Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 46
46 bílar Helgin 8.-10. maí 2015  ReynsluakstuR audi Q5 klassík GlæpsamleG tvenna www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Áttunda bókin um Stellu Blómkvist sem er harðsnúin, sjálfstæð og herská sem aldrei fyrr. „Heldur manni föngnum allt til loka eins og góðum „krimma“ sæmir.“ ÁSdíS Skúladóttir / lifðu núna apríl 2015 1 íslensk skáldverk apríl 2015 2 íslensk skáldverk Hæsta einkunn í öllum flokkum Audi Q5 sannar það að þýska gæðastálið er engin goð- sögn. Þessi fjórhjóladrifni sportjepplingur er hreinlega hannaður til að kalla fram vellíðunartilfinningu allra sem í honum sitja en sérstaklega þess sem keyrir. Þ að fyrsta sem ég spái vana-lega í er innri og ytri hönnun bíla. Hvað skeri þá frá öðrum, svona fagurfræðilega séð. Hvort mælaborðið sé vel hannað, aðgengilegt, þægilegt í notkun og ekki of ljótt. Svo spái ég í rými fyrir farþega og farangur og hvort börn- unum mínum liði vel í aftursætinu. Þessi fjórhjóladrifna sportjeppatýpa fær hæstu einkunn í öllum þessum flokkum. Það fer vel um alla, bíllinn er hljóðlátur, útsýni er gott og ekki spilla stílhreinar línur og eðalefni á öllum stöðum fyrir vellíðunartilfinn- ingunni. Þetta er bíll sem hefur efni á að kalla sig lúxusbíl. Ég viðurkenni það að ég spái ekki mikið í vélar. Fyrir mér eru sumir bílar einfaldlega kraftmiklir en aðr- ir ekki. Sumir bílar eru fljótir upp á meðan aðrir virðast vinna eins og saumavélar. Audi Q5 er ekki sauma- vél. Það er fáránlega gott að keyra hann. Stöðugur, þéttur og kraftmikill rennur hann yfir holur og hraðahindr- anir án þess að svo mikið sem hagg- ast. Þessi fallegu lýsingarorð koma svo sem ekki á óvart því Audi er einn af þremur mest seldu lúxusbílamerkj- um heims, ásamt samlöndum sínum Mercedes-Benz og BMW. Hvað er þetta eiginlega með þýska bíla? Er þetta bara vel launuðum verkfræð- ingum að þakka? Þjóðverjar eiga sér auðvitað langa sögu þegar kemur að bílaframleiðslu og svo eru þeir eina landið í heimi sem býður upp á ótak- markaðan hraðakstur í landi fullu af ókeypis autobönum. Ég veit það ekki, en eftir að hafa verið á Audi Q5 veit ég allavega að þýska gæðastálið er engin goðsögn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Verð frá: 7.990.000 kr. Kostir: Þriggja svæða loftkæling. Þægilegt „cruise-control“ kerfi. Hiti í speglum og öllum sætum. Rafdrifin framsæti. Gallar: Engir, en þú borgar fyrir merkið. Bílar í sama flokki: BMW X3 Land Rover Discovery Sport Volvo XC90 Lexus NX Mercedes Benz GLA Sportjepplingurinn frá Audi er bíll sem hefur efni á að kalla sig lúxusbíl. Ljósmyndir/Hari Audi Q5 er fallegur og rúmgóður. Það fer vel um bílstjóra og alla farþega og farangursrýmið er líka rúmgott.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.