Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 12

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 12
F Fari allt á versta veg verður íslenskt samfé- lag í uppnámi vegna átaka á vinnumarkaði um næstu mánaðamót. Verkfall nokkurra stétta háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu hefur þegar staðið í mánuð og afleið- ingar þess sjást vitaskuld, hvort heldur er í heilbrigðiskerfinu, hjá sýslumannsembætt- inu á höfuðborgarsvæðinu eða á ferskvöru- markaði matvöruverslana. Skæruverkföll Starfsgreinasambandsins standa yfir og enda í allsherjarverkfalli 26. maí, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Þessi verk- föll hafa mikil áhrif á lands- byggðinni, í ferðaþjónustu, fisk- og kjötvinnslu, ræsting- um, iðnaði og byggingariðn- aði og fólksflutningum. Stór stéttarfélög bætast að óbreyttu í verkfallsröðina en fé lags menn í VR, aðild ar fé lög- um Lands sam bands íslenskra verzl un ar manna og Flóa banda- lags ins hafa boðað til at kvæðagreiðslu um verk föll og verði þau samþykkt hefjast að- gerðir 28. maí. Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um boðun verkfalls hjá ríkinu 27. maí og þarf ekki að fjölyrða um áhrif verk- falls þeirra á heilbrigðiskerfið sem þegar höktir vegna verkfalls geislafræðinga, líf- eindafræðinga, náttúrufræðinga og ljós- mæðra á Landspítalanum – sem fylgir í kjölfar læknaverkfalls í vetur. Forseti Al- þýðusambands Íslands hvatti til þess í 1. maí ávarpi að afl aðildarfélaga sambandsins yrði sameinað undir einum fána 110 þúsund félagsmanna til þess að hámarka þrýsting- inn og herkostnað atvinnurekenda. Ástæður átakanna nú rakti forseti ASÍ til kjarasamn- inga sem ríki og sveitarfélög gerðu við kenn- ara og háskólamenn í kjölfar samninga ASÍ og BSRB í fyrravetur og samninga ríkisins við lækna í byrjun þessa árs. Það kom á daginn, sem margir óttuðust, að fyrrgreindir samningar, einkum læknasamn- ingarnir, yrðu fordæmi kröfugerðar annarra, jafnvel þótt talað væri um að þá þyrfti að taka út fyrir sviga. Óumdeilt er að ríkið var kné- sett í þeirri deilu – en viðurkenna verður að fátt er til varna þegar stétt eins og læknar beitir öllu afli í kjarabaráttu. Sama mun gilda um hjúkrunarfræðinga, komi til verk- falls þeirrar mikilvægu heilbrigðisstéttar. Öll störf í samfélaginu eru mikilvæg og verkfall hvar sem er hefur röskun í för með sér, en fátt er erfiðara viðureignar en það sem varðar líf og heilsu fólks. Síðustu almennu kjarasamningar voru á hófsömum nótum og fyrir liggur að þeir skiluðu launþegum meiri kaupmætti á liðnu ári en dæmi eru um. Í kjölfarið er verðbólga lægri en um áratugaskeið og vextir lægri. Stöðugleiki komst á sem skilar sér jafnt til launþega og fyrirtækja. Svigrúm er til kjarabóta og það ber að nýta. Koma þarf til móts við þá sem vinna á lægstu töxtum. Fólk verður að geta framfleytt sér af vinnulaunum. Aðrar kröfur í yfirstandandi kjaradeilum virðast þó vera utan þess svig- rúms sem fyrir er. Það gagnast engum að knúnar séu fram óraunhæfar hækkanir allra, jafnvel svo nemur tugum prósenta. Innistæða verður að vera fyrir hendi. Allir deiluaðilar ráða yfir hagdeildum og sérfræðingum sem geta reiknað út hvert svigrúm er til kjara- bóta, miðað við fyrirliggjandi hagtölur. Verði í hita leiksins litið fram hjá þessu blasir við að kjaraskerðing verður knúin fram með afli – svo jafna megi hlutfall milli stétta, það er að segja ná til baka kjarabótum af kennurum og læknum. Allir standa þá verr að vígi en áður. Sætt er sameiginlegt skipbrot, segir máltækið. Fari sem horfir bíður samfélagsskaði. Ekki þarf að fjölyrða um haltrandi heilbrigðiskerfi. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir verkföllum en háönn hennar er fram undan. Sú grein hefur dregið hefur vagninn undanfarin ár hvað varðar bættan þjóðarhag. Önnur burð- argrein, sjávarútvegur, stendur frammi fyrir milljarðatjóni vegna verkfalls hjá Matvæla- stofnun. Kallað er eftir raunsæi og ábyrgð, að for- ystumenn launþega, fyrirtækja og ríkis- valds setjist sameiginlega að borði og nái ásættanlegri niðurstöðu. Minnast má, í því sambandi, afleiðinga sólstöðusamninganna svokölluðu, árið 1977. Íslenskt samfélag var hálfan annan áratug að jafna sig á afleiðing- um þeirra æsilegu verðbólgusamninga. Afli beitt til að knýja fram kjaraskerðingu Sætt er sameiginlegt skipbrot Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS FamilyCamp er íslenskur tjaldvagn sem er hannaður og smíðaður til að standast íslenskar aðstæður. Kassinn á FamilyCamp er smíðaður úr trefjaplasti með 15 mm einangrun í hliðum og 10 mm í loki. Undir rúmi er geymsla og hægt er að lyfta rúmbotni upp til að komast í hana en geymslan virkar einnig sem einangrun undir rúmi. Seglið er saumað úr 100% bómull sem gerir FamilyCamp einstaklega hlýjan og notalegan. FamilyCamp er með svefnpláss fyrir fjóra í tveimur herbergjum. FamilyCamp er léttur aðeins 310 kg. en með burðargetu upp á 240 kg. hann er á galvaniseraðri grind með AL-KO flexitorum og 13” felgum. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að reisa vagninn og setja upp fortjaldið. Verð kr. 1.470.000,- með fortjaldi. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 12 viðhorf Helgin 8.-10. maí 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.