Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2008 25STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Grundarfjörður • Hafnarfjörður • Húsavík • Ísafjörður Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Birt með fyrirvara um prentvillur. Gildir 11. - 14. desember w w w .m ar kh on nu n. is Svínalundir kjötborð 499kr/kg Frábært verð! Helga Sigurjónsdóttir gefur út l jó ða b ók um þ ess ar mund ir en hún er starfs- maður Fjölskyldu- og félags- sviðs Reykjanesbæjar. Í bókinni sem nefnist Ýlfur gefur að líta safn hefðbund- inna ljóða frá sl. fjórum árum en við útgáfuna naut Helga aðstoðar Þórðar Helgasonar dósents en þau starfa saman í hagyrðingahópnum Gjábakka í Kópavogi. Þórður Helgason kynnti nýverið ljóð og lestur þeirra í Bókasafni Reykjanes- bæjar við góðar undirtektir. Helga segir það merkilegt að ljóðin hafi mikla tilvísun til kreppunnar þótt þau hafi verið ort löngu áður en hún skall á. Hún hefur fengist við að yrkja frá því að hún man eftir sér. „Ég er góður hagyrðingur og hef haft gaman að því að taka þátt í ýmsum slíkum upp- ákomum eða ort tækifæris- kvæði. Það hefur verið mikið leitað til mín. Svo hef ég haft Starfsmaður Reykjanesbæjar gefur út ljóðabókina Ýlfur mjög gaman að því að taka þátt í starfi Gjábakka en þar starfa ég einmitt með Þórði sem aðstoðaði mig við að velja ljóðin í bókina.“ Helgu er fleira til lista lagt en bókakápan er einnig eftir hana. Um titil bókarinnar segir Helga: „Maður ýlfrar til að vekja athygli, hvort sem maður er óánægður eða ánægður.“ AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000 Fjölmenni var á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar í bíósal Duushúsa sl. sunnudag. Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Bryndís Schram og Guð- rún Eva Mínervudóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Stúlknatríóið Konfekt lék á milli atriða nokkur jólalög. Eins og alltaf á Bókakonfekti var aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi og konfekt. Þegar fréttamaður VF leit við var fyrrverandi Suðurnesjamaðurinn Úlfar Þormóðsson í pontu að kynna bók sína um prestinn og skáldið Hallgrím Pétursson. Fjölmenni á Bókakonfekti

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.