Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 40
þurfa þetta úrræði oftar en aðrir og hefur það gefist vel. Það stendur heldur ekki á svörum þegar ég spyr yfir hópinn hvernig fjölgreinadeildin sé öðruvísi en þeirra gamli skóli: „Við fáum miklu meiri aðstoð og eigum meiri sam- skipti við kennarana og kynnumst þeim betur. Þegar mann vantar hjálp kemur kennarinn og fer vel yfir allt með manni þangað til mað- ur er kominn með það á hreint í staðinn fyrir að fara bara strax áður en maður er búinn að skilja.“ Þetta hljómar eins og þeim finnist fjölgreinadeildin vera betri og þegar ég spyr þá beint út svara þeir í ein- um rómi: „Já!“ Og þeir segja líka að þeim líði betur þar en í gamla skól- anum sínum og fá betri einkunnir. „Ég var alltaf með meðaleinkunn í kring um 3 í gamla skólanum mín- um en í fyrra var ég með 8,5 í með- aleinkunn,“ segir einn þeirra, eðli- lega stoltur af sjálfum sér. Áherslan á verklegu greinarnar skilar sér þarna greinilega enda hefðbund- ið bóknám ekki fyrir alla. Þessir drengir hafa líka búið til sín eigin hjólabretti frá grunni, hannað þau, sagað, smíðað, málað og fest hjólin á. Sumir þeirra ætla þó ekki einu sinni að nota þau heldur vilja hafa þau uppi á hillu til skrauts. Önnur úrræði, sem svipar til fjölgreinadeildar, eru ekki mörg á landinu. Brúarskóli heldur úti skóla- starfi sem líkist því sem deildin hefur upp á að bjóða. Eins má nefna nýlegt úrræði í Hlíðarskóla á Akur- eyri þar sem boðið er upp á þjón- ustu sem svipar til þess sem deildin býður upp á. Christanskolen í Fre- deriksberg í Kaupmannahöfn hefur verið vinaskóli deildarinnar síðustu ár og hafa stjórnendur, starfsmenn og nemendur þessara deilda farið í heimsóknir og lært að útbúa nám- skrá á faglegum grundvelli út frá áhuga og getu nemenda. Sauma barnaföt fyrir hjálpar- starf Eftir að hafa kvatt strákana í 10. bekk er ferðinni heitið út í smíðaskúr þar sem 9. bekkingar eru að vinna að ýmsum smíðaverkefnum. Einn er að búa til ofurhetjubrynju sem hann ætlar að gefa litla bróður sínum en brynjan er úr plasti sem hann mótaði í glerofni, málaði og er nú að binda saman. Annar er að leggja lokahönd á bíl sem hann hefur smíðað frá grunni og verður að herbergisstássi heima við þegar hann er tilbúinn. Sá þriðji er að gera sig kláran til að renna lampa í rennibekknum. „Það þýðir ekkert að láta alla gera nákvæmlega það sama. Við erum stundum með þemavinnu en yfir- leitt fá þeir að velja sér verkefni sem þeir hafa áhuga á,“ segir Stína. Inni á smíðaverkstæðinu eru illa farin reiðhjól sem bíða þess að fá yfirhalningu hjá drengjunum í fjöl- greinadeildinni en þeir nýta aðstöðu í Músík og mótor, félagsmiðstöð í Hafnarfirði, til að gera hjólin upp. Hér er það sama uppi á teningnum þegar ég spyr drengina um líðan sína í fjölgreinadeildinni og náms- árangur. Þeir eru hæstánægðir. Spurðir hvað þeim finnst skemmti- legast að gera eru þeir sammála um að það sé að elda og baka, „aðallega að baka og borða svo það sem við bökuðum,“ segir einn þeirra. Námskynningar, vettvangsferð- ir og heimsóknir á vinnustaði eru hluti af starfi deildarinnar. Nem- endurnir læra líka gildi samhjálpar, til að mynda með því að baka kök- ur, selja og gefa ágóðann til ABC- barnastarfsins. Nemendur sauma einnig barnaföt úr flísteppum sem keypt voru ódýrt í Rúmfatalagernum ásamt afgöngum úr starfi vetrarins í textíl. Barnafötin eru gefin Rauða krossinum sem úthlutar þeim til barna sem eiga um sárt að binda. Stína er stolt af „strákunum sínum“ og segir að rétt eins og önnur börn hafi nemendur fjöl- greinadeildar fjölbreytta hæfileika. „Okkar verkefni er fyrst og fremst að laða fram það besta í hverjum og einum. Við leggjum áherslu á ein- staklingsmiðað nám sem byggir á námi og verkefnum við hæfi hvers og eins,“ segir Stína og faðmar mig aftur þegar við kveðjumst. „Það mikilvægasta sem við getum gefið þessum strákum er að sýna þeim að þeir skipta okkur máli og þeir eiga framtíðina fyrir sér. Þeir geta allt ef þeir trúa á sjálfa sig.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Mikil áhersla er lögð á verklegt nám í fjölgreina- deildinni. Handlaginn nemandi á smíðaverk- stæðinu vinnur að lampa í renni- bekknum. Kennarar vinna náið með nemendum og geta gefið þeim meiri tíma en almennt tíðkast. Hér vinna drengirnir með sjálfs- mynd sína en flestir hafa þeir brotna sjálfsmynd þegar þeir koma í fjöl- greinaeildina. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Örgöngur um Breiðholtið Örgöngur um Breiðholtið 13., 20. og 27. maí, miðvikudagar Fararstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Brottför: Kl. 19 frá bílastæði við íþróttahús ÍR við Skógarsel í Breiðholti (gamla Alaska). Kvöldgöngur þar sem gengið er um hina fjölmörgu stíga sem liggja um Breiðholtið og tengja Seljahverfið, Bakka- hverfið og Fellahverfið. Saga og uppbygging hverfisins rifjuð upp og ný listaverk skoðuð. Um 1½ klst. Þátttaka ókeypis – allir velkomnir www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Sleppir ekki fyrsta sætinu „Jack Reacher er konungur konunganna, töffari töffaranna …“ SteinþóR GuðbJaRtSSon MoRGunblaðið ★★★★ Apríl 2015 1 HeildArlisti Metsölulisti Eymundsson Kiljur vika 18 1. 40 úttekt Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.