Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 33
þessu má raða saman fullkomnum hádegisverði. Torgið er konuheimur, veröld gamalla kvenna. Dóttir okkar, átta ára, var klipin átján sinnum í kinn- ina og fékk ís, konfekt, tyggjó og límonaði fyrir að vera svona mikið krútt. Mest fjörið er við borðið næst samlokugerðinni. Þangað leituðu konurnar um leið og hlé verður á afgreiðslunni og þangað koma vinir þeirra úr þorpinu. Við skiljum ekki orð af því sem fólkið segir og vitum ekki af hverju það hlær, en við höf- um setið við svipuð borð með líku fólki og hlegið af sambærilega létt- vægum hlutum. Kúnstin við svona samtöl er að segja ekkert sem skipt- ir neinu sérstöku máli en segja það þannig að allt annað virðist hjóm og óþarfa áhyggjur og vesen. Þetta er svona félagslegt heilslubótarnudd, gerir sálinni og andanum gott. Skortur á svona léttvægu snakki er að gera íslensku þjóðina sturlaða. Það þolir enginn að hneykslast og skammast frá morgni til kvölds. Goðaveldið fellur en klíkurnar lifa Lengst frá þessu borði, við hinn endann á húsveggnum sátu yngri menn og ræddu landsins gagn og nauðsynjar meðan þeir supu bjór. Einn þeirra var múrarameistari sem var að endurbyggja íbúðar- húss við torgið — eða lét, öllu held- ur, nemann sinn vinna meðan hann sagði sjálfur sína skoðun við borðið. Þegar hann hafði slegið botninn í söguna stóð hann upp til að fara að vinna en þá kom sonur hans á hlaupahjóli, eini rastafarinn í Corti, tólf ára strákur með dreadlocks og skiljanlega þurfti múrarameistar- inn að leggja honum lífsreglurnar. Auðvitað skilur gestkomandi ekki út á hvað lífið í litlum bæ upp í fjöll- unum á Korsíku gengur. Korsíka er lík Íslandi, hálöndum Skotlands, fjörðunum og norðurlandi Noregs og öðrum útnárum Evrópu. Þetta eru of fámenn svæði til að hafa staðið undir sterkri miðstjórn. Saga þeirra liggur frá stríðsherraklönum og goðum yfir í nútímastjórnmál sem eru mettuð af þjóðernishyggju, smá- kóngahætti, héraðshöfðingjum – og klíkum. Eins og íslensk nútímastjór- nmál eru í raun gömlu goðaveldin í búningi nútímastjórnmála skilst mér að stjórnmálin á Korsíku snúist um eitthvað allt annað en látið er í veðri vaka. Og undir niðri ráða ein- hverjar klíkur öllu. Sumar eru svo sterkar að fólk kallar þær mafíu, korsnesku mafíuna. Hún hefur putt- ana í of mörgu. Klarínettuleikari, vinkona okkar, varð til dæmis að hætta í píanónámi þegar hún var tíu ára vegna þess að píanókennarinn kunni ekki á píanó. En hann var frændi mannsins sem réð tónlistar- kennara í skólana. Skiljanlega hefur ekki byggst upp gott tónlistarnám á Korsíku. Þótt við búum að góðum tónlistarskólum á Íslandi þá þekkj- um við þessi eyðileggjandi áhrif klík- anna á aðra þætti mannlífsins. Öllum morðum hætt Sturlungaöld lauk ekki á Korsíku fyrr en á síðustu öld. Langt fram á þá tuttugustu voru hefndarvíg nán- ast daglegt brauð, alla vega viku- legt. Samfélagið var vafið inn í enda- lausan þráð hefnda og hefnda fyrir hefndir sem enginn kannski vissi upphafið að. Þetta ástand varði svo lengi vegna þess að hvorki Genúa- menn né Frakkar, sem tóku eyjuna af Genúa þegar veldi borgarinnar hnignaði, skiptu sér um of af Kor- síku. Þótt eyjan tilheyrði stærra ríkjasambandi voru það eftir sem áður smákóngar og héraðshöfðingj- ar sem stjórnuðu eyjunni og kúguðu fólkið. Það var ekki fyrr en eftir ára- tuga og aldalangan stöðugan fólks- flótta frá eyjunni að hefndarvígin lögðust af. Þar sem við sátum á Gaffory- torgi í Corti vorum við ekkert hissa á að Korsíkumenn væru hættir að stinga hvorn annan með hnífi til að verja heiður ættarinnar eða auka áhrif klíkunnar. Eins og Jean Mar- ie eru konurnar sem sinna okkur á torginu komnar vel á efri ár. Hefnd- ir, stríð og spellvirki hafa alltaf ver- ið ungs manns gaman, þótt oft séu það eldri menn sem egni þá yngri til ódáða. En þegar gamla fólkið hefur ekki lengur neinu ungu fólki að stjórna, nema kannski tólf ára strák sem vill frekar tilheyra tón- listinni á Jamaíku en hefndarvíg- um gömlu Korsíku, getur gamla fólkið lítið gert annað en hlegið í sólinni. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Samlokugerðin og barinn á Gaffory- torgi í Corti. Þegar leið á hádegið fjölgaði við borðið næst okkur og lifn- aði yfir samtalinu. Þangað söfnuðust konurnar úr þorp- inu og héldu lífi í þorpsandanum þótt ferðamenn- irnir fylltu vel flest hinna borðanna og vildu eigna sér bæinn. Mynd/ Alda Lóa BRJÓSTABOLLAN 2015 látum gott af okkur leiða Styrktarfélagið Göngum saman styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. Landssamband bakarameistara leggur málefninu lið með sölu brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. gongumsaman.is labak.is matartíminn 33 Helgin 8.-10. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.