Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 37
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2008 37STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 24.800.000,- 6.700.000,- Staðarhraun 52 Grindavík Gott raðhús ásamt bílskúr. Fjögur svefnherbergi, sólpallur. Skoða skipti Vörðusund 2, Grindavík. Atvinnuhúsnæði, endabil 49 ferm. gólfflötur ásamt 15m2. millilofti. Innkeyrsluhurð ásamt inngön- guhurð. Húsið er fullbúið að utan sem innan og skiptist í sal, snyrtingu og milliloft. Hiti í gólfi. MÖGULEIKI AÐ TAKA BÍL UPP Í. 54.000.000,- Erum með hugsanlegan kaupanda að iðnaðar eða verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Má vera í leigu. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Fífudalur 6 Njarðvík Reykjanesbæ Glæsilegt einbýlishús með stórri verönd ásamt bílskúr. Glæsilegar innréttingar og tæki. Skipti möguleg á minni eign. Nánari upplýsingar á skrifsofu. Löggiltur fasteignasali: Snjólaug K. Jakobsdóttir - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson og Sævar Pétursson Við bjóðum nýjar íbúðir til leigu í 15 mánuði án vísitölu. Að þeim tíma liðnum getur þú keypt fasteignina. Leigan gengur beint upp í kaupin. Skoðið alla kostina á www.es.is Aftengjum verðbólgu í Reykjanesbæ Leigðu, lifðu, eigðu... Í aðdraganda aðventunnar varð almenningur sleginn yfir fólsku- legri líkamsárás í Njarðvík og þeirr ar stað- reyndar að ein- hverjir telji að leysa megi úr ágreiningi með ofbeldi. Hinn ábyrga afstaða sem unglingar við Njarðvíkur- skóla tóku í máli þessu sendi þó hinn rétta tón út í samfé- lagið. BEITINGU OFBELDIS ER ALFARIÐ HAFNAÐ! Ofbeldisbrot á Suðurnesjum Skv. upplýsingum frá Lögregl- unni á Suðurnesjum var á sl. ári tilkynnt hér um 102 líkams- árásir, þ.m.t. brot vegna heimil- isofbeldis og 22 kynferðisbrota- mál, en þeim málum hefur því miður farið fjölgandi á þessu ári. Heimilisofbeldi er sennileg- ast algengasti ofbeldisverknað- urinn sem framinn er á Íslandi en oftast vel falið. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ung- lingum er ein alvarlegasta teg- und ofbeldis sem til er. Einelti er ofbeldi sem birtist í mörgum myndum og nú með nýjum miðlum s.s. bloggsíðum, MSN, GSM og SMS svo eitthvað sé nefnt. Uppnefni, stríðni og nið- urlægjandi athugasemdir eru eitt birtingarform eineltis, að vera sífellt skilinn útundan í þögn eða algjöru afskiptaleysi er önnur tegund. Enn önnur teg- undin er þegar efnislegu ofbeldi er beitt með því að eyðileggja eða stela eigum fórnarlambsins. Ekki má gleyma hinu andlega ofbeldi, þegar barn er þvingað til þess að gera eitthvað sem stríðir algerlega gegn réttlætis- kennd þess og sjálfsvirðingu. Að lokum er það sú tegund ein- eltis sem er hvað sýnilegust, þ.e. líkamlega ofbeldið þegar gengið er í skrokk á barni, það barið, klórað, hárreitt, því hrint og sparkað í það. Þótt hér sé talað um börn þá á einelti því miður sér stað líka meðal fullorðinna. Þótt að ofbeldi tengist hörku á það ekki rætur í persónulegum styrk, heldur í raun vanmætti viðkomandi. Yfirleitt ríkir ójafn- vægi í persónulegum og/eða líkamlegum styrk geranda og þolanda, þannig að þolandi stendur höllum fæti gagnvart geranda/gerendum. Ábyrg afstaða Ábyrgð fullorðinna á að fyrir- byggja, stoppa og uppræta allar birtingarmyndir ofbeldis er mikil. Þar gegna foreldrar eins og svo oft lykilhlutverki. Ekk- ert barn á að þurfa að þola van- rækslu, áreitni eða ofbeldi, allra síst í sínu nánasta umhverfi og friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis. Aukið álag á heimilum s.s. vegna efnahagshremminga á Íslandi veikir oft forsendur for- eldra og annarra fullorðinna til að standa vörð um velferð sinna nánustu og samborgaranna. Aukin streita, reiði og hvatvísi leiðir til minni þolinmæði, jafn- vel þunglyndis og kvíða og um leið minnkar getan til að grípa inn í aðstæður með þeim hætti sem æskilegast væri. Það eru ýmsar leiðir til að rjúfa vítahring ofbeldis. Mikilvægast er að taka afstöðu, sætta sig ekki við að ofbeldi sé beitt, í hvaða formi sem það er og að leita aðstoðar fyrir gerendur og þolendur. Tökum höndum saman um að byggja upp og bæta samfélagið og gera það öruggara fyrir alla íbúa þess, jafnt börn sem full- orðna. Látum okkur varða vel- ferð hvors annars. Nánari upplýsingar á www. reykjanesbaer.is. Hera Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri í forvörnum Hera Ósk Einarsdóttir skrifar: Þor ég, get ég, vil ég? - Tökum afstöðu og höfnum ofbeldi! Laugardaginn 13.des: Opið frá 11 - 18 Sunnudaginn 14.des: Opið frá 13 - 18 Mánudaginn 15.des t i l Mánud. 22.des: opið frá 11 - 22. Þorláksmessa: Opið frá 11 - 23 Aðfangadagur: Opið frá 10 - 12 Laugardaginn 27.des: Opið frá 11 - 16 Gamlársdagur: Opið frá 10 - 12 Nýársdagur: Lokað. Jólaopnun Zikzak Keflavík AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.