Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 8

Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 8
Dropi Náttúrulegt kaldunnið þorskalýsi Dropi er nýtt íslenskt þorskalýsi, ríkt af omega-3 fitusýrum og 100% náttúrulegum A og D vítamínum. Fyrsta flokks íslensk náttúruafurð. SRI LANKA PARADÍSAREYJAN 3.-16. NÓVEMBER Verð kr. 549.900.- Innifalið: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir. 588-8900 Transatlantic.is Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. Akureyrarkaupstaður þarf að greiða bætur vegna eineltis og ólögmætra uppsagna hjá Slökkviliði Akureyrar.  Dómsmál AkureyrArkAupstAður bótAskylDur Slökkviliðsstjóri lagði næsta undirmann í einelti Akureyrarkaupstaður var í Hæstarétti í gær, fimmtudag, dæmdur til að greiða fyrrver- andi aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar 500 þúsund krónur í bætur vegna eineltis sem hann mátti þola af hálfu slökkviliðsstjórans. Þá þarf Akureyrarkaupstaður að greiða aðstoðarslökkviliðs- stjóranum 1,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar upp- sagnar, sem og öðrum slökkvi- liðsmanni 750 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar. Báðum mönnunum var sagt upp fyrirvaralaust eftir að þeir höfðu farið í launalaust leyfi. Þá þarf Akureyrarkaupstaður að greiða málskostnað þeirra beggja. Vorið 2011 sagði Isavia ohf. upp þjónustusamningi við Slökkvilið Akureyrar um við- búnaðarþjónustu á Akureyrar- flugvelli. Leiddi þetta til þess að fækka þurfti stöðugildum en Akureyrarbær bauð þeim starfs- mönnum sem annars væru í hættu að missa störf sín að fara í launalaust leyfi. Ágreiningur var hins vegar um hvort starfs- mennirnir hefðu verið upplýstir um að þeir ættu að tilkynna þremur mánuðum fyrir lok leyfis hvort þeir ætluðu að snúa aftur. Akureyrarkaupstaður fékk sálfræðing til að meta einelt- iskvörtun aðstoðarslökkviliðs- stjórans og komst hún að þeirri niðurstöðu að hún ætti við rök að styðjast, meðal annars hafi hann verið lítilsvirtur og lítið gert úr honum fyrir framan aðra stjórnendur. - eh e itt komment á frétt á netmiðli getur veikt stöðu þína eða komið í bakið á þér seinna,“ segir Andr- és Jónsson almannatengill, spurður um tengsl ímyndar fólks á samfélagsmiðl- um og atvinnuleitar. Langflestir Íslendingar eru á Facebo- ok og fleiri samfélagsmiðlum, misvirkir eins og gengur. Sumir eru reyndar svo virkir í athugasemdum á netmiðlum og í hópum á Facebook að mun fleiri þekkja til þeirra og skoðana þeirra en við- komandi gerir sér kannski grein fyrir sjálfur. Og þá vaknar sú spurning hvort það hvernig fólk kemur öðrum fyrir sjónir á samfélagsmiðlum geti hamlað framgangi þess í raunheimum. „Samfélagsmiðlar eru orðin megin- leiðin sem við notum til að fylgjast með og hvernig við upplifum hvert annað. Það mun hafa mikil áhrif á ímynd þína hvernig fólk upplifir þig þar, hvort þú ert í jafnvægi eða á góðum eða slæmum stað í lífinu,“ segir Andrés, sem rekur ráðningarfyrirtækið Góð ráð. Er það orðið hluti af ráðningarferli að skoða hvernig fólk hagar sér á sam- félagsmiðlum? „Ég held að það sé ekki komið á tékklistann, að það sé ekki markvisst skoðað. En ef einhver hefur slæma til- finningu gagnvart þér á samfélagsmiðl- um getur það slegið þig út af borðinu. Ráðningarferli er í eðli sínu mjög ófull- komið ferli. Það þarf að taka ákvörðun á skömmum tíma sem byggð er á litlum upplýsingum og því þarf ekki annað en að einhver sem kemur að ráðningarferl- inu hafi verið með þér í barnaskóla hafi tekið eftir því að þú sért alltaf svo reiður þegar þú ert að kommenta á fréttir. Við segjum oft eitthvað sem við sjáum eftir síðar og ég ráðlegg fólki að vera óhrætt við að eyða því, alveg sama hversu margir eru búnir að læka það. Það er í góðu lagi að vera gagnrýninn svo lengi sem þú ert málefnalegur.“ Andrés hvetur fólk þó til að vera sýni- legt á samfélagsmiðlum. „Fólk á að deila skemmtilegum áföngum og sigrum sem það upplifir í lífinu. Það er besta óbeina kynningin á þér sem í boði er. Það lítur ekki vel út ef þú gúgglar mann sem sækir um starf og þú finnur ekki neitt. Það vill enginn fólk í störf sem hefur ekki gert neitt.“ Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningar- stjóri hjá Vinna.is, segir að í ráðningar- ferli séu notuð fjölmörg matstæki til að finna hæfasta starfsmanninn. Með þeim aragrúa samfélagsmiðla sem eru í gangi megi fólk einnig búast við því að fyrir- tæki gúggli umsækjendur í æ ríkari mæli þegar það sækir um störf til að sjá hvernig þeir komi fyrir á netinu. „Ég hvet þá sem eru að leita sér að vinnu og almenning yfir höfuð að passa upp á hvað það setur á Facebooksíður sínar og aðra samfélagsmiðla. Fólk þarf að vera meðvitað, því netið gleymir engu,“ segir hún. „Við þurfum því að passa upp á að ekki séu óviðeigandi myndir af okkur á netinu, niðrandi skrif og fleira. Einnig þurfum við að fræða unglingana okkar um að slíkt fylgi þeim í atvinnuleit sem öðru.“ Hún tekur sömuleiðis undir með Andrési: „Prófaðu að gúggla þig á net- inu áður en þú ferð í atvinnuleit – hvað kemur upp?“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  VinnumArkAður mikilVægt Að pAssA ímynD sínA á sAmfélAgsmiðlum Slæm ímynd á Facebook getur hamlað framgangi fólks Fólk ætti að passa upp á ímynd sína á samfélagsmiðlum að mati fólks sem starfar við ráðningar. Ekki er markvisst skoðað hvernig fólk kemur fyrir á Facebook þegar fólk sækir um vinnu en ef einhver í ráðningarferlinu hefur slæma tilfinningu gagnvart umsækjanda á netinu getur það komið í veg fyrri að viðkomandi fái vinnuna. Netið gleymir engu. Ef einhver í ráðningarferli hefur slæma tilfinningu gagnvart þér á sam- félagsmiðlum getur það slegið þig út af borðinu. Andrés Jóns- son hvetur fólk til að eyða skrifum sínum ef það sér eftir þeim. Ljósmynd/NordicPhotos/ Getty Andrés Jónsson. Agla Sigríður Björnsdóttir. 8 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.