgarnesi hefur hlotið
viðurkenningu bandaríska landbún-
aðarráðuneytisins til sölu sláturafurða
þess á markaði þar í landi. (16. okt.
1970)
Stálbát 50 tonna, var hleypt af stokk-
unum hjá vélsmiðju Seyðisfjarðar, og
verið er að hefja þar smíði 50 og 80