Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 17
fyrir dyrum er, að á næstu tíu árum
falli öll tollvernd burt á íslenzkum
iðnvarningi. Okkur er vissulega mik-
ill vandi á höndum og ríður því á
miklu að nota þann tíma sem bezt,
sem við höfum til undirbúnings. Það
þarf að reyna að gera sér ljóst, hvern-
ig þessari auknu samkeppni frá þjóð-
um, sem geta beitt mun meiri tækni
við fj öldaframleiðslu, verður mætt.
Mér er kunnugt um, að ýmis fyrir-
tæki liafa léð þessu mikla hugsun og
eru þegar komin af stað með að afla
sér tæknilegrar aðstoðar frá erlend-
um fyrirtækjum og jafnfvel samvinnu
um verkaskiptingu. Onnur hafa þeg-
ar hafizt handa um að reyna að koma
vörum sínum á erlendan markað og
er markvisst unnið að því.
Ein meginforsenda þess, að vel
geti tekizt með framtíð þessa iðnað-
ar er, að hann hafi ávallt á að skipa
vel þjálfuðu og góðu starfsfólki. Á
því má segja að allt velti. I því sam-
bandi hefur nú verið ákveðið að
hefja námskeið fyrir starfsfólk í þess-
ari grein, og hefst fyrsta námskeiðið
í haust. Verður þar fyrst og fremst
kenndur almennur saumaskapur, en
einnig að sníða og annað, er varðar
saumaskap. Kennslan mun fara fram
í Iðnskólanum, og hefur verið ráð-
inn kennari til að veita þessum nám-
skeiðum forstöðu. Þegar hafa verið
fest kaup á tiu nýjum saumavélum,
og greiða iðnfyrirtæki fjórðung
IÐNAÐARMAL
79