Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 2
2 miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Fólksfjölgun mest
á Suðurnesjum
Hinn 1. janúar 2012 voru íbúar landsins 319.575.
Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama
tíma árið áður eða um 1.123 ein-
staklinga. Árið 2011 fæddust
4.496 börn en 1.985 manns létust.
Fæddir umfram dána voru því
2.511. Þetta kemur fram í skýrslu
sem Hagstofan sendi frá sér um
mannfjöldaþróun á Íslandi.
6.982 Íslendingar fluttust utan en
5.578 til landsins. Brottfluttir um-
fram aðflutta voru því 1.404 árið
2011. Hlutfallslega varð fólksfjölg-
unin mest á Suðurnesjum, þar sem
íbúum fjölgaði um 0,7%, eða 154
frá síðasta ári. Þá fjölgaði lands-
mönnum að meðaltali um 0,8%
á ári. Suðurnes voru á tímabilinu
töluvert fyrir ofan landsmeðaltal
með 2,4% árlega fjölgun.
Framfærsluhlutfall barna og ungs
fólks undir tvítugu var misjafnt
eftir landsvæðum. Hlutfallið var
hæst á Suðurnesjum þar sem það
var 53 af hverjum 100 á vinnualdri.
Á öðrum landsvæðum var fram-
færsluhlutfall ungmenna á bilinu
48 til 51 af hundraði.
GEÐVEIKT KAFFIHÚS
OG FLEIRA FLOTT Á
SUMARDAGINN FYRSTA
Sjúklegt kaffi, geggjað meðlæti, truflað handverk og
klikkuð myndlist á boðstólum í Svarta pakkhúsinu frá
kl. 13:00 – 16:00 á sumardaginn fyrsta.
Kl. 14:00: Söngatriði leikhóps Listar án landamæra.
Kl. 15:00: hljómsveitin Eldar, skipuð Valdimar
Guðmundssyni og Björgvin Ívari Baldurssyni.
Einnig jákvæð geðgreining, ljóðalestur og fleira
skemmtilegt.
List án landamæra hefst nú í fjórða sinn á
Suðurnesjum. Kaffihúsinu stýra félagar úr Björginni
geðræktarmiðstöð, aðrir þátttakendur eru
þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar o.fl.
Láttu sjá þig – það bætir þitt geð!
Styrkt af menningarsjóði Suðurnesja
LISTAMANNS-
LEIÐSÖGN
Jón Axel Björnsson leiðir gesti um sýningu sína Tilvist
sunnudaginn 22. apríl kl. 14:00 í Listasal Duushúsa.
Fyrsta stóra sýning Jóns í 10 ár.
Allir velkomnir og heitt á könnunni
HANDVERKSSÝNING
Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ verður
með handverkssýningu á Nesvöllum 20.-27. apríl 2012
Sýningin opnar kl. 13:00 föstudaginn 20. apríl og verður
opin virka daga frá kl. 13:00 - 17:00 og laugardaginn
21. apríl frá kl. 10:00 - 14:00.
Allir velkomnir
›› FRÉTTIR ‹‹
›› Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir yfir þungum áhyggjum vegna aðbúnaðar aldraðra á Suðurnesjum eins og honum er lýst í
skýrslu Landlæknisembættisins sem kom út í október 2011.
Algjör nauðsyn er að búa öldruðum viðunandi búsetuskilyrði og starfs-
fólki viðunandi starfsskilyrði, segir í fundargerð bæjarstjórnar Garðs.
Lýsa áhyggjum vegna aðbún-
aðar aldraðra á Suðurnesjum
Sveitarfélögin á Suðurnesjum taka nú þátt í List án landamæra í 4. sinn. Hátíðin er fyrst og fremst
hátíð fjölbreytileikans þar sem horft er á tækifæri
fremur en takmarkanir með það að markmiði að
koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á
samstarfi fatlaðra og ófatlaðra.
Í ár verður sett á fót Geðveikt kaffihús, myndlist og
handverk í Svarta pakkhúsinu á sumardaginn fyrsta,
fimmtudaginn 19. apríl frá kl. 13:00 – 16:00 þar sem
sameina krafta sína félagar úr Björginni geðræktar-
miðstöð, þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar
o.fl.
Félagar úr Björginni standa fyrir Geðveika kaffihúsinu
að fyrirmynd Hugarafls sem hefur staðið fyrir slíku á
List án landamæra í Reykjavík með góðum árangri.
Þau munu bjóða sjúklega gott kaffi og geggjað með-
læti. Jafnframt verður á boðstólum truflað handverk og
klikkuð myndlist auk þess sem skrýtnar uppákomur
eiga sér stað.
Leikhópur Listar án landamæra sem frumsýnir sitt
verk 5. maí í Frumleikhúsinu mun koma fram í kaffi-
húsinu kl. 14:00 og kl. 15:00 stígur á stokk hljómsveitin
Eldar, skipuð þeim Valdimar Guðmundssyni og Björg-
vin Ívari Baldurssyni, sem leikur nokkur af sínum ljúfu
lögum. Þess á milli verða lesin upp ljóð og gestum
boðin jákvæð geðgreining.
Það er von þeirra sem að þessum viðburði standa að
sem flestir bregði undir sig betri fætinum á sumardag-
inn fyrsta, njóti góðra veitinga, myndlistar, handverks
og ekki síst tónlistar því eins og Þorsteinn Eggertsson
sagði og Rúnar Júl. söng forðum í laginu „Lag þetta
gerir mig óðan,“ þá bætir hún allra geð; „Viltu spila
þessa geggjun til að bæta allra geð.“
Láttu sjá þig!
Tillaga Reykjanesbæjar um að stjórnarmönnum í Sambandi
sveitarfélaga á Suðurnesjum yrði
fjölgað úr fimm í sjö var felld á
auka aðalfundi SSS, sem haldinn
var í Grunnskóla Sandgerðis sl.
föstudag. Á fundinum var tekist á
um tillöguna en breytingar á sam-
þykktum SSS voru til afgreiðslu á
fundinum. Samkvæmt tillögunni
átti Reykjanesbær að hafa þrjá
fulltrúa í stjórn en hin sveitar-
félögin á Suðurnesjum einn full-
trúa hvert.
Nokkrar aðrar breytingar voru
lagðar til á samþykktum Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Aðrar
breytingar voru menn sammála um
en að lokum var kosið um tvær til-
lögur. Reykjanesbær greiddi einn
atkvæði með tillögu um fjölgun
stjórnarmanna í sjö en önnur
sveitarfélög voru á móti. Tillaga
um að fulltrúar í stjórn verði áfram
fimm var síðan samþykkt með at-
kvæðum allra sveitarfélaganna.
Á auka aðalfundinum í Sandgerði
var auk breytinga á samþykktum
SSS, fjallað um svokallað IPA-verk-
efni sem Heklan, atvinnuþróunar-
félag Suðurnesja, hefur verið að
vinna, auk kynningar á Heklunni.
Þá var einnig kynning á notenda-
stýrðri persónulegri aðstoð undir
liðnum málefni fatlaðs fólks.
Reykjanesbær fær ekki
þrjá fulltrúa í stjórn SSS
Geðveikt kaffihús, Eldar og
fleira flott á sumardaginn fyrsta
Grindavík í úrslit
Útsvars eftir sigur
á Reykjavík
Gr i n d av í ku r b æ r s i g r a ð i Reykjavík í undanúrslitum
spurningaþáttarins Útsvars sl.
föstudagskvöld og er því komið í
úrslitaþáttinn sjálfan. Viðureignin
var æsispennandi og úrslitin réð-
ust í lokaspurningunni þar sem
símavinurinn Siggeir Ævarsson
reyndist haukur í horni fyrir
Grindavíkurliðið.
Grindavík byrjaði af miklum krafti
sem gerði líka útslagið að lokum því
Grindavík komst í 12-0. En Reykja-
vík sótti í sig veðrið og fyrir stóru
spurningarnar í lokin var spennan í
hámarki. En Grindavík hafði sigur,
96-92, glæsileg frammistaða hjá
liðinu og geta Grindvíkingar verið
stoltir af sínu fólki.