Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 6

Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 6
Vel upplýstir neytendur veita besta aðhaldið. Tugir vísindamanna hafa verið ráðnir hjá Hátæknisetri systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech.  NeyteNdur AfNám vörugjAldA skilAr sér ekki til AlmeNNiNgs Samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ eru verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ, segist hafa óttast að breytingarnar myndu ekki skila sér til almennings. Í 20% tilvika hækkaði verð á heimilistækjum eða stóð í stað, samkvæmt könnuninni. Þ etta eru viss vonbrigði. Við erum að fylgjast með því við óttuðumst að verðlækkanir vegna afnáms vöru- gjalda myndu ekki skila sér til almennings,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðing- ur Alþýðusambands Íslands, en samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ eru verð- lækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. „Þessar niðurstöður benda til að þetta mætti skila sér betur,“ segir hann. Áætla má að verð allra þeirra heimilis- tækja sem skoðuð voru í könnuninni hefði átt að lækka um meira en 19% en sú er ekki raunin. Verðlagseftirlitið áætlar að vörur eins og sjónvörp, útvörp og myndspilarar, sem áður báru 25% vörugjald, ættu að lækka um 22,2%, með lækkun virðisaukaskatts. Þvottavélar, kæliskápar, uppþvottavélar og helluborð, sem áður báru 20% vörugjald, hefðu átt að lækka um 19,2%. Raunin er hins vegar sú að verð lækkar aðeins í 41% tilvika um meira en 20%. Þá vekur athygli að í fimmtungi tilvika hækkaði verð á heimilis- tækjum eða stóð í stað þrátt fyrir virðisauka- skattslækkun og afnám vörugjalda. Athygli vekur að engin vara sem skoðuð var í versluninni Rafha lækkaði um 19% eða meira og innan við helmingur þeirra vara sem skoðaðar voru í Max raftækjum og Eirvík. Verslunin Smith og Norland lækkaði verð um meira en 20% hlutfalls- lega oftast eða í tæplega 80% tilfella. Í 20% tilfella hækkar verð eða stendur í stað. Ólafur Darri segir að vissulega sé frjáls álagning á heimilistæki en verðlagseftir- litið sé einmitt til að veita aðhald. „Við telj- um að vel upplýstir neytendur veiti besta aðhaldið og þess vegna erum við að reyna að upplýsa hvernig verðið þróast,“ segir hann. Kannanir verðlagseftirlits ASÍ á verði heimilistækja voru annars vegar gerðar í byrjun október 2014 og hins vegar í apríl 2015 en á tímabilinu var gengi krónunnar stöðugt og því ekki hækkunarvaldur. Ólafur Darri segir að á næstu dögum séu væntanlegar niðurstöður úr könnunum verðlagseftirlits ASÍ á verði bílavarahluta og svo á byggingavörum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Vonbrigði að neytendur njóti ekki afnáms vörugjalda Verslunin Smith og Norland kom best út úr könnuninni og hafði lækkað verð um meira en 20% hlutfallslega oftast eða í tæplega 80% tilfella. NordicPhotos/Getty  vAtNsmýri systurfyrirtækiN AlvogeN og Alvotech Tugir vísindamanna ráðnir til hátækniseturs Alls 30 háskólamenntaðir raunvís- indamenn hafa verið ráðnir til starfa á þessu ári hjá Hátæknisetri systur- fyrirtækjanna Alvogen og Alvotech sem nú rís innan Vísindagarða Há- skóla Íslands. Búist er við að ráðnir verði að minnsta kosti 20 raunvís- indamenn til viðbótar á þessu ári. Alls hafa um 80 starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækjanna, frá því Alvogen hóf starfsemi á Íslandi árið 2010, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. „Það er ánægjulegt að geta byggt upp starfsemi okkar hér á landi og nýtt íslenska þekkingu við uppbygg- ingu á alþjóðlegri starfsemi okkar. Þegar ég kom að Alvogen fyrir nær sex árum tilkynntum við um áhuga okkar á að byggja upp starfsemi á Íslandi og að fyrirhugað væri að ráða allt að 20 nýja starfsmenn. Nú höfum við ráðið um 80 starfsmenn sem eru í hópi 2.300 starfsmanna samstæðunnar í 35 löndum. Íslend- ingar verða í lykilhlutverki við að móta nýtt líftæknifyrirtæki sem við vonumst til að verði í fremstu röð á sínu sviði,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Í nóvember 2013 hófust fram- kvæmdir við nýtt Hátæknisetur sem verður um 13 þúsund fermetr- ar að stærð. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líf- tæknilyfja og áætlað er að húsið verði tekið í notkun í ársbyrjun 2016. Systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech verða bæði með aðstöðu í Hátæknisetrinu. Sex líftæknilyf eru nú í þróun hjá Alvotech í samvinnu við erlenda samstarfsaðila og fyrstu lyf fyrirtækisins eru væntanleg á markað frá árinu 2018, þegar einka- leyfi þeirra renna út. Alvogen hefur selt líftæknilyf á mörkuðum sínum í Mið og Austur Evrópu í rúm tvö ár og mun selja lyfj Alvotech þegar þau koma á mark- að. Alvotech sér um þróun og fram- leiðslu lyfjanna en Alvogen mark- aðssetur þau á sínum mörkuðum. 6 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015 RISA LAGER SALA BÍLDSHÖFÐA 9 BÍLANAUSTSHÚSIÐ OPNUNARTÍMI: LAU. 1100–1700, SUN. 1300–1700, MÁN.–FÖS. 1200–1800 EIN STÆRSTA LAGERSALA FYRR OG SÍÐAR Á ÍSLANDI EKKI MISSA AF ÞESSU! AÐEINS Í NOKKRA DAGA!25TIL 70% AFSLÁTTUR Leggur grunn að góðum degi – fyrir lifandi heimili –

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.