Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 26

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 26
LEIKTÆKIN FÆRÐU Í KRUMMA KRUMMA RÓLUR KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS FRÁ 122.900kr FRÁ 106.800kr BERG TRAMPÓLÍN WINTHER HJÓL FRÁ 21.680kr Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is J apan er mjög skrítið land á jákvæðan hátt. Það er svo allt öðruvísi en ég bjóst við. Landið er svo lítið mengað af vestrænni menningu og það er svo rosalega mikið af fólki þarna! Það var eiginlega dálítið yfirþyrm- andi,“ segir tónlistarkonan Sóley sem er nýkomin úr sinni fyrstu ferð til Japan. Sóley gefur „Ask the Deep“, sína aðra sóló plötu, út í dag og eru því næstu mánuðir fullbók- aðir í ferðalög. Japansferðin var þó einskonar útúrdúr og tilheyrir ekki tónleikaferð nýju plötunnar. „Ég fór með Sindra úr „Sin Fang“ en við vorum saman í hljómsveit- inni Seabear og erum gamlir vinir. Við spiluðum í Kyoto, Nagoya og Tokyo og það var bara ótrúlega góð stemning. Ísland er voða vinsælt hjá Japönum og margir sem ég talaði við voru til dæmis búnir að fara þrisvar á Airwaves. Japanir eru mjög þakklátir fyrir tónlist og sýndu okkur mikið þakk- læti fyrir að hafa komið. Þó það búi þarna fullt af fólki þá kom það mér á óvart að það var fullt á öllum tón- leikunum hjá okkur og samt vor- um við að koma í fyrsta skiptið.“ Léleg í að auglýsa sig Sóley, sem býr í Norðurmýrinni í Reykjavík en segist stefna á að fara bráðlega aftur á æskuslóðirnar í Hafnarfirði, lærði píanóleik og tónsmíðar í Listaháskóla Íslands. Hún byrjaði tónlistarferil sinn með hljómsveitinni Seabear árið 2006 en gaf út sína fyrstu smáskífu, „Theater Island“, árið 2010. Ári síðar gaf hún út sína fyrstu plötu, „We Sink“, sem fékk glimrandi góða dóma jafnt hérlendis sem erlendis. Það er samt óhætt að segja að platan vakti meiri athygli erlendis en hérlendis. „Já, ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist. En það er dálítið fyndið að þegar ég held tónleika á Íslandi þá mæta aðallega útlendingar. Ég spilaði í febrúar á Húrra og þá mættu víst 10 Íslendingar og 200 útlendingar. Mér finnst reyndar aðallega rosa- legt að það skuli vera svona margir útlendingar á Íslandi. En ég held í alvöru að Íslendingar viti bara ekkert hver ég er, ég er allavega ekki heimsfræg hér,“ segir Sóley og hlær. „Ég er líka sérstaklega léleg í að senda upplýsingar í blöðin, um að ég sé á leið út eða að ég sé að eignast barn eða að fá mér kaffi. Það skiptir alveg máli að vera duglegur í svoleiðis ef maður vill vera þekktur. En mér finnst þetta fínt svona, ég fer bara út og spila fyrir útlendingana,“ segir Sóley og bætir því við að það að spila fyrir erlendan markað þýði auðvitað meiri líkur á að geta lifað af listinni og það hafi hún blessunarlega getað gert síðust ár. Enginn milljónamæringur Fá íslensk lög hafa fengið jafn mikla hlustun á You-tube og lagið „Pretty face“ af fyrstu plötu Sól- eyjar. Í dag er það með næstum 19 milljón áhorf og margir hafa velt því fyrir sér hvort Sóley hljóti ekki örugglega að vera orðin milljóna- mæringur í kjölfarið. „Nei, alls ekki, segir Sóley og hlær. „Þetta var allt saman mjög fyndið, ég vissi ekki einu sinni af þessu á You-tube fyrr en lagið var komið með nokkur milljón áhorf. Það var einhver Þjóðverji sem setti lagið þarna inn og það er þarna ennþá á hans nafni. En svo hafði útgáfufyrirtækið mitt samband við hann og í dag fæ ég einhver pínku- Sóley semur og tekur allt upp sjálf, nema trommur sem hún segist ekkert kunna á. Trommarinn Jón Óskar Jónsson og gítarleikarinn Albert Finn- bogason fylgja henni á tónleika- ferðalögum. Það er þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur Sóleyju út. ponsu stefgjöld af þessum spil- unum. Ég held að það þurfi að vera þarna auglýsingar til að listamað- urinn græði meira en er samt ekki viss því þetta er svo fáránlega flók- ið dæmi að ég skil það varla sjálf þó ég hefi reynt að lesa mér til um þetta. Eitt er þó víst og það er að aðal innkoman fer svo sannarlega ekki til tónlistarmannsins,“ segir Sóley sem er þó, kannski að hluta til vegna alls þessa, með ótrúlega sterkan aðdáendahóp á netinu. „Það góða við svona You-tube áhorf er að fólk kynnist tónlistinni manns og fer kannski að skoða fleiri lög, finnur mann á facebook eða twitter og svo koll af kolli. Svo kemur fólk kannski á tónleika eða kaupir af mér plötu. En það er í raun ótrúlega merkilegt að svona gerist bara út frá einu lagi. Og svo er þetta allt dálítið fyndið því pers- ónulega finnst mér þetta ekkert svo skemmtilegt, ég hefði allavega valið annað,“ segir Sóley og hlær að þessu öllu saman. Stundum erfitt að vera túrandi mamma „Plötusala fer dvínandi með hverju ári en síðasta platan mín er samt alveg að seljast eitthvað ennþá í búðum eins og Smekkleysu, aðal- lega af túristum hafa þau sagt mér. Vínillinn er líka kominn í þriðju endurprentun svo þetta mjakast út. En helsta tekjulind tónlistarfólks í dag held ég að sé af tónleikahaldi. Þar selur maður líka plötur ef maður nennir að fara fram eftir tónleika, en það er mis- jafnt eftir löndum. Mér gengur sérstaklega vel í Þýskalandi þar sem útgáfufyrirtækið mitt er og mér finnst líta alveg yndis- legt að spila þar, segir Sóley sem er á leið þangað og til Pól- lands þar sem nú þegar er uppselt á flesta tónleika. Í framhaldinu fer hún svo til helstu borga Evrópu en svo stefnir hún á að spila mikið á Íslandi í sumar. Eftir sumarið fer hún svo aftur á flakk því hún er bókuð víðsvegar um heiminn fram að jólum. Fyrir utan að vera á fullu við að kynna nýju plötuna er Sóley líka á fullu við að kynnast rúmlega eins árs gamalli dóttur sinni og móður- hlutverkinu. „Þetta gengur ótrú- lega vel. Reyndar er stundum al- veg ömurlegt að vera úti því hún er ennþá svo lítil og svo er hún voða- leg mömmustelpa. Hún var bara að hætta á brjósti núna eftir að ég kom frá Japan. Ég fór til Ástr- alíu að spila þegar hún var aðeins yngri og var þá bara að pumpa mig á fullu til að reyna að halda í mjólk- ina og svo tók hún sem betur fer aftur brjóstið þegar ég kom heim. Ég var ekki alveg tilbúin til að sleppa henni frá brjóstinu, ég var svo ákveðin í að þessi tónleikaferð yrði ekki til þess að barnið hætti á brjósti,“ segir Sóley og hlær.„ En hún kemur með mér í næstu ferð því mamma kemst með okkur, svo það er frábært. Áður fyrr hugsaði ég mikið um það hvernig ég myndi fara að ef ég ætti barn, hvort ég yrði ekki bara að hætta að spila og hætta að túra, en svo er þetta bara vinnan mín og maður harkar þetta af sér.“ Platan unnin á erfiðum tíma Sóley segir nýju plötuna sína vera mjög persónulega. Hún hafi verið unnin á erfiðu tímabili í lífi hennar og það endurspeglist í einhverj- um laganna. „Það er langt síðan síðasta platan mín kom út en ég byrjaði að vinna þessa plötu stuttu síðar og vann mikið í henni árið 2012, en það var svolítið mikið „hard-core“ ár fyrir mig. Það gerð- ist dálítið mikið af frekar hræði- legum hlutum þetta ár sem ég er aðeins að vinna úr í tónlistinni,“ segir Sóley sem vill ekki útlista þessa erfiðleika frekar. „Stuttu síðar varð ég svo ólétt, alveg óvænt, og það var líka dálítið erfitt andlega. Ég var að takast á við mikið af tilfinningum og var því frekar kvíðin og hrædd alla með- gönguna. En svo var auðvitað allt í lagi eftir að ég fæddi hrausta stelpu. En platan fjallar á köflum um það hvað hugur manns getur auð- veldlega fokkað upp í öllu. Sumt í textanum er undir áhrifum frá öllu þessu. En svo finnst mér gaman að því að platan skuli heita „Ask the deep“. Fyrst átti hún að fjalla mikið um hafið og hversu stórt og óhugnanlegt það getur verið, en svo á endanum var ég ekki að fjalla um djúpan sjó heldur hversu djúpt við getum farið í hugsanir okkar,“ segir Sóley sem finnst frekar skrítið að í dag skuli öllu þessu persónulega efni verða deilt með þeim sem vilja hlusta. „Það er mjög skrítin tilfinning en líka samt svo æðisleg því það eru allar tilfinningarnar þarna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.