Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 10
MBA
TAKTU FRUMKVÆÐI
AÐ EIGIN FRAMA
www.mba.is
MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu, hugsað fyrir þá
sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun
og rekstri til að eiga betri möguleika á að takast á við forystuhlutverk í atvinnulífinu.
Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra.
ALÞJÓÐLEG VOTTUN
MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's
(AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangs-
miklu mati á gæðum námsins.
Umsóknarfrestur til að sækja um MBA-námið er til 25. maí.
PIPA
R
\TB
W
A
•
SÍA
•
15
2
2
3
1
KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI INNNES
MBA 2015
JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
FORSTJÓRI OLÍS
MBA 2012
MARGRÉT HAUKSDÓTTIR
FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS
MBA 2010
Þ essir menn eru að veiða svona 2 mílur frá hvala-skoðunarbátunum og ég
veit að þeir hafa verið klagaðir
fyrir að hanga á línunni og veiða
innan hennar. En það gerir engin
neitt í því. Þetta er algjörlega út í
hött,“ segir Rannveig. Hún segir
hrefnum fækka með hverju árinu
í flóanum vegna fæðuskorts og
ekki hjálpi veiðarnar til. „Þeir
hafa veitt um 500 hrefnur frá því
að veiðarnar byrjuðu aftur árið
2003. Hafrannsóknarstofnun
segir dýrin vera að færa sig ann-
að vegna fæðuskorts en þá spyr
ég; „Af hverju má skjóta þessi fáu
dýr sem eru eftir? Ef þeir verða
að veiða, því það er svo þjóðhags-
lega hagkvæmt, af hverju fara
þeir þá ekki annað?“
IP-útgerð eina fyrirtækið
sem stundar hrefnuveiðar
„Þrátt fyrir að við byrjum að
veiða hér við Faxaflóa þá auð-
vitað færum við okkur þangað
sem hrefnan er. Við höfum verið
að fara út frá bæði Sandgerði og
Siglufirði,“ segir Gunnar Berg-
mann Jónsson, eigandi IP-útgerð-
ar, en það er eina fyrirtækið á
Íslandi sem stundar hrefnuveiðar
í dag. Gunnar segist stunda veið-
arnar langt utan við afmörkuð
svæði. „Það er ekki einu sinni
hægt að sjá með kíki á milli báta.
Faxaflóinn er það stórt svæði að
hvalaskoðunin á ekki að finna
neitt fyrir okkur.“
Gunnar segir hvalaskoðunar-
fólk stunda áróður gegn veið-
Baráttan um hvalina
Hrefnuveiðimenn
munu hefja veiðar á
ný í Faxaflóa í næstu
viku við lítinn fögnuð
hvalaskoðunarfyrir-
tækja, en hrefnan er
sú tegund sem ber
uppi hvalaskoðun
í Faxaflóa. Hvala-
skoðunarsamtök
Íslands furða sig á
því að stjórnvöld
leyfi veiðar á þessu
stærsta hvalaskoð-
unarsvæði landsins.
Rannveig Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri
Eldingar, er ekki sátt
við veiðarnar og segir
bátana veiða innan
við griðland hvalanna.
Gunnar Bergmann
Jónsson, eigandi einu
hrefnuveiðiútgerðar
landsins, segir vera
nóg pláss fyrir báðar
atvinnugreinarnar í
Faxaflóa.
unum sem eigi ekki við rök að styðjast.
„Faxaflói er langstærsta griðasvæði hvala
við Ísland en í dag eru komin hvalaskoð-
unarfyrirtæki nánast í hvert smáþorp á
Íslandi. Ef við ætlum að gera griðasvæði
alls staðar þá snýst þetta bara um það hvort
leyfa eigi hvalveiðar eða ekki. En ef það á að
halda veiðunum áfram þá verðum við að fá
að vera einhvers staðar.“
Hvar á að draga mörkin
Vorið 2013 lýsti þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, Steingrímur J.Sigfússon, svæðið
frá Garðskagavita að Skóganesi á Snæfells-
nesi sérstakt griðasvæði hvala á Faxaflóa
en áður höfðu veiðar verið bannaðar innan
línu sem dregin var milli Garðskagavita og
Akraness. Ákvörðun sína byggði
Steingrímur á mati nefndar um
stefnumörkun í hvalveiðimálum
sem eftir átta mánaða
vinnu komst að þeirri
niðurstöðu að stækka
ætti griðasvæðið í Faxa-
flóa. Forsendur þessarar
niðurstöðu voru í megin-
atriðum þrjár; krafan um
sjálfbæra nýtingu auð-
linda, að náttúran njóti
vafans á meðan að öflun
þekkingar fari fram og
að lokum ímyndasköpun,
en stækkun griðasvæðis
hvala í Faxaflóa þótti
nefndinni lýsa viðleitni
allra hagsmunaaðila til
jafnræðis á milli atvinnu-
greina.
Rúmum tveimur
vikum síðar varð það eitt
fyrsta verk nýskipaðs
sjávarútvegsráðherra,
Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, að fella úr gildi
fyrri ákvörðun um
stækkun griðasvæðis
hvala á Faxaflóa. Ástæð-
una sagði hann vera þá
að ákvörðunin hefði ekki
verið tekin á málefna-
legum forsendum. Að hvorki hefði
verið horft til vísindalegra sjónar-
miða né hagsmuna hrefnuveiða á
svæðinu, en um 80% allra hrefnu-
veiða eru stundaðar innan þess
svæðið sem með fyrri ákvörðun var
bannað að stunda veiðar á.
24 hrefnur veiddar í fyrra
Í fyrirspurn Katrínar Jakobs-
dóttur til sjávarútvegsráðherra frá
því í fyrra spyr hún meðal annars
um heildarverðmæti hrefnuveiða
það árið og í svari kemur fram að
þær upplýsingar liggi ekki fyrir. Í
svarinu kemur þó fram að sam-
kvæmt upplýsingum frá hrefnu-
veiðimönnum sé verðmæti hverrar
hrefnu við löndun 1 milljón króna
og á síðasta ári hafi verið veidd 24
dýr. 12-15 manns hafa atvinnu af
hrefnuveiðum yfir sumartímann.
„Verðmætin verða líka til í vinnsl-
unni, verslununum, á veitinga-
stöðunum og í virðisaukanum á
veitingastöðunum. Í fyrra náðum
við bara 24 dýrum svo það sum-
arið þurftum við að flytja inn kjöt
frá Noregi,“ segir Gunnar en allar
veiddar hrefnur við Ísland seljast
á heimamarkaði og ekkert er flutt
út. Það eru þó ekki Íslendingar
sem neyta alls þessa kjöts því sam-
kvæmt Gallup-könnun frá árinu
2013 borða aðeins 3% Íslendinga
reglulega hvalkjöt. Gunnar segist
selja kjötið á 100 veitingastaði víðs
vegar um landið og að þeirra kúnn-
ahópur byggist að mestu leyti á
erlendum ferðamönnum.
3%
Íslendinga
borða reglu-
lega hvalkjöt
(oftar en 6
sinnum á 12
mánuðum).
75%
þjóðarinnar
kaupir aldrei
hvalkjöt.
82%
kvenna neytir
aldri hval-
kjöts.
86%
fólks á aldr-
inum 18-24 ára
neytir aldrei
hvalkjöts.
Heimild: Gallup 2013
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Á kortinu sést hvar hrefnurnar eru veiddar.
Grænri blettir sýna staðsetningu veiddra dýra
árið 2013. Rauðir blettir sýna staðsetningu
veiddra dýra árið 2014. Kortið er unnið af
Hvalaskoðunarsamtökum Íslands eftir upp-
lýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Vorið 2013 lýsti þá-
verandi sjávarútvegs-
ráðherra, Steingrímur J.Sigfús-
son, svæðið frá Garðskagavita
að Skóganesi á Snæfellsnesi
sérstakt griðasvæði hvala á
Faxaflóa en áður höfðu veiðar
verið bannaðar innan línu sem dregin var
milli Garðskagavita og Akraness. Rúmum
tveimur vikum síðar varð það eitt fyrsta
verk nýskipaðs sjávarútvegsráðherra,
Sigurðar Inga Jóhannssonar, að fella úr gildi
fyrri ákvörðun um stækkun griðasvæðis
hvala á Faxaflóa. 80% allra hrefnuveiða eru
stundaðar innan þess svæðis sem með fyrri
ákvörðun var bannað að stunda veiðar á.
Segir pólitík á bak við
allar ákvarðanir
Rannveig segir engin
rök geta stutt veiðarnar
í Faxaflóa. „Við erum að
fá sömu tekjur og af einni
skotinni hrefnu í einni
hvalaskoðunarferð. Við
náum árstekjum þeirra
á svona 4 dögum og svo
skapar hvalaskoðunin
mun fleiri störf. Þar að
auki getum við sýnt
hrefnuna aftur og aftur
á meðan að sú sem er
veidd er bara étin einu
sinni,“ segir Rannveig og
bætir því við að hraður
uppgangur og gott gengi
hvalaskoðunar á Íslandi
sé ekki síst mikilli vinnu
við markaðssetningu
erlendis að þakka. Hún
sé að skila sér margfalt
þrátt fyrir það slæma
orð sem Ísland hafi á sér
vegna hvalveiða. „Það
halda því engin rök að
enn sé verið að veiða
í flóanum og eina ástæðan fyrir
því að þessir menn fá að veiða er
sú að Jón Gunnarsson, formaður
atvinnuveganefndar Alþingis, á
þetta hrefnuveiðifyrirtæki með
syni sínum, Gunnari Bergmann.
Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra
hefur aldrei viljað tala við hvala-
skoðunarsamtökin og sýnir hvala-
skoðun akkúrat engan skilning.
Þessir menn eru allir góðir vinir og
passa upp á hver annan.“
200.000 ferðamenn í hvala-
skoðun í fyrra
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein
sem skapar okkur mestar gjaldeyr-
istekjur og hvalaskoðun er hennar
helsti vaxtarsproti. Á síðasta ári
fóru alls 200.000 ferðamenn í hvala-
skoðun á Íslandi, 57% þeirra voru á
Faxaflóa. Áætlaðar tekjur af miða-
sölunni sama ár voru 1,5 milljarður
en afleiddar tekjur voru 2,4 millj-
arðar. „Okkur finnst það furðulegt
að hrefnuveiðimenn fái að hefja
veiðar á ný í Faxaflóa,“ segir María
Björk Gunnarsdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum
Íslands. „Umfang hvalaskoðunar
og þjóðhagslegt mikilvægi hefur
aukist á undanförnum árum og það
er sorglegt að vita af þessari ógn
við atvinnugreinina hér í Faxaflóa.
Ábyrg hvalaskoðun byggir á þeirri
grundvallarhugsjón að nýta megi
auðlindina aftur og aftur, en það
sama verður ekki sagt um hvalveið-
ar því skotinn hvalur verður hvorki
skoðaður né skotinn aftur.“
Framkvæmdastjóri Eldingar segir hvalveiðimenn veiða hrefnur á griðarsvæði hvalanna
en Gunnar Bergmann, eigandi einu hrefnuveiðiútgerðar landsins, segist stunda veiðarnar
langt utan við griðarsvæðið.
10 fréttaskýring Helgin 8.-10. maí 2015