Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 36

Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 36
Frá Alla til Kalla H Hvaða foreldri þekkir ekki suð barna sinna um dýr, sætan kett- ling eða hvolp? Það getur verið erfitt að standast slíkar óskir enda eru kettlingar og hvolpar afar krúttleg kvikindi. Vandinn er hins vegar sá að dýrin stækka og ekki er á vísan að róa með áhuga barnanna á rummungshundi eða ketti sem fer sínar eigin leiðir. Um- sjónin lendir því oftar en ekki á foreldrunum. Við hjónakornin stóðum frammi fyrir þessu á sinni tíð, líkt og aðr- ir barnauppalendur, en stóðumst þrýstinginn. Því héldum við hvorki hund né kött. Ég var alla tíð harð- ur á þessu enda nennti ég ekki að taka þátt í slíku. Þó hafði ég góða reynslu af umgengni við hunda og kött þegar ég var strákur í sveit. Þar bar ég samt enga ábyrgð á dýrun- um, þau voru bara leikfélagar þegar þannig stóð á en annars vinnudýr, að minnsta kosti smalahundarnir. Auðvitað má líta á málið frá öðru sjónarhorni, að það sé hollt börnum að alast upp með dýrum og læra að umgangast þau. Foreldrar verði því að leggja á sig þá vinnu og ábyrgð sem dýrahaldinu fylgir. Við gerðum það ekki, með undantekningum þó. Á einhverju suðtímabilinu létum við það eftir yngri syni okkar og eldri dóttur að eignast páfagauka. Þau fengu gauka og sitt hvort búrið – og bar að sjá um fuglana. Það gekk svona og svona og fuglahaldinu lauk þegar strákurinn hafði stungið matarkexi inn um rimlana um hríð í stað korns. Þá gáfum við fuglana á betra heimili – og mátti ekki á milli sjá hvor málsaðila var glaðari, foreldrarnir eða fuglaeigendurnir. Síðar eignaðist sama dóttir okkar hamstur, albínóa með bleik augu. Það var einkar hvimleiður einstak- lingur, svo ekki sé meira sagt, djöfl- aðist allar nætur í búri sínu á þartil- gerðu hjóli enda ku hamstar vera næturdýr, jafnt bleikir sem brúnir. Verst var þegar hamsturinn, sem gegndi nafninu Alli albínói, slapp úr búri sínu og hélt um hríð til í snúru- flækju undir sjónvarpinu. Þá hét ég því að dýrahaldi lyki á þessu Kópa- vogsheimili og við það var staðið. Yngri dóttir okkar þráði, ekki síður en eldri systkinin, að eignast dýr, helst hvolp sem héldist í því formi fram á fullorðinsár. Ég var eftirlátssamur við yngsta barnið, það viðurkenni ég, en stóðst samt dýrapressuna, jafnvel þótt horft væri á mig stórum sannfærandi barnsaugum. Málið leysti ég með því að kaupa handa henni tuskudýr í hvert sinn er dýraþráin kom upp í henni. Mér er til efs að önnur börn á hennar reki hafi átt fleiri tuskukvik- indi. Enn er ég að rekast á þau hér og þar, einkum í sumarbústaðnum sem er endastöð fyrir margt gamalt og gott. Það er því forvitnilegt að fylgjast með börnum okkar, sem nú eru full- orðið fólk, með sín börn sem suða í þeim um dýr. Yngri sonur okkar, fyrrum páfagaukseigandi, virðist lítið spenntari fyrir dýrahaldi en faðir hans var á sínum tíma – og verst því sem má. Þó létu þau hjón undan þrábeiðni barna sinna fyrir skemmstu og keyptu fiskabúr. Það var fyllt af vatni og gerviplöntum og síðan trommað í bæinn og keyptir tveir fiskar. Þeir voru á lífi síðast þegar ég frétti. Fiskar í búri eru sniðug lausn fyrir foreldra. Það þarf tiltölulega lítið fyrir þeim að hafa, þeir þurfa ekki pössun nema ef fjar- vistir verða langar og það þarf ekki að fara með þá út að ganga. Börn eldri sonar okkar og konu hans hafa líka suðað um dýr. For- eldrarnir hafa komið sér fimlega undan og reikna ég með því að minn ágæti sonur hafi lært talsvert af föður sínum á æskudögum og það komi sér vel nú. Ýmislegt getur þó gerst og börn eru hugmyndarík, ef þau ætla sér eitthvað. Tólf ára sonur þeirra sá að við svo búið mátti ekki standa og gerði bandalag við tíu ára gamla systur sína – án þess að fullorðnir á því heimili kæmu að málinu, enda hafa þau systkin án efa gert sér grein fyrir því að á brattann yrði að sækja ef fá ætti samþykki við ráðabrugginu. Strák- urinn gerði sem sagt út leiðangur í Elliðaárdalinn með félögum sínum, vopnaður kassa til að veiða kanínu. Eftir þriggja tíma smölun í dalnum tókst guttunum að lokka eina í kass- ann. Þeir þrömmuðu því með feng sinn heim á leið. Minn maður, elsta barnabarn okkar, vildi hefja kan- ínubúskap í garði foreldra sinna, án þess að láta þá vita. Kanínan fékk næturvist í herberginu hans fyrstu nóttina. Það er virðingarvert fram- tak, að mati ábyrgðarlauss afans. Hún fékk eina gulrót þessa fyrstu gistinótt. Systirin var gerð að hluthafa í kanínubúinu, með því stranga skil- yrði að hún léti hvorki mömmu né pabba vita. Hún fékk jafnframt það hlutverk að gera villikanínuna hús- vana. Hvað gerir tíu ára nútíma- stúlka við þær aðstæður, hafandi lært sitt af hverju um hreinlæti og snyrtimennsku? Jú, hún setur kan- ínuna í sturtu og þvær með sjampói. Ekki fer sögum af því hvernig kan- ínan úr Elliðaárdalnum tók sturtu- baðinu en hitt liggur fyrir að báðum brá, móður og dóttur, með tilheyr- andi ópum, þegar baðherbergisvist þeirrar yngri þótti hafa dregist úr hömlu. Mamman opnaði dyrnar til þess að kanna hvort ekki væri allt í lagi en hrökklaðist til baka þegar hún kíkti inn. Þar sat stelpan flötum beinum á baðhergisgólfinu og beitti hárþurrku móður sinnar af kúnst á hráblautan feld villikanínu úr El- liðaárdal. Kexgaukarnir voru ekkert mál á sínum tíma og jafnvel leiðindagaur- inn Alli albínói, blessuð sé minn- ing hans, stenst engan samanburð við þessar stórkostlegu framfarir í dýrahaldi milli kynslóðanna, sjálfri heimkomu Kalla kanínu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 8.-10. maí 2015 www.gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air saman! Gaman Innifalið í verðinu er flug til Prag, gisting í 3 nætur miðað við 2 saman í herbergi, morgunmatur, ferðir til og frá flugvelli, ferðir til og frá golfvöllum og þrír golfhringir. Golerð til Prag 11. - 14. júní 139.900 kr.Frá: Innifalið í verðinu er flug til London, gisting í 2 nætur, morgunmatur og Club Wembley- miði á úrslitaleikinn. Við eigum líka nokkur sæti eftir í fótboltaferðina á Holland – Ísland í september. FA Cup Final 29. - 31. maí í London 219.900 kr. með Gaman Ferðum Innifalið í verðinu er flug til Prag, taska báðar leiðir og gisting í 3 nætur á Mooo Apartments á frábærum stað í miðbænum miðað við 2 saman í herbergi. Helgarferð til Prag 11. - 14. júní Frá: 79.900 kr. Frá: Innifalið í verðinu er flug til London, gisting í 2 nætur, morgunmatur og VIP-miði á tónleika Madonnu. Við erum einnig með í boði tónleikaferðir á Fleetwood Mac, AC/DC, One Direction og U2. Madonna í London 1. - 3. desember 129.900 kr.Frá:

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.