Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 16
einmitt sú kaupstefna, sem hefst hér í dag. Það eru ekki nema tvö ár síðan farið var að halda reglulegar fatakaupstefnur, en þar áður hafði ein kaupstefna verið haldin í maí ’65. Þátttaka í þessari haustkaupstefnu sýnir, að framleiðendur telja þetta góðan vettvang til þess að kynna vöru sína, því að þátttaka hefur aldrei verið meiri en núna, en 24 fyrirtæki sýna og bjóða hér framleiðslu sína. I þessu felst viðurkenning á, að slík- ar kaupstefnur hafi mikið gildi fyrir framleiðendur og jafnframt fyrir kaupendur. Hér er stefnt að því, að hvert vor og haust komi framleið- endur hingað með það nýjasta í framleiðslu sinni og stefni hingað jafnframt innkaupamönnum þeirra verzlana, sem sjá um dreifingu þess- arar vöru til almennings. Þetta auð- veldar innkaupamönnum val á varn- ingi, en er jafnframt og ekki sízt mik- ið og gott tækifæri fyrir framleið- endur að gera könnun á því, hvernig undirtektir verða á nýrri framleiðslu. Jafnframt skapast þarna heilbrigð keppni milli fyrirtækja, þar sem þau sýna framleiðslu sína hlið við hlið. Það má á vissan hátt líkja þessu við keppni í íþróttum, það skapast ekki sá góði keppnisandi, ef keppendur sjá ekki hvor til annars í keppninni. Nú stöndum við á tímamótum. ís- land hefur á þessu ári gerzt aðili að Fríverzlunarbandalagi Evrópu, og Saíari klæðnaður. Framleiðandi: Belgjagerðin hf. Pilsið, sem er úr rúskinni, er hannað af Fanneyju Jónmundsdóttur. Náttföt frá verksmiðjunni Max hf. Jakki með hettu: Framleiðandi: Solido. Hönn- un: Eva Vilhelmsdóttir. 78 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.