Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 30
tonna stálbáta til viðbótar. Hjá íyrir-
tækinu vinna um 30 manns. (16. okt.
1970)
Kremgerðin hf. í Kópavogskaupstað
er að hefja framleiðslu á rjómalíki,
mun ódýrara en ósvikinn rjómi. Efni
þess eru sögð vera landbúnaðaraf-
urðir að mestu og engin gerviefni.
(17. okt. 1970)
Frumvarp um fiskiðnskóla er nú end-
urflutt á Alþingi sem framhald af
tillögum fiskiðnskólanefndar frá 1966.
(17. okt. 1970)
Slippstöðin á Akureyri hefur tekið að
sór smíði tveggja fiskibáta, 105 og
150 lesta, fyrir aðila í Reykjavík og
Hafnarfirði. (17. okt. 1970)
Tveir 500 tonna skuttogarar hafa ver-
ið keyptir frá Frakklandi til Eskifjarð-
ar og Norðfjarðar. Kaupverð hvors
skips er um 40—50 milljónir króna.
(17. okt. 1970)
Akraprjón hf. er nýstofnuð prjóna-
stofa á Akranesi og á hún að fram-
leiða tízkufatnað fyrir kvenfólk úr
lopabandi frá Álafossi hf. Stofnendur
eru fjórir „hjálparkokkar af Akra-
borginni", ásamt fleirum. Pantanir
hafa borizt erlendis frá eftir sýningar
í Kaupmannahöfn og Miinchen. (17.
okt. 1970)
A Brávallagötunni í Reykjavik er safn
um 1000 viðartegunda. Safnarinn er
hinn góðkunni kennari Iðnskólans í
Reykjavík, Haraldur Ágústsson. Safn
þetta þyrfti að fá verðugan samastað
í opinbem byggingu, t. d. Iðnskólan-
um, svo fleiri fái notið þess en Har-
aldur. (18. okt. 1970)
Dr. Gunnar Böðvarsson verkfræðing-
ur lék sér fyrir 20 árum að þeirri hug-
mynd að auka vatnsmagn Hitaveitu
Reykjavíkur með því að dæla vatni
í dauðar borholur í Mosfellssveit og
þrýsta því gegnum heit jarðlög til upp-
hitunar. Nú er þetta gamla „grín” að
verða veruleiki suður á E1 Salvador,
samkvæmt frásögn Sveins Einarsson-
ar vélaverkfræðings, sem þar starfar
sem ráðgjafi á vegum Sameinuðu
þjóðanna. (18. okt. 1970)
Islandskynning í Bandaríkjunum hlýt-
ur verðskuldaða athygli að frásögn
Péturs Péturssonar forstjóra. íslenzkar
vörur seljast upp og vonir eru um
góða framhaldsmöguleika á þessum
markaði. (18. okt. 1970)
Frumvarp um olíuhreinsunarstöð á
íslandi var lagt fram sem stjórnar-
frumvarp á Alþingi og fylgt úr hlaði
af forsætisráðherra, Jóhanni Hafstein.
Gerir frumvarpið ráð fyrir stofnun
undirbúningsfélags til stofnunar stöðv-
arinnar. (20. okt. 1970)
Hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi
eru nú þrír stálbátar, rúmlega 100
tonna, í smíðum. Fyrirtækið er rúm-
lega 30 ára, og eru þetta 23.—25.
verkefni þess. í stað skipabrautar er
í skipasmíðastöðinni skipalyfta, sem
lyftir allt að 500 tonnum. (20. okt.
1970)
Fataframleiðendur og Iðnskólinn í
Reykjavík hafa stofnað til 6—10 daga
námskeiða í verksmiðju-fatasaumi. Er
ákveðið, að námskeið þessi standi í
6 vikur, eða nóvember og hálfan des-
ember. (21. okt. 1970)
Á Hellu eru í smíðum 3 iðnaðarhús.
Atvinna er þar mikil, og sömuleiðis
eftirspum eftir vinnuafli. (24. október
1970).
í 29 ríkismötuneytum í Reykjavík
snæða um 1300 manns daglega. í at-
hugun er að framleiða mat þennan í
einu iðnvæddu eldhúsi eða kaupa
hann á frjálsum markaði og dreifa
í býtieldhús ríkisstofnananna. (25. okt.
1970)
Vikulegur iðnaðarþáttur í hljóðvarpi
er nýhafinn á mánudagskvöldum.
Umsjónarmaður er Sveinn Bjömsson
verkfræðingur. Þættimir verða um 25
að tölu, og eiga þeir að fjalla um
einstakar greinar iðnaðarins, iðnþró-
un og stofnanir og samtök iðnaðarins.
(26 .okt. 1970)
Islandskynnng Álafoss hf. og Tómas-
ar Holtons kaupmanns er nú í Michi-
ganríki í Bandaríkjunum og hlýtur
verðskuldaða athygli. Hún verður í
10 borgum þar, en fer síðan til Cin-
cinatiborgar. (26. okt. 1970)
Niðursuðuverksmiðju er verið að setja
upp hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes-
kaupstað og á hún að taka til starfa
í ctrsbyrjun 1971. Þar á að vinna sjó-
lax (ufsa), gaffalbita úr síld, kavíar og
fleira. (27. okt. 1970)
Loðdýr hf. selja Fjarðarmink hf. í
Hafnarfirði 300 lífminka, 250 læður
og 50 karldýr, til undaneldis. (27. okt.
1970)
LoðdýraStofn Dana hefur aukizt um
10% á þessu ári, eða í 1,1 milljón.
Verðfall á skinnum á sama tíma er
um 30%. (27. okt. 1970)
Stofnun útflutningsráðs er fyrirhuguð.
Hlutverk þess yrði markaðskönnun
og leit fyrir íslenzkan iðnað og upp-
lýsingamiðstöð fyrir útflytjendur. (27.
okt. 1970)
Bátalón hf. í Hafnarfirði hefur lokið
smíði 10 frambyggðra báta, 10—11
rúmlesta, 3 eru í smíðum og 14 á
pöntunarlista, eða alls 27 bátar af
sömu gerð. Þeir fara í verstöðvar
víðsvegar um landið. (29. okt. 1970)
Siglóverksmiðjan fær nú 7400 tunnur
kryddsíldar til vinnslu. Verksmiðjan
hefur oft búið við mikinn hráefna-
skort. (29. okt. 1970)