Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 48
48 heilsa Helgin 8.-10. maí 2015
Bækur NaNNa rögNvaldardóttir Breytti um lífsstíl og hætti að Neyta sykurs
Mangóostakaka
Nanna notar mangó í þessa
sólríku köku en það má alveg
nota ýmsa aðra ávexti á sama
hátt. Sultan er St. Dalfour, sem
er án viðbætts sykurs, en það
má nota aðrar tegundir.
150 g sykurlaust granóla
3 msk möndlumjöl
60 g smjör, lint
2 mangóaldin, vel þroskuð
100 ml sykurlaus mangó- og
ananassulta
500 g rjómaostur, mjúkur
100 ml sýrður rjómi (36%)
4 egg
1 matarlímsblað
100 ml mangó- og
appelsínusmoothie (eða
appelsínusafi)
Hitaðu ofninn í 175°C.
Blandaðu saman granóla,
möndlumjöli og smjöri. Settu
blönduna í meðalstórt smellu-
form og þjappaðu henni létt
niður á botninn og aðeins
upp með hliðunum. Bakaðu á
neðstu rim í 10-12 mínútur og
kældu vel.
Lækkaðu ofnhitann í 160°C.
Flysjaðu og steinhreinsaðu
annað mangóið, skerðu það í
bita og maukaðu með sultunni
í matvinnsluvél. Blandaðu
rjómaosti, sýrðum rjóma
og eggjum saman við þar
til þetta er orðið að sléttu
mauki. Helltu því gætilega á
granólabotninn. Settu formið
á bökunarplötu og bakaðu á
neðstu rim í ofninum í um 1
klst., eða þar til kakan hefur
stífnað en dúar enn svolítið í
miðju. Láttu kólna í forminu.
Flysjaðu hitt mangóið og
skerðu utan af hvorri hlið
þess, eins nálægt steininum
og hægt er. Skerðu stykkin í
þunnar sneiðar þvert yfir og
raðaðu þeim í hring ofan á
ostakökuna. Dreifðu litlum
mangóbitum á miðjuna.
Leggðu matarlímið í bleyti í
kalt vatn í nokkrar mínútur.
Settu ávaxtamaukið/safann í
pott og bræddu matarlímið.
Helltu blöndunni jafnt yfir
mangósneiðarnar og kældu
ostakökuna.
Ætlar aldrei aftur í sykurinn
Þegar einn far-
sælasti kokka-
bókahöfundur
landsins,
Nanna Rögn-
valdardóttir,
var greind
með of háan
blóðsykur
ákvað hún að
hætta alveg að
neyta sykurs.
Afleiðingar
þessa breytta
lífsstíls láta
ekki á sér
standa. Nanna
er laus við
liðaverki, bjúg
og hefur misst
fjölmörg kíló
og hún hefur
líka gefið út
nýja bók.
Bókin „Sæt-
meti án sykurs
og sætuefna“
er fyrsta
sykurlausa
bók Nönnu en
er þó engin
heilsubók.
É g var komin með allt of háan blóðsykur svo ég
ákvað að breyta um mat-
aræði,“ segir Nanna
Rögnvaldardóttir að-
spurð um sína fyrstu
matreiðslubók sem
inniheldur engan
viðbættan sykur,
„Sætmeti án sykurs
og sætuefna“. „Á
mínum aldri þýðir
of hár blóðsykur
að maður er
komin í
áhættuhóp svo ég ákvað að
breyta um stefnu og hætta bara
alveg að borða sykur. Ég hefði
svo sem alveg getað minnkað
sykurneysluna en mér fannst
auðveldara að hætta henni bara
alveg. Það var einfaldara,“ segir
Nanna sem hefur nú tekið allan
viðbættan sykur úr fæðunni og
notast nú eingöngu við ávexti
þegar hún þarf að gera uppskrift
sæta.
Ósýnilegi sykurinn hættu-
legur
„Fyrr á öldum var afskaplega
lítið um sætmeti í venjulegum
íslenskum mat. Fólk notaði til
dæmis sveskjur, gráfíkjur eða
rúsínur til að sæta matinn en
sykur var algjör munaðarvara.
Það eru kannski svona 140 ár síð-
an að sykurneysla okkar fór að
aukast og fyrir svona 100 árum
þegar sykur var orðin ódýr þá fór
neyslan að aukast. Það er engin
nútímauppfinning að nota mik-
inn sykur en neyslan var í öðru
formi, var miklu sýnilegri. Í
dag leynist viðbættur sykur í
öllum tilbúnum matvörum og
það er þessi ósýnilegi sykur
sem er svo hættulegur, finnst
mér.“
„Ég byrjaði eiginlega á
þessu í gegnum dóttur mína
sem hefur núna verið sykur-
laus í tvö ár. Þegar hún hætti
þá fór ég að prófa mig áfram með
uppskriftir af þessu tagi til að
geta boðið henni upp á eitthvað
eins og öðrum,“ segir Nanna sem
hefur núna verið án sykurs í 6
mánuði og segist finna mikinn
mun á sér. „Mér líður betur, ég
hef lést töluvert, losnað við bjúg
og stirðleika í liðum.“
Engin heilsubók
Nanna segir bókina þó alls
ekki vera neina heilsubók. Hún
vill einungis opna augu fólks
fyrir því að það er hægt að gera
gómsæta eftirrétti án þess að
nota viðbættan sykur. „Það þarf
engar sérvörur, gervisykur
eða einhverskonar sykurlíki í
þessum uppskriftum. Þetta eru
bara venjulegar uppskriftir og
ég held ég geti fullyrt að nánast
allt megi finna í hvaða búð sem
er. Fyrir mér snýst þetta um að
minnka sykurlöngunina. Það
kemur stundum fyrir í dag að ég
smakka eitthvað sem er með við-
bættum sykri og það finnst mér
núna bara allt of sætt á bragðið.
Bragðlaukarnir eru svo fljótir
að venjast, en þeir væru líka
eflaust fljótir að venjast viðbætta
sykrinum aftur. Ég ætla þó ekki
að neyta sykurs aftur, þetta er
varanlegt bindindi.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Það eiga örugglega
flestir landsmenn
allavega eina bók eftir
Nönnu Rögnvaldar-
dóttur í bóka-
skápnum en hún
hefur gefið út 19
matreiðslubækur.
Sú síðasta í
röðinni er þó
ólík þeim fyrr
að því leyti
að í henni
er ekki
að finna
neinn
sykur.
Ljós-
mynd/
Hari
uppskrift
FLOTTIR
SUMARJAKKAR
STÆRÐIR 14-28
Afgreiðslutímar í verslun
okkar að Fákafeni 9
Alla virka daga 11-18
Laugardaga 11-16
Straumurinn
liggur til
Fréttatímans
Ja
n.
-m
ar
s
20
11
6
1%
Ja
n.
-m
ar
s
20
15
6
5%