Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 68

Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 68
 Í takt við tÍmann Íris mist magnúsdóttir Væri 500 kíló ef ég væri ekki dugleg að æfa Íris Mist Magnúsdóttir er 28 ára nemi í sálfræði við HR og fyrrum fimleikastjarna sem vakti athygli sem annar stjórnandi Skólahreysti á RÚV á dögunum. Íris Mist stefnir á að verða íþróttasálfræðingur en næst á dagskrá er að starfa sem íþróttafréttamaður í sumar. Hún hefur horft 200 sinnum á Friends og fer 3-4 sinnum á ári til Danmerkur. Staðal- búnaður Dags dag- lega er ég oftast á hælum, gallabuxum, bol, jakka og með hálsmen. Ætli ég sé ekki kasúal fín. Fötin eru flest keypt í keppnisferðum í útlöndum en restin í NTC-keðjunni hér á landi. Þegar ég fer út er ég aðeins fínni en ef ég er að fara eitthvað mjög fínt er pelsinn minn í upp- áhaldi. Hugbúnaður Ég er að æfa Crossfit núna til að reyna að ná í rassgatið á gamla form- inu. Annars finnst mér allt sem tengist íþróttum skemmtilegt. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að hanga og gera ekki neitt. Það er auðvelt að gera mig hamingjusama, ef það er nóg af fólki í kringum mig þá er ég glöð. Mér finnst gaman að syngja og dansa og fer stundum út að djamma. Þegar það gerist fer ég oftast á b5, Danska barinn eða Dollý og er oftast raddlaus á mánudögum. Ég get ekki sofnað án þess að horfa á sjónvarpið og spæni mig í gegnum heilu sjónvarpsþáttaraðirnar. Uppá- halds þættirnir mínir eru Modern Fa- mily, Grey’s Anatomy og Friends, allt þetta klassíska. Ég er búin að horfa á þær allar svona fimm sinnum, nema Friends. Þær hef ég allar séð svona 200 sinnum. Vélbúnaður Ég er með iPhone 6 og Macbook Pro. Tölvan er nauðsynleg fyrir skólann og allt fer í gegnum símann. Ég er ekkert voðalega aktív á samfélags- miðlum, fyrir utan Facebook. Ég er samt að reyna að bæta mig og skráði mig til dæmis á Twitter um daginn. En ég gleymi alltaf að fara á Instag- ram Aukabúnaður Ég er ekki dugleg að elda enda er ég oftast á ferðinni og kaupi því oft mat eða borða með mömmu og pabba. Oftast fer ég á Serrano og Stúdenta- kjallarann en reyndar finnst mér óhollur matur rosa góður. Ég væri örugglega 500 kíló ef ég væri ekki dugleg að æfa. Ég er svo heppin að ég hef verið á bíl síðan ég var 17 ára og nú keyri ég á Golf. Ég gæti ekki án hans verið því ég er yfirleitt með daginn skipulagðan frá því ég vakna og þar til ég fer að sofa. Uppáhalds staðurinn minn er Danmörk, við fór- um svo oft í keppnisferðir og æfinga- búðir þangað og svo bjó ég þar líka. Ég er eiginlega háð Danmörku og fer þangað 3-4 sinnum á ári. Í sumar verð ég að vinna á íþróttadeild RÚV svo ég þarf að koma mér inn í starfið en ætli ég reyni ekki líka að fara í útilegur og vera úti eins mikið og hægt er. Lj ós m yn d/ H ar i Gefandi samvera barna og fullorðinna Barnahátíð verður haldin í níunda sinn í Reykjanesbæ um helgina. Margir koma að undirbúningi hennar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og for- eldra. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Söfnin í bænum, leik- og grunnskólar, íþróttafélög, tómstundafélög og menning- arfélög taka virkan þátt í hátíðinni en að auki er öllum bæjarbúum boðin þátttaka. Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er samvinnuverkefni Lista- safns Reykjanesbæjar og allra leikskóla í Reykjanesbæ. Hátíðin hefur vaxið og eflst með hverju ári og segja má að hún hafi orðið kveikjan að barnahátíðinni þar sem virðing fyrir börnum og störfum þeirra er höfð að leiðarljósi. Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.barnahatid.is -hf Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er sam- vinnuverkefni Listasafns Reykja- nesbæjar og allra leikskóla í Reykja- nesbæ. 68 dægurmál Helgin 8.-10. maí 2015 Tjarnarbíó 18 og19 maí . . maí . Hof Akureyri 22 Borgarleikhúsið 18 og19 maí . . maí . HofAkureyri 21 BORDERTHE miðasala á www.midi.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.