Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 80

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 80
umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20158 Heilbrigð og falleg húð í sumar Eftir langan vetur tökum við sumrinu fagnandi. Í kjöl- far hita- og veðrabreytinga er mikilvægt að hugsa vel um húðina og undirbúa hana vel. Segjum bless við þurrkubletti og þreytta húð eftir veturinn og tökum vel á móti freknum, sólkysstri húð og roða í kinnum. Visibly Clear Pink Grapefruit Scrub og Facial Wash frá Neutrogena Eftir erfiðan vetur er góð húð- hreinsun nauðsynleg til að hjálpa húðinni að losa sig við erfið óhreinindi svo næringarrík krem komist greiða leið inn í húðina og hjálpi henni að ná jafnvægi. Pink Grapefruit hreinsivörurnar frá Neutrogena gera það og meira til því greipþykknið í vörunum hefur frískandi áhrif á húðina svo hún lifnar við. Skrúbburinn er frábær til að nota tvisvar eða þrisvar í viku og tilvalið að geyma hann inni í sturtu til að passa að gleyma honum ekki. Gelkenndi hreinsirinn kemur í pumpu svo hann er sér- staklega handhægur og þægilegur meðfæris. Báðar vörurnar hreinsa húðina vel án þess að erta hana og henta konum á öllum aldri. Fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir, þá er líka til kremkenndur hreinsir í sömu línu. Micellar Cleansing Water frá Garnier Húðhreinsun er mikilvægur hluti af húðumhirðu dagsins. Það er mælt með því að húðin sé hreinsuð tvisvar yfir daginn, einu sinni á kvöldin og svo aftur á morgnana. Micellar hreinsivatnið frá Garnier er tilvalið til að nota á morgnana. Það hressir húðina samstundis með léttri og kælandi formúlu sinni og hreinsar yfirborðsóhreinindi sem húðin skilar upp á yfirborð húðarinnar á nóttunni. Vatnið er borið í bómullar- skífu og henni síðan strokið yfir andlitið. Nærið svo húðina með góðu rakakremi og sólarvörn áður en þið haldið út í daginn. Travel Essentials burstasett frá Real Techniques Ef þið hafið einhvern tímann verið í vandræðum með hvaða förðunarburstar eru ómissandi bæði í ferðalag og í snyrtibudduna þá er Real Techniques með einfalda lausn við því. Travel Essentials burstasettið inniheldur bursta fyrir grunnförðunarvörur eins og farða og hyljara, púðurbursta fyrir allar tegundir púðurs og þægilegan augnskuggbursta sem hægt er að nota til að gera fallegar augnfarð- anir. Utan um burstana kemur góð taska sem passar í allar töskur eins og handtöskur eða ferðatöskurnar. Real Techniques burstarnir hafa farið sigurför um Ísland og þetta sett er „must have“ fyrir ferðalög í sumar. Miracle Skin Cream frá Garnier Á sumrin færum við okkur ósjálfrátt í léttari förðunar- vörur. Við viljum vörur sem gefa húðinni jafna áferð, léttan lit og heilbrigðan ljóma. Allt þetta og meira til er það sem Miracle Skin Cream frá Garnier gerir. Kremið er rakamikið og litarlaust þegar það er borið á húðina. Þegar það kemst í snertingu við húð og hita springa út örfín litkorn sem gefa léttan lit og mikinn ljóma og húðin fær virkilega fallega og ómótstæðilega áferð. Eitt það besta við kremið er að það inniheldur SPF20 sem gefur húðinni góða vörn og ver hana gegn geislum sólar. Sublime Bronze Mousse frá L’Oreal Nýjasta sjálfbrúnkuvaran frá L’Oreal er sjálfbrúnkufroða sem gefur húðinni heilbrigðan og fallegan lit. Kosturinn við froðuna er að hún dreifist jafnt yfir húðina og er með léttum lit til að leiðbeina konum og hjálpa þeim að fá jafnan lit. Sjálf- brúnkufroðuna er tilvalið að nota fyrir sumarfríið til að fá fallegan og heilbrigðan lit á húðina. Moisture Match fyrir allar húðtýpur Þetta einfalda og rakamikla tríó frá Garnier gefur húðinni mikinn raka og leggur áherslu á að gefa henni góða næringu. Hvert krem er hugsað fyrir ákveðnar húðtýpur. Það bleika er fyrir þurra húð, það bláa er fyrir normal húð og það græna er fyrir olíumikla húð en það skilur eftir sig matta áferð á húðinni. Formúlur kremanna eru allar mjög léttar og þau fara hratt inn í húðina en sitja ekki eftir á yfirborði hennar. Kremin eru 24 stunda krem og þau næra húðina með næringarríkum olíum og henta því konum með við- kvæma húð. Garnier fagnar því að engin kona er eins með þessum flottu vörum og því ættu allar konur að finna krem við sitt hæfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.