Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 46
46 bílar Helgin 8.-10. maí 2015
ReynsluakstuR audi Q5
klassík
GlæpsamleG
tvenna
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð
39
Áttunda bókin um
Stellu Blómkvist
sem er harðsnúin,
sjálfstæð og herská
sem aldrei fyrr.
„Heldur manni
föngnum allt til loka
eins og góðum
„krimma“ sæmir.“
ÁSdíS Skúladóttir /
lifðu núna
apríl 2015
1 íslensk
skáldverk
apríl 2015
2 íslensk
skáldverk
Hæsta einkunn
í öllum flokkum
Audi Q5 sannar það að þýska gæðastálið er engin goð-
sögn. Þessi fjórhjóladrifni sportjepplingur er hreinlega
hannaður til að kalla fram vellíðunartilfinningu allra sem í
honum sitja en sérstaklega þess sem keyrir.
Þ að fyrsta sem ég spái vana-lega í er innri og ytri hönnun bíla. Hvað skeri þá frá
öðrum, svona fagurfræðilega séð.
Hvort mælaborðið sé vel hannað,
aðgengilegt, þægilegt í notkun og
ekki of ljótt. Svo spái ég í rými fyrir
farþega og farangur og hvort börn-
unum mínum liði vel í aftursætinu.
Þessi fjórhjóladrifna sportjeppatýpa
fær hæstu einkunn í öllum þessum
flokkum. Það fer vel um alla, bíllinn
er hljóðlátur, útsýni er gott og ekki
spilla stílhreinar línur og eðalefni á
öllum stöðum fyrir vellíðunartilfinn-
ingunni. Þetta er bíll sem hefur efni
á að kalla sig lúxusbíl.
Ég viðurkenni það að ég spái ekki
mikið í vélar. Fyrir mér eru sumir
bílar einfaldlega kraftmiklir en aðr-
ir ekki. Sumir bílar eru fljótir upp á
meðan aðrir virðast vinna eins og
saumavélar. Audi Q5 er ekki sauma-
vél. Það er fáránlega gott að keyra
hann. Stöðugur, þéttur og kraftmikill
rennur hann yfir holur og hraðahindr-
anir án þess að svo mikið sem hagg-
ast. Þessi fallegu lýsingarorð koma
svo sem ekki á óvart því Audi er einn
af þremur mest seldu lúxusbílamerkj-
um heims, ásamt samlöndum sínum
Mercedes-Benz og BMW. Hvað er
þetta eiginlega með þýska bíla? Er
þetta bara vel launuðum verkfræð-
ingum að þakka? Þjóðverjar eiga sér
auðvitað langa sögu þegar kemur að
bílaframleiðslu og svo eru þeir eina
landið í heimi sem býður upp á ótak-
markaðan hraðakstur í landi fullu af
ókeypis autobönum. Ég veit það ekki,
en eftir að hafa verið á Audi Q5 veit ég
allavega að þýska gæðastálið er engin
goðsögn.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Verð frá: 7.990.000 kr.
Kostir:
Þriggja svæða loftkæling.
Þægilegt „cruise-control“ kerfi.
Hiti í speglum og öllum sætum.
Rafdrifin framsæti.
Gallar:
Engir, en þú borgar fyrir merkið.
Bílar í sama flokki:
BMW X3
Land Rover Discovery Sport
Volvo XC90
Lexus NX
Mercedes Benz GLA
Sportjepplingurinn frá Audi er bíll sem hefur efni á að kalla sig lúxusbíl. Ljósmyndir/Hari
Audi Q5 er fallegur og rúmgóður. Það fer vel um bílstjóra og alla farþega og farangursrýmið er líka rúmgott.