Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 4

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Kalt, streKKingur og él na- og a-lands, en heiðríKt s- og V-lands. höfuðborgarsVæðið: Sól og hiti rétt um 3 til 4 Stig yfir miðjan daginn. aftur hæglátt Veður, en enn Kalt. Víðast úrKomulaust. höfuðborgarsVæðið: Skýjað að meStu og Smá rigning SíðdegiS. enn hæglátt, en hitinn potast upp. Víðast þurrt. höfuðborgarsVæðið: Sól að nýju og hægur vindur. Óvenjuköld maíbyrjun Þó kaldara hafi verið norðanlands en sunnan er tíðarfarið þó þrátt fyrir það óvenjulegra þar. Ég man í það minnsta ekki eftir þetta seinni vorkomu í gróðri frá því á köldu árunum um og upp úr 1980. Og ekkert bendir til breytinga um helgina. Lægðardrag fer suður yfir landið í dag og á morgun með skýjabakka. Él NA- og A-lands. Varla að hiti komist upp fyrir 0°C þar yfir daginn, en á sunnudag hlýnar aðeins S-til í sólinni, en áfram þó næturfrost. 3 -1 -1 1 3 3 -1 -2 -1 5 5 1 1 1 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Sömdu við Bella Union Hljómsveitin Mammút hefur skrifað undir samning við breska plötufyrir- tækið Bella Union og gefur út smáskífu ytra hinn 1. júní næstkomandi. Stefnt er að útgáfu breiðskífu á næsta ári. Bella Union er þekkt nafn í óháða geiranum og hefur á sínum snærum listamenn á borð við John Grant og hljómsveitirnar The Flaming Lips og Fleet Foxes. British Airways til Íslands British Airway s, eitt stærsta flug fé lag heims, ætl ar að bjóða upp á áætl un ar- flug til Kefla vík ur flug vall ar frá London næsta vetur. Flogið verður þris var í viku; miðviku daga, föstu daga og sunnu- daga. Vél arn ar fara í loftið frá Kefla vík seinni part inn og lenda Heathrow um kvöld mat ar leytið. Kjúklingur að klárast Búist er við því að kjúklingur klárist á KFC á sunnudag. Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri segir að óvíst sé með opnunartíma staðanna eftir helgi. Lítið er til af fersk um kjúk lingi á land inu öllu og hratt geng ur á birgðir af frosn um fugli. Slátrun hef ur nú legið niðri frá 20. apríl þegar verk fall fé lags manna BHM í Dýra lækna fé lagi Íslands hófst. Vinnustaðahrekkur á Alþingi Píratar eru stærsti flokkur landsins, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en flokkurinn er sá minnsti á þingi með þrjá þingmenn. Nútíminn greindi frá því í vikunni að Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hrekkti þingmenn Sjálfstæðisflokksins í tilefni nýjustu vendinga. Setti hann miða á stórt borð í mötuneyti Alþingis, þar sem sjálfstæðismenn sitja jafnan, sem á stóð: Frátekið fyrir Pírata (30%). „Nokkrir þingmenn skemmtu sér svo við að horfa á hvern sjálfstæðismanninn á fætur öðrum velja sér sæti á litlu borði við hlið stóra borðsins sem var autt nánast allt hádegið eða þangað Róbert sótti miðann. Á meðal þeirra sem hurfu frá borðinu voru Unnur Brá Konráðs- dóttir, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og varaþingmaðurinn Geir Jón Þórisson,“ segir Nútíminn.  vikan sem var sigmundur fékk sér köku Þingmenn gerðu athugasemdir við það í byrjun vikunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi yfirgefið þingsal í stað þess að svara fyrir- spurn Katrínar Jakobsdóttur. „Var hann að fara til þess að fara á fund? Var hann að fara til þess að fara að tala við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað? Hann var að fara að fá sér köku, virðulegur forseti,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. s taðan í dag minnir á níunda áratuginn,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjór- nmálafræðideild Háskóla Íslands. „Þá voru þessi stóru samflotsverkföll meginreglan sem lömuðu þá stóran hluta atvinnulífsins. Í þeim voru oft gerðar stórar kröfur og þá voru menn oftast að reyna að vinna eitthvað til baka sem menn töldu að ríkisvaldið og vinnuveitendur hefðu haft af sér á kjara- tímanum. Þetta leiddi ekki til farsællar hagstjórnar.“ Ófremdarástand Gunnar segir afleiðingarnar þess- ara verkfalla hafa verið verðbólgu og óstöðugleika í efnahagsmálum. „Þau gerðu það að verkum að bara viss tegund af efnahagsstarfsemi, sér- staklega sjávarútvegurinn, gat þrifist hérna með góðu móti. Ég held að það hafi allir verið sammála um að það hafi verið ófremdarástand og þess vegna átti meðal annars verkalýðshreyfingin þátt í því á árunum í kringum 1990 að reyna aðrar leiðir. Þær leiðir krefjast aðkomu ríkisvaldsins því það þarf fleiri tæki til að vinna á ójafnvægi sem menn telja að hafi myndast heldur en bara krónutöluhækkanir því hættan er sú að þær fari að miklu leyti út í verðlagið. Svona vinna byggir á langtímasamtali og trausti manna á milli. Samkomulag krefst þess að ríkisvaldið komi að með einhverja langtímahugsun um það hvernig megi hafa áhrif á uppbyggingu launakerfisins til lengdar.“ skaðinn birtist á óvæntum stöðum „Það er erfitt að meta nákvæmlega skaðann af þessum verkföllum núna og ég held að hinum almenna borgara finn- ist þetta ruglingslegt,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við stjórnmálahag- fræðideild Háskólanum á Bifröst. „Það eru svo margir í verkfalli og þau byrja og enda á hinum og þessum dögum. Ef kennarar eða læknar fara í verkfall þá er algjörlega á hreinu hverjar afleiðing- arnar verða en nú er erfitt að sjá beinar afleiðingar og skaðinn er að birtast á óvæntum stöðum.“ Auði finnst togstreitan á milli við- semjenda áhugaverð. „Það er ákveðin krafa um hækkun launa en svarið við henni er sú að þá komi verðbólga sem muni éta launin upp. Þetta snýst auðvi- tað ekki bara um launahækkanir heldur líka um ákveðna kröfu frá massanum á vinnumarkaði um það hvernig við dreif- um arði af auðlindunum. Það að efsta lagið hafi, á síðustu árum eftir að fór að rétta úr kútnum, verið að skammta sér dálítið ríflega hleypir illu blóði í fólk. Fólk er orðið þreytt á því að stóri hópurinn þurfi alltaf að bera byrðina. Ef litli hópurinn sem er í efsta laginu tekur sér svona ríflegar hækkanir þá kemur ekki mikil verðbólga, en það er bara svo óréttlátt. Þannig að ég held að þessi barátta snúist mikið um réttlætiskennd. Og ég held að menn verði að horfast í augu við það.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is  verkFöll staðan nú minnir á níunda áratuginn Segir vanta langtíma- hugsun í kjarabaráttuna Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur samkomulag í kjaradeilunni krefjast langtímahugsunar frá ríkisvaldinu. Auður H. Ingólfsdóttir segir kjarabarátt- una ekki bara snúast um launahækkanir heldur um það hvernig auðlindunum sé dreift. Baráttan snúist um réttlætiskennd. Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við stjórnmálahag- fræðideild á Bifröst. Gunnar helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmála- fræðideild í HÍ. 4 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.