Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 27

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 27
Eldvörn stálgrindahúsa með innri kælingu Oft er nauðsynlegt að klæða stál- grindur með ýmsum efnum til þess að uppfylla byggingarreglur um eld- þol. Klæðningarefnin orsaka aukn- ingu á eigin þyngd byggingarinnar, og þau auka einnig rúmmál burðar- grindarinnar. Stálgrindur eru oft búnar til úr holum einingum, og því hefur mönn- um dottið í hug að athuga, hvort ekki mætti hanna burðargrindurnar þannig, að kæla mætti þær að innan, ef um eldsvoða væri að ræða. í þýzka tímaritinu Brandverhiitung — Brandbekampfung nr. 1, 1970, eru rædd hin ýmsu vandamál, sem samfara væru innri vatnskælingu. Augljóst er, að ekki er unnt að kæla stórar stálgrindabyggingar einfald- lega með því að dæla vatni inn í hin- ar holu stálgrindur. Vatnsþörfin gæti auðveldlega farið upp í 1800 l/m2h. Vatnskæling verður að grund- vallast á uppgufun, en þá er vatns- þörfin um 3.81 l/m2h. En vandamál- in eru fleiri. Gufuþrýstingurinn má heldur ekki verða það mikill, að vatnið þrýstist út. Byggingaryfirvöld í Bandaríkjun- um og Þýzkalandi hafa nú til athug- unar óskir um leyfi til þess að reisa stálgrindaskrifstofuhús, þar sem hug- myndin er að nota fyrrnefnda að- ferð. Verður fróðlegt að fylgjast með, hvort leyfi fæst til framkvæmda þessara. Ur „Ingeniörer.s Ugeblad", nr. 20, 1970. Ný steinsteypumót Á sýningu ‘hugvitsmanna, sem haldin var nýlega í Niirnberg í Þýzkalandi, fékk Ake Norlander frá Sviþjóð verðlaun fyrirhönnun nýrrar tegundar af mótum fyrir steinsteypu. Mót þessi eru einkar fljótleg í upp- setningu og undanslætti, því að eng- inn nagli er notaður. Eins og fram kemur á meðfylgjandi myndum, eru mótin gerð úr 4—5 mm þykkum trefjaplastkössum (1. mynd). Þessir trefjaplastkassar eru bornir af ál- prófílum (2. mynd), sem hvíla á tré-þverböndum (3. mynd). Mót þessi eru sögð mjög hreyfanleg. Úr „IB Systems and Components", marz 1970. 2. mynd. *........■ •• • ■-*—•• df«.« IÐNAÐARMÁL 'VÍW 3. mynd. 89

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.