Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012
Costner í Leifsstöð
Stórstjarnan Kevin Costner
heimsótti Flug-
stöð Leifs Eiríks-
sonar í mars 1999.
Kvikmynda-
stjarnan kom á
einkavél og sprangaði um flug-
stöðina í fylgd tveggja lífvarða.
Hann skoðaði verslanir, spjall-
aði og spurðist fyrir. Berglind
Sigþórsdóttir starfsmaður Saga
Boutique spjallaði stuttlega við
stjörnuna. „Hann kom og skoð-
aði búðina í fylgd lífvarða sinna.
Spurðist fyrir um land og þjóð
og talaði um að líta aftur við á
Íslandi í sumar.“ Það gengur
fjöllunum hærra að Kostner
hafi viljað hjá þér símanúmerið.
Er eitthvað til í því? „Nei það
er bara spaugileg kjaftasaga.
Hann spurði ekki um númerið
og hefði ekki fengið það.“
›› FRÉTTIR ‹‹
Nóvember 2001: Umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið dróst saman
um 30% í október miðað við sama mánuð í fyrra og farþegum um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar hefur fækkað umtalsvert síðustu mánuði. Þessi
samdráttur hefur komið harkalega niður á rekstri verslana í flugstöðinni
en menn leita nú leiða til að lifa þessa erfiðleika af.
Að sögn Flugumferðarstjórnar má rekja samdráttinn að miklu eða öllu
leyti til hryðjuverkaárása á Bandaríkjunum í september síðastliðnum.
Samkvæmt tölum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar um fjölda farþega hefur
þeim fækkað um 82.000 á síðastliðnum fimm mánuðum miðað við sömu
mánuði í fyrra en hlutfallslega er fækkunin langmest í haust. Mesta fækk-
unin er á farþegum sem millilenda á landinu á leið yfir Atlantshafið.
Guðrún Skúladóttir verslunarstjóri Saga Boutique sagðist finna greinilega
fyrir minni sölu, þó hún gæti ekki nefnt neinar tölur í því sambandi.
„Hingað kemur færra fólk til að versla, m.a. vegna Schengen þar sem
vegalengdir eru orðnar lengri innan flugstöðvarinnar og fólk hefur yfirleitt
stuttan tíma.“
Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri Íslensks markaðar segir að vandinn sé
í raun þríþættur. Í fyrsta lagi tilkoma Suðurbyggingarinnar sem gerði það
að verkum að fólk hefur minni tíma til að versla og transit farþegar bíða
nú orðið yfirleitt í hliðunum. Hryðjuverkaárásirnar 11. september höfðu
gríðarleg áhrif og Flugleiðir drógu í kjölfarið úr sætaframboði til Ameríku
og að einhverju leyti til Evrópu. „Farþegum hafði fækkað um 25 þúsund
frá því í júní áður en árásirnar á NY voru gerðar, þannig að við máttum illa
við enn frekari fækkun. Menn eru að leita leiða til að lifa þetta af og ég hef
trú á að það takist. Við höfum fengið ágætis undirtekir frá þeim sem hafa
með þessi mál að gera en síðan verður að koma í ljós hverju það skilar“,
sagði Logi en ekki er enn komið í ljós hvort leiga á verslunarhúsnæði í flug-
stöðinni verði lækkuð eins og rekstraraðilar hafa farið fram á.
Að sögn Loga er misjafnt milli verslana hversu mikið salan hefur dregist
saman en hjá Íslenskum markaði er samdrátturinn um 25% frá septem-
ber til nóvember. Logi segist þó hafa heyrt hærri prósentutölur nefndar í
öðrum verslunum.
„Reksturinn hér hefur ekki verið neinn dans á rósum síðan 1998 og við
vorum því illa í stakk búin til að taka á okkur þennan samdrátt. En við
erum full bjartsýni, annars væri maður ekki að standa í þessu.“
UPPRIFJUN ÚR 25 ÁRA SÖGU FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR
15. febrúar 2011: Keflavíkurflugvöllur veitti
besta þjónustu evrópskra flugvalla með undir
2 milljónum farþega á ári að mati þátttakenda
í viðamikilli könnun alþjóðasamtaka flugvalla,
Airports Council International. Flugvöllurinn
fékk raunar flest heildarstig allra evrópskra flug-
valla líkt og árið 2009 en taldist nú í nýjum
flokki smærri flugvalla sem ekki koma til álita í
fyrsta sæti allra flugvalla.
Þjónustukönnunin er framkvæmd á 186 helstu
flugvöllum heims, þar af 54 í Evrópu og svara
farþegar spurningum um gæði 36 þjónustu-
þátta. Niðurstöður eru birtar ársfjórðungslega
og heildarárangur árlega. Keflavíkurflugvöllur
hefur jafnan verið í efstu sætum evrópskra flug-
valla frá því að hann hóf þátttöku í könnuninni
árið 2004. Hann var valinn besti flugvöllur
Evrópu árið 2009 og var í öðru sæti árið 2010
ásamt því að vera í þriðja sæti á heimsvísu árið
2004 í flokki flugvalla með undir fimm milljónir
farþega á ári.
Keflavíkurflugvöllur skarar jafnan fram úr í
heildaránægju farþega, kurteisi og hjálpsemi
starfsfólks, auðveldu tengiflugi, notalegu and-
rúmslofti, hreinlæti og biðtíma í öryggisleit.
Einnig eru farþegar mjög ánægðir með skjóta af-
greiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum,
bankaþjónustu og veitingastaði í flugstöðinni.
Möltuflugvöllur var valinn besti evrópski
flugvöllurinn með yfir 2 milljónir farþega en
Incheonflugvöllur í Suður-Kóreu bestur á
heimsvísu.
„Við erum stolt af þessum glæsilega árangri sem
staðfestir að starfsfólk Keflavíkurflugvallar er
fagfólk á heimsmælikvarða. Þjónustukönnun
ACI er mikilvægt verkfæri til þess að meta gæði
einstakra þjónustuþátta og frammistöðu við
að mæta þörfum viðskiptavina. Ég óska öllu
starfsfólki á Keflavíkurflugvelli til hamingju
með þennan glæsilega árangur“, segir Björn Óli
Hauksson forstjóri Isavia sem annast rekstur
Keflavíkurflugvallar.
Þjónusta við flugfarþega á Keflavíkurflugvelli
nær til allra flugvallarstarfsmanna. Fagmennska
og samstillt átak þeirra tryggir að afgreiðsla
verði ávallt með skjótum og öruggum hætti.
Forráðamenn Keflavíkurflugvallar og rekstrar-
aðila fagna þessum frábæra árangri og þakka
starfsmönnum glæsilega frammistöðu.
Keflavíkurflugvöllur valinn bestur
í Evrópu árið 2009 og 2011
Bandaríska leikkonan
Julia Roberts og
leikararnir Brad
Pitt, George Cloo-
ney, Matt Damon
og Andy Garcia
spígsporuðu um flugstöðina
ásamt um 30 manna föruneyti, í
um hálfa klukkustund í des. 2001.
Roberts keypti sér húfu sem á var
letrað „ICELAND“ í Íslenskum
markaði, setti hana upp og
sprangaði með hana um svæðið.
Maður féll nánast í trans þegar
Clooney reif í mig og sagðist vilja
mynd af sér með mér", sagði Íris
Sæmundsdóttir, starfsstúlka á
Flugleiðabarnum í Leifsstöð.
Guðfaðir Goth-rokksins,
Alice Cooper,
fékk ótrúlegar
móttökur á
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar þegar hann kom til
landsins 13. ágúst 2005. Um 120
vélhjólamenn og konur höfðu
komið til að taka á móti hetjunni
og fögnuðu honum vel. Cooper
gaf sér tíma til að skrifa eigin-
handaráritanir fyrir aðdáendur
sína áður en hann hélt af stað til
Reykjavíkur, en vélhjólin fylgdu
honum á Reykjanesbrautinni.
Þungt hljóð í rekstraraðilum eftir árásirnar í New York 2001
STJÖRNU
ÚR STÖÐINNI
JULIA „ICELAND“
Rokkaðar móttökur
FÖGNUM 25 ára afmæli FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR OG ÞÖKKUM STARFSMÖNNUM HENNAR ÁNÆGJULEGT SAMSTARF
Margt fleira heimsfrægt
fólk hefur lagt
leið sína í gegnum
flugstöðina,
kunnir íþrótta-
kappar á borð við kylfingana
Arnold Palmer og Greg Norman
og skákkapparnir Fisher og
Spassky. Forsetasonur Banda-
ríkjanna John F. Kennedy fór
nokkuð leynt í Íslandsför sinni
1997 en þá var hann að safna efni
í tímaritið „George“. John lést
örfáum árum síðar í flugslysi.