Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Valur Jónatansson, sími 421 0003, valur@kylfingur.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Magnús Geir Gíslason, sími 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. VÍ KU RS PA UG M yn d: G uð m un du r R ún ar Minnum á Jólalukkuna Dagblað VF er á Netinu! www.vf.is Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs sparisjóðs og SPRON hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að hefja und- irbúning og vinnu sem miðar að því að sameina sparisjóðina. Sparisjóðirnir hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningu á meðan að viðræður standa yfir. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og hægt er. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að unnið verður eftir aðgerðaráætlun og er stefnt að því að stofnfjáreigendur og hluthafar verði boðaðir til fundar í febrúarmánuði til þess að fjalla um tillögu að samruna sem mun miðast við 1. janúar 2009. „Sparisjóðurinn er jákvæður fyrir samein- ingarviðræðunum. Þessir þrír sparisjóðir eiga hvað mesta samleið og gangi samein- ingin eftir verður til sterk eining í spari- sjóðafjölskyldunni öllum sparisjóðum til hagsbóta. Á þessum erfiðu tímum sem framundan eru, þá mun sameinaður sterkur sparisjóður mynda tryggan rekstr- argrundvöll og skapa traust viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Sameinaður sparisjóður mun áfram þjónusta sitt starfs- svæði á öflugan hátt og í góðum tengslum við samfélagið. Sameining sjóðanna mun leggja grunninn að framtíð sparisjóða á Ís- landi,“ segir Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík. Sparisjóðir undirrita viljayfirlýsingu um sameiningu Tek ist var á í bæj ar ráði Reykjanesbæjar fyrir helgi um tilboð bæjarins í kaup á landi HS utan Járngerðar- staða og Hópstorfu ásamt samningi um hagnýtingu náttúruauðlinda. Fulltrúar A-listans lögðu fram tillögu þess efnis að bæjar- stjóra yrði falið að leita eftir vilja ríkisvaldsins til að eignast þau landsvæði sem væru í eigu HS orku og þar með stuðla að því að náttúruauðlindir sem kynnu að finnast á viðkom- andi landsvæðum yrðu eign þjóðarinnar. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans. „Það er ekki vilji meirihluta Reykjanesbæjar að ríkið eign- ist meira land á svæði sveitar- félaganna, enda engar upplýs- ingar um að ríkið hafi áhuga á því. Hins vegar mætti vel ræða við ríkið í framhaldinu hvort vilji sé til að ríkið eignist auð- lindarréttinn á umræddum landssvæðum. Með tilboði um kaup Reykja- nesbæjar á landi HS hf. er verið að tryggja að land og auðlindir séu að öllu leyti í eigu sveitarfélaganna. Þannig er stuðlað að sátt um eign auð- lindarinnar,“ segir í bókun sem meirihlutinn lagði fram. Fulltrúar A-listans lögðu þá fram aðra tillögu í þá veru að bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að leita eftir vilja sveitarfélaga á Suðurnesjum til að eignast sameiginlega þau landsvæði sem eru í eigu HS orku „og þar með stuðla að því að náttúruauðlindir sem finn- ast á viðkomandi landsvæðum verði í samfélagslegri eign,“ eins og segir í tillögunni. Hún var felld með atvæðum meiri- hlutans eins og sú fyrri. Í annarri bókun meirihlutans kom fram að í viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélaganna Voga og Grindavíkur hefði komið fram áhugi á að kaupa það land sem nú væri í eigu Tekist á um auðlindamál í bæjarráði HS og lægi á skipulagssvæði viðkomandi sveitarfélaga. Reykjanesbær muni fagna því ef svo gæti orðið. Bæjarráð samþykkti með at- kvæðum meirihlutans að leggja fram fyrirliggjandi tilboð til HS orku í land og auðlindina. Minnihlutinn sat hjá við at- kvæðagreiðsluna og lagði fram bókun þar sem hann lýsir sig sammála þeirri meginhugsun að náttúruauðlindir verði í samfélagslegri eigu en hefði viljað sjá aðrar útfærslur með vísan í ofangreindar tillögur. Skiptar skoðanir eru um nýtingu orkulinda. VFmynd/elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.